Færslur: Miðausturlönd

Netanyahu ber að mæta fyrir rétt
Dómstóll í Jerúsalem hefur synjað beiðni Benjamins Netanyahus forsætisráðherra um að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt á sunnudag þegar honum verða formlega birtar ákærur vegna spillingarmála.
20.05.2020 - 17:34
Slys á heræfingu Írana varð tugum að bana
Slysaskot úr írönskum tundurspilli hæfði annað íranskt herskip og varð tugum að bana. Þetta er fullyrt í írönskum fjölmiðlum. Fréttamaður Al Jazeera í Teheran segir slysið hafa orðið í heræfingu Írana á Oman-hafi.
11.05.2020 - 04:28
Myndskeið
Mikill eldur í háhýsi í Sharjah
Mikill eldsvoði braust út í háhýsi í borginni Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gærkvöld. Húsið telur 48 hæðir og samkvæmt myndum af vettvangi að dæma varð það nánast alelda. Sjö eru sagðir slasaðir í eldsvoðanum. Drónar og yfir tugur slökkviliðsbíla voru sendir á vettvang til að reyna að ná tökum á eldinum.
Sádar hætta opinberum hýðingum
Hýðingar verða ekki lengur leyfðar sem opinberar refsingar í Sádi Arabíu. Skjöl úr hæstarétti ríkisins sýna þetta að sögn erlendra fjölmiðla. Í skjölunum segir að þessi ákvörðun bætist ofan á bætt mannréttindi Sáda í valdatíð Salmans konungs og sonar hans, krónprinsins Mohammad bin Salman.
25.04.2020 - 04:20
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Jemen
Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Jemen í morgun. Almannavarnarnefnd ríkisins greindi frá því á Twitter. Hjálparsamtök óttast mjög um afdrif Jemena ef veiran nær að breiða úr sér í landinu. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi, og aðstæður nú þegar einhverjar þær allra verstu í heiminum. Hernaðarbandalag leitt af Sádi Aröbum hóf tveggja vikna vopnahlé í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran nái bólfestu í landinu. 
10.04.2020 - 06:33
100 Talibönum sleppt úr haldi í Afganistan
Afgönsk stjórnvöld slepptu 100 Talibönum lausum úr fangelsi í gær. Talibanar sögðust í fyrradag ætla að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld vegna seinagangs þeirra við að leysa fanga úr haldi. Al Jazeera hefur eftir Javid Faisal, talsmanni þjóðaröryggisráðs Afganistans, að stjórnvöld hafi hleypt þeim út í viðleitni til friðar. 
09.04.2020 - 04:03
Sádar skutu niður flugskeyti yfir Riyadh
Flugskeyti var skotið niður yfir Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í kvöld. Að sögn AFP fréttastofunnar mátti heyra þrjár sprengingar í höfuðborginni í kvöld. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en Hútar í Jemen hafa áður skotið flugskeytum og sent dróna yfir Riyadh og aðrar  borgir í Sádi-Arabíu.
29.03.2020 - 00:30
Sprengjuárás tveimur dögum eftir friðarsáttmála
Þrír létu lífið og ellefu særðust eftir sprengjuárás á fótboltaleik í austurhluta Afganistans í gær. Talibanar undirrituðu friðarsáttmála við Bandaríkin um helgina, eftir einnar viku samkomulag um að draga úr hernaði í landinu. Í sáttmála Bandaríkjanna og Talibana lofa Bandaríkin að draga allan erlendan her úr landinu innan fjórtán mánaða ef Talibanar hefja friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. 
03.03.2020 - 04:45
Sádar stöðva ferðir pílagríma tímabundið
Pílagrímar sem vilja fara til Mekka eru ekki velkomnir til Sádi Arabíu á næstunni vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Riyadh segja í yfirlýsingu að gripið sé tímabundið til þessarra aðgerða. Eins verður hafnað vegabréfsáritunum ferðamanna frá löndum þar sem veiran hefur náð dreifingu.
27.02.2020 - 03:50
Netanyahu lofar nýjum landtökubyggðum
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að reisa 3.500 ný heimili á á viðkvæmu svæði á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Hann sagði í ræðu í gær að framkvæmdirnar tilheyri verkefni sem hafi verið frestað í allt að sjö ár. Al Jazeera fréttastöðin hefur eftir Nabil Abu Rdainah, talsmanni Mahmoud Abbas Palestínuforseta, að Netanyahu fari langt yfir strikið með yfirlýsingu sinni.
Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greinist með COVID-19
Iraj Harirchi, aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans, hefur verið greindur með COVID-19 veiruna. Hann hefur verið í forsvari fyrir írönsk stjórnvöld sem reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.
25.02.2020 - 13:41
COVID-19 veiran greinist í Líbanon
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónaveirunnar var staðfest í Líbanon í dag. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá því og sagði jafnframt að tvö til viðbótar væru í rannsókn. Hálffimmtug líbönsk kona reyndist vera smituð. Hún kom nýlega til landsins frá Qom í Íran.
