Færslur: Miðausturlönd

Sjónvarpsfrétt
Vilja óháða rannsókn á morðinu á Shireen Abu Akleh
Þúsundir syrgðu fréttakonuna Shireen Abu Akleh við útför hennar í Palestínu í dag, hún var skotin til bana við störf á Vesturbakkanum í gær. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt til að þau rannsaki málið sjálf í samstarfi við palestínsk stjórnvöld. Blaðamenn án landamæra krefjast þess hins vegar að óháð rannsókn fari fram svo fljótt sem auðið er.
12.05.2022 - 22:15
Myndskeið
Tugir særðust við Al-Aqsa moskuna
Á fjórða tug Palestínumanna særðust í átökum við ísraelska lögreglumenn við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af versnandi samskiptum Ísraela og Palestínumanna að undanförnu.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Næstum fimmtíu börn látin eða limlest í Jemen
Næstum fimmtíu börn létust eða voru limlest fyrstu tvo mánuði ársins í borgarastyrjöldinni í Jemen en átökin hafa harðnað þar. UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er ekkert líf hérna“
Fjölgun hefur orðið í hópi ungra manna frá Líbanon sem ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Það gera þeir til að flýja fátækt í heimalandinu.
07.02.2022 - 15:03
Alþjóðlegar njósnir og ráðabrugg afhjúpuð í Danmörku
Íranskur aðskilnaðarsinni sem flýði ofsóknir í heimalandinu og fékk alþjóðlega vernd í Danmörku reyndist starfa náið með stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þetta leiddi rannsókn dönsku lögreglunnar í ljós og er varpað ljósi á í umfangsmikilli umfjöllun danska ríkisútvarpsins DR.
06.02.2022 - 16:39
Íranir segja boðaðar afléttingar ekki nægar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkti í gær að aflétta nokkrum viðskiptahöftum gegn Íran vegna kjarnorkuverkefna ríkisins. Hann undirritaði skjöl þess efnis til að greiða fyrir samningaviðræðum sem hefjast í Vín á mánudag. 
05.02.2022 - 16:34
Myndskeið
Flugskeytaárás á Latakia í Sýrlandi
Eldar lýstu upp hafnarborgina Latakia í Sýrlandi þegar flugskeytaárás var gerð á hafnarsvæðið í nótt. Sýrlendingar saka Ísraelsmenn um að hafa verið að verki. Þeir hvorki játa því né neita.
28.12.2021 - 11:54
Fjórða bólusetningin hafin í Ísrael
Ísraelskur heilbrigðisstarfsmaður varð í dag fyrstur til að fá fjórða bóluefnaskammtinn gegn kórónuveirunni. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað tilraunaverkefni þar sem áhrif fjórða skammtsins verða rannsökuð.
Ætla að tvöfalda íbúafjölda á Gólanhæðum
Ísraelsstjórn kynnti í dag áætlun um að tvöfalda íbúum af gyðingaættum á Gólanhæðum. 40 ár eru liðin frá því Ísraelsmenn innlimuðu svæðið af Sýrlendingum.
26.12.2021 - 16:36
Beirút: Segja SÞ hunsa beiðnir um aðstoð við rannsókn
Sameinuðu þjóðirnar eru ásakaðar um að hafa hunsað bréf frá aðstandendum þeirra sem létust þegar gríðarleg, mannskæð sprenging varð á hafnarsvæðinu í Beirút höfuðborg Líbanon í ágúst á síðasta ári.
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Souleyman handtekinn
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman var handtekinn í Tyrklandi í dag. Sonur hans Muhammad Souleyman greindi sýrlenskri fréttaveitu frá þessu í dag og Guardian fékk þetta staðfest frá yfirvöldum í Şanlıurfa héraði í Tyrklandi. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í flokksstarfi PKK, Verkamannaflokks Kúrdistans.
17.11.2021 - 19:20
Hundruð uppreisnarmanna felldir í Jemen
Hátt í þrjú hundruð úr sveitum Húta hafa fallið í Jemen undanfarna þrjá daga í árásum fjölþjóðlegra hersveita leiddum af Sádum. Hörð átök hafa staðið yfir undarfarnar vikur umhverfis þetta síðasta vígi ríkisstjórnar landsins.
