Færslur: Miðausturlönd

Myndskeið
Umferð hafin á ný um Súesskurð
Skipaumferð hófst að nýju um Súesskurð um sex leytið. Fyrr í dag tókst að koma flutningaskipinu Ever Given á flot en það strandaði í skurðinum á þriðjudag.
29.03.2021 - 19:17
Risaskipið þverar enn Súez-skurðinn og 300 skip bíða
Vörur að andvirði rúmlega 1.200 milljarða króna komast ekki leiða sinna á degi hverjum vegna flutningaskipsins Ever Given sem þverar Súez-skurðinn. Þetta er mat flutningasérfræðinga fyrirtækisins Lloyd's List í Bretlandi.
26.03.2021 - 05:57
Flutningaskip þverar Súes-skurð
Tugir skipa bíða eftir að geta komist leiða sinna um Súes-skurðinn eftir að risastórt flutningaskip þveraði skurðinn. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að koma skipinu Ever Given á flot og stefna því í rétta átt, en þær hafa hingað til verið árangurslausar.
24.03.2021 - 02:12
Neita að hafa skotið á ísraelskt skip
Utanríkisráðuneytið í Íran vísaði í dag eindregið á bug ásökunum stjórnvalda í Ísrael um að Íranar hefðu ráðist á ísraelskt skip á Ómanflóa. Skipið, Helios Ray, varð fyrir sprengjuárás þar sem það var á leið frá Dúbaí til Singapúr. Tvö göt komu á síðu skipsins. Engan í áhöfninni sakaði.
01.03.2021 - 08:54
Myndskeið
Yfir 500 eldsneytistrukkar eldi að bráð
Gríðarlegur eldsvoði varð við Islam Qala landamæraeftirlitsstöðina í Herat-héraði í Afganistan í gær þegar eldsneytisflutningabíll sprakk. Eldurinn náði að læsa sig í rúmlega 500 flutningabíla til viðbótar, sem ýmist voru fullir af náttúrugasi eða öðru eldsneyti. Minnst sextíu eru slasaðir eftir óhappið.
14.02.2021 - 07:44
Vill að ESB miðli málum á milli Bandaríkjanna og Írans
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, vill að Evrópusambandið leiði viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran. Bæði Bandaríkjastjórn og stjórnvöld í Teheran segjast reiðubúin að ganga aftur til samninga, en hvorugt ríkjanna vill taka fyrsta skrefið.
02.02.2021 - 01:45
Íranir vilja Sáda ekki að samningaborðinu
Íranir þvertaka fyrir nýjar samningaviðræður eða að bæta við aðildarríkjum í kjarnorkusáttmála sinn við stórveldin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína nýlega að Sádi-Arabar ættu að taka þátt í nýjum viðræðum.
31.01.2021 - 06:44
Hundruð handtekin í Túnis um helgina
Yfir 600 voru handteknir í Túnis á sunnudagskvöld, þar sem mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir frá því á föstudag. Mótmælin eru víða um landið, þar sem fólki finnst pólitískar umbætur ekki nægar þann áratug sem liðinn er frá arabíska vorinu, auk þess sem megn óánægja er með útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins.
19.01.2021 - 03:18
Abbas boðar til kosninga í Palestínu
Mahmud Abbas forseti Palestínu tilkynnti í dag hvenær gengið yrði til kosninga í landinu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hann segir að gengið verði að kjörborðinu á öllum landsvæðum Palestínu, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
15.01.2021 - 22:22
Hátt í 60 féllu í loftárásum í Sýrlandi
Loftárásir Ísraelshers á hernaðsarlega mikilvæg skotmörk í austurhluta Sýrlands í nótt kostuðu 57 manns lífið. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á landið frá því að borgarastríðið braust þar út, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar.
13.01.2021 - 15:48
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Íbúar Betlehem láta COVID ekki hamla jólagleðinni
Jólaundirbúningurinn gengur vel í Betlehem og kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta kórónuveirufaraldurinn standa í vegi fyrir hátíðleikanum þetta árið.
20.12.2020 - 04:18
Kosningar í Kúveit í skugga kórónuveirufaraldurs
Almenningur í olíuríkinu Kúveit gengur að kjörborðinu í dag í skugga kórónuveirufaraldursins. Kosið verður til þings landsins sem hefur sett einhverjar ströngustu reglur sem þekkjast á Persaflóasvæðinu til að halda aftur af útbreiðslu faraldursins.