21.02.2020 - 16:29
Netanyahu kemur fyrir rétt í næsta mánuði
Réttarhöld yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars. Dómsmálaráðuneytið í Jerúsalem tilkynnti þetta í dag. Þar segir að á fyrsta degi verði ákæran lesin upp að honum viðstöddum.
18.02.2020 - 14:45
Fyrsta kjarnorkuver í arabaríkjum fær leyfi
Kjarnorkueftirlitið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum gaf í dag út leyfi fyrir fyrsta kjarnakljúfnum af fjórum sem áformað verði í Barakah kjarnorkuraforkuverinu í landinu. Það verður fyrsta raforkuver þeirrar tegundar í arabaríkjum.
Stríðandi fylkingar samþykkja fangaskipti
Stríðandi fylkingar í Jemen komust í gær að samkomulagi um fangaskipti. Samningar náðust eftir sjö daga viðræður samninganefnda uppreisnarhreyfingar Húta og stjórnvalda í Amman í Jórdaníu. Að sögn Martin Griffiths, ræðismanns Sameinuðu þjóðanna í Jemen, samþykktu báðir aðilar að skiptast strax á listum yfir þá fanga sem krafist er að verði leystir úr haldi.
17.02.2020 - 05:13
Yfir 30 almennir borgarar féllu í Jemen
31 almennur borgari féll í loftárásum hernaðarbandalags Sáda í Jemen í dag. Árásin er talin vera hefndaraðgerð eftir að uppreisnarhreyfing Húta skaut niður sádiarabíska herflugvél í gær.
16.02.2020 - 01:18
Allawi verður forsætisráðherra Íraks
Mohammed Tawfiq Allawi var settur í embætti forsætisráðherra Íraks í dag af forsetanum Barham Salih. Forveri Allawis, Adel Abdul Mahdi, lét af störfum í nóvember eftir mikil mótmæli gegn ríkjandi stjórnvöldum. Írakskar öryggisveitir hafa gengið hart fram gegn mótmælendum og orðið hundruðum þeirra að bana. 
02.02.2020 - 01:51
Arabaráðið hafnar áætlun Bandaríkjanna
Arabaráðið hafnaði í dag einróma áætlun Donalds Trumps um Miðausturlönd. Í yfirlýsingu ráðsins segir að það hafni áætlun Bandaríkjanna og Ísraels þar sem hún innihaldi ekki ákvæði um lágmarksréttindi palestínsku þjóðarinnar.
Carter: Brot á alþjóðalögum í áætlun Trumps
Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir áætlun núverandi forseta varðandi frið í Miðausturlöndum innihalda brot á alþjóðalögum. Hann hvetur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að stöðva hernám Ísraels á palestínsku landsvæði. 
Íraksþing fær þrjá daga til að finna forsætisráðherra
Barham Saleh, forseti Íraks, gaf þingi landsins þriggja daga frest í dag til að finna nýjan forsætisráðherra. Ella ætlar hann að velja hann sjálfur. Þetta kemur fram í bréfi sem forsetinn sendi þinginu í dag og AFP fréttastofan hefur fengið að sjá.
29.01.2020 - 14:45
Netanyahu formlega ákærður
Ríkissaksóknari í Ísrael ákærði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra formlega í dag fyrir fjármálaspillingu, umboðssvik og mútuþægni. Hann birti ákæruna 21. nóvember, en gat ekki lagt hana fram fyrr en ljóst yrði hvort ísraelska þingið ætlaði að samþykkja beiðni hans um friðhelgi.
28.01.2020 - 15:10
Myndskeið
Khamenei kallaði Trump trúð
Khamenei erkiklerkur í Íran fór hörðum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta við föstudagsbænir í Teheran í dag. Hann kallaði forsetann trúð, sem þættist styðja írönsku þjóðina, en biði færis að stinga hana í bakið með eitruðum rýtingi.
17.01.2020 - 11:32
Hundruð þúsunda á flótta frá Idlib
Um það bil 350 þúsund manns eru á flótta í Idlibhéraði í norðurhluta Sýrlands vegna loftárása stjórnarhersins sem nýtur stuðnings rússneskra hermanna. Flest fólkið er konur og börn, að því er kemur fram í yfirlýsingu samhæfingarstjóra mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi.
16.01.2020 - 13:28
Eldflaugum skotið á herstöð í Írak
Eldflaugaskeytum var skotið á íraska herstöð skammt frá Bagdad höfuðborg Íraks, nú rétt í þessu. Íransher skaut á annan tug eldflauga á herstöð Bandaríkjanna í Írak fyrir viku til að hefna fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kaseim Soleimani.
14.01.2020 - 19:15
Flytja danska hermenn frá Írak
Meirihluti danska herliðsins í Írak verður á næstunni fluttur til Kúveits í öryggisskyni, að því er Mette Fredriksen forsætisráðherra greindi frá í dag. Danskir hermenn dvelja í annarri herstöðinni sem varð í nótt fyrir flugskeytaárás frá Íran.
08.01.2020 - 17:39