Tugir féllu í árásum í Sýrlandi
Að minnsta kosti 27 létust í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. Í þeirri fyrri sprungu tvær sprengjur skammt frá fólksflutningabíl sýrlenska hersins í höfuðborginni Damaskus. Fjórtán féllu. Þetta er mannskæðasta árásin í Damaskus frá árinu 2018.
20.10.2021 - 10:50
Sjónvarpsfrétt
Enn ein skammarleg tímamót í gleymda stríðinu í Jemen
Frá því stríðið hófst í Jemen hafa fjögur börn verið drepin eða alvarlega særð á degi hverjum. Talsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem er nýkominn frá Jemen segir að þessi versta mannúðarkrísa heims sé að falla í gleymskunnar dá.
19.10.2021 - 19:25
Sjónvarpsfrétt
Stríðsástand ríkti á götum Beirút í dag
Minnst sex voru skotin til bana í Beirút í Líbanon í dag þegar mótmæli við dómshús í borginni urðu að óeirðum. Forseti Líbanons segir atburði dagsins minna á borgarastyrjöldina sem geisaði fram til ársins 1990.
14.10.2021 - 22:07
„Fjármálaráðherra“ Íslamska ríkisins handtekinn
Írösk yfirvöld hafa handtekið einn æðsta foringjann í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Bandaríkjamenn höfðu boðið hverjum þeim fimm milljónir dollara fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hans.
11.10.2021 - 15:58
Stöðvuðu smygl á hálfu tonni kókaíns til furstadæmanna
Lögregluyfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tilkynntu í dag að um hálft tonn af hreinu kókaíni hefði verið gert upptækt í afar viðamikilli lögregluaðgerð sem gekk undir heitinu „Sporðdrekinn“. Þung viðurlög liggja við eiturlyfjasmygli til landsins.
Fleiri en þrjú þúsund keppast um 329 þingsæti í Írak
Þingkosningar standa nú yfir í Írak og eru kjörstaðir opnir til klukkan þrjú að íslenskum tíma. Þær áttu ekki að fara fram fyrr en á næsta ári en þeim var flýtt vegna fjöldamótmæla gegn stjórnvöldum sem voru aðallega leidd af ungu fólki.
10.10.2021 - 12:20
Dómarar í felum í Afganistan af ótta við hefndir
Fjöldi dómara fer nú huldu höfði í Afganistan. Þeir óttast um líf sitt eftir að hafa á ferlinum kveðið upp dóma yfir Talibönum, sem nú fara með stjórn landsins. Talibanar segjast enga ákvörðun hafa tekið varðandi örlög dómaranna, en ákvörðunin verði tekin með sjaría-lög til hliðsjónar
02.10.2021 - 21:09
Íbúar í Katar ganga til kosninga í dag
Íbúar furstadæmisins Katar á Arabíuskaga ganga í fyrsta skipti til þingkosninga í dag. Sérfræðingar álíta kosningarnar fyrst og fremst þjóna táknrænum tilgangi.
02.10.2021 - 06:58
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Tugir barna dáið í flóttamannabúðum á Sýrlandi á árinu
62 börn hafa dáið í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi það sem af er ári, eða um tvö börn að meðaltali í hverri viku. Í flóttamannabúðunum eru fjölskyldur sem taldar eru tengjast vígahreyfingunni sem kennir sig við íslamskt ríki, að sögn samtakanna Save the Children. 
Bennett átti fund með Egyptalandsforseta
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels hélt í gær til fundar við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands á Sínaí-skaga við Rauðahaf. Það var í fyrsta sinn í áratug sem ísraelskur forsætisráðherra fær boð til Egyptalands. Talsmaður egypska forsetaembættisins sagði leiðtogana hafa rætt leiðir til að koma friðarumleitunum af stað á ný, auk þróunar mála í Miðausturlöndum og á alþjóðavettvangi.
Fá að fylgjast með kjarnorkuverum Írans
Samningar náðust í gær á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Írans um eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana veita svigrúm til samningaviðræðna.
13.09.2021 - 01:32