Færslur: Miðausturlönd

Konungur Sádi-Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna sýkingar í gallblöðru. Hann er orðinn 84 ára og hefur verið við völd frá árinu 2015. Vegna þessa hefur opinberri heimsókn Mustafa al-Kadhemis, forsætisráðherra Íraks, verið frestað þar til konungur er orðinn heill heilsu að nýju, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í dag. Sjaldgæft er að þarlendir fjölmiðlar fjalli um heilsu Salmans konungs.
20.07.2020 - 08:59
Varnarmálaráðherra Ísraels í sóttkví
Benny Gantz, varnarmálaráðherra og tilvonandi forsætisráðherra Ísraels, fór í dag í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú, að sögn ísraelskra fjölmiðla, að hann var í námunda við manneskju, sem talið er að sé smituð. Sýni verður tekið úr ráðherranum. Þar til niðurstaða liggur fyrir úr rannsókn á því má hann ekki umgangast aðra. Gantz kveðst vera stálsleginn og ætla að vinna heima meðan á sóttkvínni stendur.
08.07.2020 - 11:35
Gripið til skjótra aðgerða í Ísrael vegna veirusmits
Stjórnvöld í Ísrael lokuðu í dag skemmtistöðum, börum og líkamsræktarstöðvum vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmits. Þrjátíu þúsund veirusmit hafa verið greind í landinu til þessa.
06.07.2020 - 17:43
Mikið tjón við íranskt kjarnorkuver
Yfirvöld í Íran viðurkenndu í dag að talsverðar skemmdir hafi orðið í eldsvoða í húsi við kjarnorkuver í borginni Natanz, suður af höfuðborginni Teheran, í síðustu viku. Talsmaður kjarnorkumála segir yfirvöld búin að komast að orsökum eldsins, en vilja ekki gefa þær upp af öryggisástæðum. Haft hefur verið eftir írönskum embættismönnum að netárás hafi valdið eldsvoðanum.
06.07.2020 - 00:43
Fámennt á hajj hátíðinni í Mekka í ár
Einungis eitt þúsund pílagrímar fá að vera viðstaddir á hajj hátíðinni í Mekka í ár. Yfir tvö hundruð þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind í Sádi Arabíu. Landið hefur orðið verst úti allra við Persaflóann af völdum veirunnar.
03.07.2020 - 17:40
Allt flug flugfélagsins El Al stöðvað
Allt flug ísraelska flugfélagsins El Al var í dag stöðvað um óákveðinn tíma. Að sögn Jerusalem Post gaf forstjóri fyrirtækisins út fyrirskipun um að öllum vélum þess yrði flogið til Ísraels, hvort heldur sem er farþega- eða flutningavélum.
01.07.2020 - 15:34
Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.
28.06.2020 - 08:19
Fjöldi vígamanna handtekinn í Írak
Öryggissveitir handtóku í dag á annan tug vígamanna hliðholla Íran í suðurhluta Bagdad. Hin handteknu eru ásökuð um að hafa gert fjölda eldflaugaárása á bandarísk mannvirki í Írak.
26.06.2020 - 01:07
Átök um yfirráð á jemenskri eyju
Fyrrum samherjar í baráttunni gegn uppreisnarhreyfingu Húta kljást nú um yfirráð á eyjunni Socotra í Jemen. Harðir bardagar hafa verið á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna sem vilja aftur sjálfstæði í suðurhluta Jemens, STC.
20.06.2020 - 03:10
Forsætisráðherra Sýrlands rekinn
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, rak Imad Khamis forsætisráðherra úr embætti í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni segir að samkvæmt tilskipun númer 143 frá árinu 2020 sé forsætisráðherrann leystur frá störfum. Engin skýring er gefin á ákvörðun forsetans.
11.06.2020 - 13:50
Ísrael prófar nýjar skotflaugar
Tvær tilraunir með nýja skotflaug voru gerðar í Ísrael. Báðar tilraunirnar voru vel heppnaðar að sögn flugiðnaðarstofnunar ríkisins. Önnur flaugin fór um 90 kílómetra og hin um 400 kílómetra. Í báðum tilfellum hæfðu flaugarnar skotmörk sín af mikilli nákvæmni, hefur AFP eftir yfirlýsingu stofnunarinnar.
03.06.2020 - 04:56
Netanyahu ber að mæta fyrir rétt
Dómstóll í Jerúsalem hefur synjað beiðni Benjamins Netanyahus forsætisráðherra um að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt á sunnudag þegar honum verða formlega birtar ákærur vegna spillingarmála.
20.05.2020 - 17:34
Slys á heræfingu Írana varð tugum að bana
Slysaskot úr írönskum tundurspilli hæfði annað íranskt herskip og varð tugum að bana. Þetta er fullyrt í írönskum fjölmiðlum. Fréttamaður Al Jazeera í Teheran segir slysið hafa orðið í heræfingu Írana á Oman-hafi.
