Færslur: Miðausturlönd

Frakkar veita Líbönum neyðaraðstoð
Frakkar ætla að veita Líbönum hundrað milljónir evra í neyðaraðstoð og senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Eitt ár er í dag frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút.
Minnst fimm féllu í árás á líkfylgd í Líbanon
Að minnsta kosti fimm féllu í árás súnní-múslíma á líkfylgd í strandborginni Khalde rétt sunnan við Beirút í Líbanon í gær. Skothríð stóð tímunum saman og almenningur þurfti að leita sér skjóls.
02.08.2021 - 00:52
Eldflaugaárás gerir flugvöllinn í Kandahar óstarfhæfan
Flugvöllurinn í Kandahar í Afganistan skemmdist í eldflaugaárás Talibana í nótt. Minnst þremur flaugum var skotið að flugvellinum og tvær sprungu á flugbraut. Sókn Talibana í átt að lykilborgum í landinu þyngist óðum.
01.08.2021 - 04:42
Talíbanar sitja um þrjár lykilborgir í Afganistan
Harðir bardagar geysa nú milli stjórnarhers Afganistan og Talibana um borgir í suður og vesturhluta landsins. Á síðustu vikum hafa Talibanar lagt undir sig stór svæði í Afganistan en  stjórnarhernum gengur illa að verjast ásókn þeirra.
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Sextugir og eldri fá þriðju sprautuna í Ísrael
Bólusetningarátak hófst í Ísrael í dag þegar forseti landsins og eiginkona hans fengu þriðju sprautuna gegn kórónuveirunni. Hún stendur öllum landsmönnum til boða sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Smitum hefur farið fjölgandi í Ísrael að undanförnu.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Sjónvarpsfrétt
Hörmungar og versta efnahagskrísa síðustu 150 ára
Pólitískur óstöðugleiki og eitt versta efnahagshrun síðustu 150 ára eru aðeins hluti þess sem íbúar Líbanons glíma við. Gjaldmiðillinn er svo gott sem ónýtur og meira en helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum.
25.07.2021 - 20:30
Sjónvarpsfrétt
Hátíðahöld í skugga hörmunga
Eid al-Adha, ein af stærstu trúarhátíðum Múslima, er gengin í garð. Gleðin er þó ekki ráðandi alls staðar því íbúar Gaza takast enn á við afleiðingar loftárásanna í maí.
20.07.2021 - 19:52
Íslamska ríkið varð tugum að bana í Bagdad
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í gærkvöld á hendur sér mannskæðri sjálfsmorðssprengjuárás á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Nærri þrjátíu féllu í árásinni samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vígahreyfingarinnar segir að yfir þrjátíu hafi fallið í árásinni og 35 til viðbótar hafi særst.
20.07.2021 - 03:47
Telja vörn bóluefna minni en ætlað var
Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael vara við að vörn bóluefna gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar sé minni en talið var. Smitum fer fjölgandi í landinu þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé bólusettur.
Hariri gefst upp við stjórnarmyndun í Líbanon
Saad Hariri hefur gefist upp á að reyna að mynda stjórn í Líbanon eftir að hafa reynt í níu mánuði. Hariri var tilnefndur forsætisráðherra í fyrra. Síðasta stjórn sagði af sér eftir að mikil sprenging í Beirút varð um 200 manns að bana í ágúst í fyrra. Miklar efnahagsþrengingar eru í landinu og stjórnmálakreppan gerir ástandið enn erfiðara.
16.07.2021 - 03:15
Rafmagnsleysi og hitabylgja í Írak
Mótmæli brutust út í dag í Bagdad, höfuðborg Íraks, og víðar um landið vegna rafmagnsleysis. Rafkerfið í landinu er í lamasessi. Ráðherra rafmagnsmála sagði af sér fyrr í þessari viku vegna ástandsins. Hitabylgja er í landinu.
02.07.2021 - 16:28
Raisi fagnar sigri í forsetakosningum í Íran
Ebrahim Raisi telst réttkjörinn forseti múslímska lýðveldisins Írans en hann hlýtur um 62% greiddra atkvæða. Áður en úrslit lágu fyrir var Raisi hylltur sem sigurvegari jafnt af fráfarandi forseta og andstæðingum hans sem viðurkenndu ósigur.