05.12.2020 - 03:13
Barein annað ríkið sem leyfir bóluefni Pfizer
Konungsríkið Barein við Persaflóa hefur veitt neyðarheimild til notkunar á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Það er því er annað ríki heims á eftir Bretlandi til að leyfa notkun þess.
04.12.2020 - 21:33
Ísraelskir borgarar varaðir við ógn af hálfu Írans
Ísraelskir borgarar í útlöndum eru varaðir við að þeim gæti staðið ógn af írönskum útsendurum. Ísraelska utanríkisráðuneytið gaf fyrr í dag út viðvörun þessa efnis eftir að Íranir hótuðu að hefna morðsins á Mohsen Fakhrizadeh, fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins.
Áætlunarflug að hefjast milli Dubai og Tel Aviv
Lággjaldaflugfélagið Flydubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur í dag áætlunarflug milli Dubai og Tel Aviv í Ísrael. Þetta er liður í áformum um aukin samskipti milli ríkjanna eftir að þau undirrituðu í september samkomulag um að taka upp eðlileg samskipti. 
Fór Netanyahu til Sádi-Arabíu eða ekki?
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu bera til baka fregnir um að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi komið þangað í gær og hitt Mohammed bin Salman, krónprins landsins að máli. Menntamálaráðherra Ísraels staðfestir aftur á móti að sú sé raunin.
23.11.2020 - 17:54
Fyrsta tap Emirates í þrjá áratugi
Arabíska flugfélagið Emirates, sem gert er út í Dúbaí, tilkynnti í dag að tap á rekstrinum á öðrum og þriðja ársfjórðungi hafi numið 3,4 milljörðum dollara. Þetta er í fyrsta sinn í meira en þrjá áratugi sem fyrirtækið er rekið með tapi.
Mótmæli í Írak ári eftir októberuppreisnina
Átök blossuðu upp í dag meðan á mótmælum stóð í nokkrum borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad. Lögregla og herlið dreifði hópi mótmælenda í borginni Basra, sem beindi spjótum sínum að ríkisstjórn landsins.
01.11.2020 - 20:54
Stefnir í eðlileg samskipti milli Súdan og Ísrael
Stjórnvöld í Súdan hafa lýst því yfir vilja til að taka upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael. Á sama tíma tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að Súdan yrði tekið af lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkastarfsemi, slakað yrði á refsiaðgerðum gegn ríkinu og að nú mætti veita því efnahagsaðstoð.
Hariri falið að mynda ríkisstjórn í Líbanon
Forseti Líbanons fól í dag Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, að mynda nýja ríkisstjórn. Meirihluti þingmanna á líbanska þinginu féllst á tilnefninguna. Nýja stjórnin verður skipuð sérfræðingum.
22.10.2020 - 14:07
Yfir þrjú hundruð létust í Íran
Heilbrigðisráðuneytið í Íran greindi frá því í dag að 337 sjúklingar hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring frá því að fyrstu kórónuveirusmitin komu upp í febrúar. Yfir fjögur þúsund nýsmit greindust síðastliðinn sólarhring. Þau eru orðin hátt í 535 þúsund. Ekkert land í Miðausturlöndum hefur farið jafn illa út úr heimsfaraldrinum og Íran.
19.10.2020 - 17:51
Heimila þúsundir íbúða á í landtökubyggðunum
Stjórnvöld í Ísrael gáfu í dag leyfi fyrir byggingu á þriðja þúsund íbúða í landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Ákvörðunin þykir draga enn úr líkum á að friðarumleitanir við Palestínumenn hefjist á ný.
Tugþúsundir fluttar frá al-Hol flóttamannabúðunum
Tuttugu og fimm þúsund sýrlenskir ríkisborgarar verða fluttir frá al-Hol flóttamannabúðunum í norðausturhluta Sýrlands á næstunni, að því er fréttastofa sænska ríkisútvarpsins greindi frá í dag. Þar búa um þessar mundir um sjötíu þúsund konur og börn sem tengdust hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Börnin eru yfir fjörutíu þúsund. Aðbúnaðurinn er afar slæmur.
05.10.2020 - 14:21
Fangaskipti samþykkt í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen samþykktu fangaskipti í gær fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Alls fara yfir þúsund fangar á milli stjórnvalda og uppreisnarhreyfingar Húta. 
27.09.2020 - 01:48