Færslur: Miðbær

Svefnvana íbúar Miðborgar blása til fundar
Svefnvana íbúar miðborgarinnar eru farnir að flýja hávaða næturlífsins, gefast upp og selja eignir sínar miðsvæðis. Þetta segur formaður íbúasamtaka miðbæjarins. Hún segir fátt um svör frá borgaryfirvöldum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 
03.11.2022 - 18:20
Akureyringar áhugalausir um umferð í göngugötu
Göngugatan í miðbæ Akureyrar hefur ekki staðið undir nafni síðustu ár, þar sem hún hefur ekki verið lokuð fyrir bílaumferð, nema á dagtíma yfir hásumarið. Akureyrarbær vinnur að endurskoðun lokananna og óskaði eftir athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Aðeins tvær athugasemdir bárust.
25.04.2022 - 12:01
Sjónvarpsfrétt
Gjaldtaka hafin í miðbæ Akureyrar
Gjaldtaka er hafin á bílastæðum í miðbæ Akureyrar eftir að hafa legið að mestu niðri um árabil. Eðlilegt að þeir sem noti stæðin greiði fyrir þau, segir formaður umhverfisráðs.
04.04.2022 - 19:24
Göngugatan er ekki göngugata
Varla er hægt að segja að göngugatan á Akureyri standi undir nafni því stóran hluta ársins er hún opin fyrir akandi umferð. Formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar segir fulla ástæðu til að endurskoða hvort breyta þurfi reglunum að einhverju leyti.
21.07.2021 - 09:17
Myndskeið
Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli
Rúmlega þrjátíu ára gamalt strætóskýli var flutt úr Vatnsmýrinni í portið við Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Borgarstarfsmaður neitaði að mála yfir listaverk í skýlinu fyrir nokkrum árum, og bjargaði því þar með.
10.03.2021 - 19:34
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
Þrír fluttir á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl þeirra eru eða hversu margir tóku þátt í slagsmálunum.
30.08.2020 - 08:10
Menningarnótt verður 10 daga hátíð
Hátíðahöld vegna Menningarnætur munu dreifast yfir tíu daga vegna COVID-19 faraldursins. 
19.06.2020 - 14:10
Samfélagið
Kreppan bjargaði bókabúðum
Þegar Eiríkur Ágúst Guðjónsson flutti til Reykjavíkur árið 1981 voru 14 fornbókaverslanir í miðbænum, nú starfar hann í þeirri einu sem eftir er, Bókinni við Hverfisgötu.
26.05.2020 - 13:51
Úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Karlmaður um þrítugt, sem var handtekinn í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar í nótt, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 16. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er sá hinn sami og stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku, og skapaði stórhættu þegar hann ók honum á móti umferð.
19.03.2020 - 19:33
Maðurinn við Pablo Discobar stal líka steypubílnum
Þrítugur karlmaður, sem handtekinn var í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar, er sá hinn sami og olli stórhættu í síðustu viku, þegar hann stal steypubíl í miðbænum og ók honum meðal annars á móti umferð.
Mikið tjón í miðbænum - góðkunningi grunaður um aðild
Mikið tjón varð í eldsvoða í húsakynnum skemmtistaðar og veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrítugur karlamaður, sem var handtekinn á vettvangi, er enn í haldi lögreglu, grunaður um aðild að málinu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.
Bótakrafa líklega tugir eða hundruð milljóna
Skaðabótakrafa vegna skyndifriðunnar á Víkurgarð gæti hlaupið á tugum eða hundruðum milljóna, að mati framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem stendur að hótelbyggingunni á svæðinu. Hann segir að þó að samkomulag hafi náðst um að færa inngang hótelsins frá garðinum verði ekki fallið frá bótakröfu vegna tafa sem hafa orðið vegna skyndifriðunarinnar.
19.02.2019 - 11:45
Nýr miðbær á Selfossi
Tillaga að nýju deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi er nú í lögformlegri kynningu. Gert er ráð fyrir að byggð verði um 30 hús. Með þessu er ætlunin að styrkja miðbæ Selfoss, með tilliti til þess þegar hringvegurinn færist út fyrir bæinn. Nýju húsin eiga að verða endurgerð gamalkunnra húsa sem horfið hafa af sjónarsviðinu með ýmsum hætti víða um land.
28.03.2016 - 12:13

Mest lesið