Færslur: Miðaldir

Sumarlandinn
Sveifla sverðum eftir leiðbeiningum úr gömlum handritum
Á Hamarkotstúni á Akureyri hittist brynjuklæddi bardagahópurinn HEMA Club reglulega og bregða sverði að miðaldasið. HEMA er alþjóðlegt heiti yfir klúbba af þessu tagi og stendur fyrir „European historical martial arts“ sem hópurinn kallar einfaldlega sögulegar skylmingar á íslensku.
22.07.2020 - 10:50
Viðtal
Völuspá á jafn mikið erindi núna og fyrir þúsund árum
Völuspá er opnuð upp á gátt í nýjum útvarpsþáttum á Rás 1. Þar skyggnist Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor á Árnastofnun að tjaldabaki þessa þekkta og áhrifamikla kvæðis.
„Gvöð hvað mér brá“
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir veltir fyrir sér breytingum á tungumálinu, hvað hafi orðið um mállýskurnar og afhverju við segjum gvuð en ekki guð.
Með úrskurði almættisins
Kvikmyndin Monty Python og hinn helgi gral hefur haft afgerandi áhrif á ímynd miðalda síðan hún kom út. Móðgaðir miðaldafræðingar hafa árum saman reynt að koma á framfæri leiðréttingum varðandi ýmis atriði myndarinnar. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fjallar um frægt atriði úr henni, þar sem sannreynt er hvort kona sé norn með því að vigta hana. Atriðið, þó fjarstæðukennt sé, byggir á raunverulegri réttarvenju frá miðöldum.
02.11.2017 - 10:45