11.05.2020 - 04:28
Myndskeið
Mikill eldur í háhýsi í Sharjah
Mikill eldsvoði braust út í háhýsi í borginni Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gærkvöld. Húsið telur 48 hæðir og samkvæmt myndum af vettvangi að dæma varð það nánast alelda. Sjö eru sagðir slasaðir í eldsvoðanum. Drónar og yfir tugur slökkviliðsbíla voru sendir á vettvang til að reyna að ná tökum á eldinum.
Sádar hætta opinberum hýðingum
Hýðingar verða ekki lengur leyfðar sem opinberar refsingar í Sádi Arabíu. Skjöl úr hæstarétti ríkisins sýna þetta að sögn erlendra fjölmiðla. Í skjölunum segir að þessi ákvörðun bætist ofan á bætt mannréttindi Sáda í valdatíð Salmans konungs og sonar hans, krónprinsins Mohammad bin Salman.
25.04.2020 - 04:20
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Jemen
Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Jemen í morgun. Almannavarnarnefnd ríkisins greindi frá því á Twitter. Hjálparsamtök óttast mjög um afdrif Jemena ef veiran nær að breiða úr sér í landinu. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi, og aðstæður nú þegar einhverjar þær allra verstu í heiminum. Hernaðarbandalag leitt af Sádi Aröbum hóf tveggja vikna vopnahlé í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran nái bólfestu í landinu. 
10.04.2020 - 06:33
100 Talibönum sleppt úr haldi í Afganistan
Afgönsk stjórnvöld slepptu 100 Talibönum lausum úr fangelsi í gær. Talibanar sögðust í fyrradag ætla að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld vegna seinagangs þeirra við að leysa fanga úr haldi. Al Jazeera hefur eftir Javid Faisal, talsmanni þjóðaröryggisráðs Afganistans, að stjórnvöld hafi hleypt þeim út í viðleitni til friðar. 
09.04.2020 - 04:03
Sádar skutu niður flugskeyti yfir Riyadh
Flugskeyti var skotið niður yfir Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í kvöld. Að sögn AFP fréttastofunnar mátti heyra þrjár sprengingar í höfuðborginni í kvöld. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en Hútar í Jemen hafa áður skotið flugskeytum og sent dróna yfir Riyadh og aðrar  borgir í Sádi-Arabíu.
29.03.2020 - 00:30
Sprengjuárás tveimur dögum eftir friðarsáttmála
Þrír létu lífið og ellefu særðust eftir sprengjuárás á fótboltaleik í austurhluta Afganistans í gær. Talibanar undirrituðu friðarsáttmála við Bandaríkin um helgina, eftir einnar viku samkomulag um að draga úr hernaði í landinu. Í sáttmála Bandaríkjanna og Talibana lofa Bandaríkin að draga allan erlendan her úr landinu innan fjórtán mánaða ef Talibanar hefja friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. 
03.03.2020 - 04:45
Sádar stöðva ferðir pílagríma tímabundið
Pílagrímar sem vilja fara til Mekka eru ekki velkomnir til Sádi Arabíu á næstunni vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Riyadh segja í yfirlýsingu að gripið sé tímabundið til þessarra aðgerða. Eins verður hafnað vegabréfsáritunum ferðamanna frá löndum þar sem veiran hefur náð dreifingu.
27.02.2020 - 03:50
Netanyahu lofar nýjum landtökubyggðum
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að reisa 3.500 ný heimili á á viðkvæmu svæði á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Hann sagði í ræðu í gær að framkvæmdirnar tilheyri verkefni sem hafi verið frestað í allt að sjö ár. Al Jazeera fréttastöðin hefur eftir Nabil Abu Rdainah, talsmanni Mahmoud Abbas Palestínuforseta, að Netanyahu fari langt yfir strikið með yfirlýsingu sinni.
Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greinist með COVID-19
Iraj Harirchi, aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans, hefur verið greindur með COVID-19 veiruna. Hann hefur verið í forsvari fyrir írönsk stjórnvöld sem reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.
25.02.2020 - 13:41
COVID-19 veiran greinist í Líbanon
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónaveirunnar var staðfest í Líbanon í dag. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá því og sagði jafnframt að tvö til viðbótar væru í rannsókn. Hálffimmtug líbönsk kona reyndist vera smituð. Hún kom nýlega til landsins frá Qom í Íran.
21.02.2020 - 16:29
Netanyahu kemur fyrir rétt í næsta mánuði
Réttarhöld yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars. Dómsmálaráðuneytið í Jerúsalem tilkynnti þetta í dag. Þar segir að á fyrsta degi verði ákæran lesin upp að honum viðstöddum.
18.02.2020 - 14:45
Fyrsta kjarnorkuver í arabaríkjum fær leyfi
Kjarnorkueftirlitið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum gaf í dag út leyfi fyrir fyrsta kjarnakljúfnum af fjórum sem áformað verði í Barakah kjarnorkuraforkuverinu í landinu. Það verður fyrsta raforkuver þeirrar tegundar í arabaríkjum.