Stefnir í innan við 40% kjörsókn í Íran
Kjörstöðum í Íran hefur verið lokað og talning hafin í forsetakosningum þar sem talið er líklegast að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi sigri. Áhugi á kosningunum virðist í minna lagi meðal kjósenda.
18.06.2021 - 23:37
Líklegast að íhaldsamur klerkur verði forseti Írans
Búist er við að kjörsókn í forsetakosningum í Íran í dag föstudag, verði mjög lítil. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan sjö að staðartíma og verða opnir til miðnættis og jafnvel tveimur klukkustundum lengur sumstaðar. Líklegast er talið að Íranir velji sér íhaldsaman klerk sem forseta.
18.06.2021 - 02:30
Fjöldahandtökur frá því vopnahlé tók gildi
Minnst þrír Palestínumenn voru drepnir í áhlaupi Ísrelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum undir morgun. Ísraelska lögreglan hefur handtekið fleiri en tvö þúsund á Vesturbakkanum og í Jerúsalem síðan vopnahlé Hamas og Ísraelshers tók gildi í maí.
10.06.2021 - 21:55
Fólki forðað vegna gróðurelda í Jerúsalem
Íbúar tveggja þorpa í nágrenni Jersúsalem í Ísrael hafa verið fluttir á brott eftir að gróðureldur braust út á tveimur stöðum í útjaðri borgarinnar. Veginum milli Jerúsalem og Tel Aviv hefur verið lokað og ferðir járnbrautalesta milli borganna verið stöðvaðar. Tugir slökkviliðsmanna berjast við eldinn. Þeir nota meðal annars tíu slökkviliðsflugvélar við verkið.
09.06.2021 - 14:28
Sjónvarpsfrétt
„Þótt ég sé fluttur frá Gaza er hugur minn þar“
Ragheb Besaiso, Palestínumaður búsettur á hér á landi, segir erfitt að sjá fréttir af mannfalli og neyð á Gaza, borginni sem hann ólst upp í. Brýnt sé að alþjóðasamfélagið þrýsti á Ísraela að tryggja tveggja ríkja lausn.
24.05.2021 - 19:57
Enn tekist á við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem
Yfir tuttugu slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Flytja þurfti tvo á sjúkrahús.
Vopnahléið er virt fyrir botni Miðjarðarhafs
Vopnahlé Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna, sem tók gildi klukkan ellefu í gærkvöld, hefur verið virt til þessa. Hernaðaraðgerðir síðustu ellefu daga kostuðu á þriðja hundrað manns lífið.
Vopnahlé er talið vera á næsta leiti
Tilraunir Egypta og fleiri þjóða til að koma á vopnahléi milli Palestínumanna og Ísraelsmanna eru farnar að skila árangri. Gert er ráð fyrir að því verði lýst yfir á morgun eða laugardag. Eftir tiltölulega rólega nótt hófust hernaðaraðgerðir beggja þegar leið á morguninn.
Leiðtogar Hamas bjartsýnir á vopnahlé
Leiðtogar Hamas kveðast bjartsýnir á að vopnahlé sé í nánd fyrir botni Miðjarðarhafs, þrátt fyrir orð ísraelska forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu að halda aðgerðum áfram þar til takmarki þeirra sé náð. 
Meta hvort hætta skuli loftárásum á Gaza
Ísraelsmenn eru sagðir vera að meta hvort nú sé rétti tíminn til að hætta loftárásum á Gaza-svæðið. Þeir séu þó reiðubúnir að halda þeim áfram enn um sinn. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld alls staðar að um að semja um vopnahlé, þar á meðal frá Bandaríkjunum.
Palestínskt ríki eina ásættanlega niðurstaðan
Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, segir átökin fyrir botni Miðjarðarhafs beina Miðausturlöndum í ranga átt. Hann segir í samtali við AFP fréttastofuna að loftárásir Ísraela og flugskeytaárásir Hamas-liða geri allar friðarumleitanir erfiðari og þær efli öfgahópa á svæðinu.