Færslur: Miðafríkulýðveldið

13 almennir borgarar myrtir í Miðafríkulýðveldinu
Þrettán almennir borgarar féllu í árás óþekktra vígamanna á þorp norður af Bangui, höfuðborg Miðafríkulýðveldisins í vikunni. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna í landinu greindi frá þessu í gær. AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Friðargæslunnar að liðsmenn hennar hafi fundið 13 lík í Bongboto, um 300 kílómetra norður af Bangui, á miðvikudag.
Þrír friðargæsluliðar SÞ felldir í Miðafríkulýðveldinu
Sveitir vopnaðra vígamanna drápu í gær þrjá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Miðafríkulýðveldinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. „Þrír friðargæsluliðar frá Búrúndí voru felldir og tveir til viðbótar særðir“ í árásum óþekktra vígamanna í landinu sunnanverðu og um miðbik þess, segir í tilkynningunni.
Varar við þjóðarmorði í Miðafríkulýðveldinu
Þjóðarmorð vofir yfir í Miðafríkulýðveldinu og brýnt er að fjölga í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna þar í landi ef ekki á illa að fara. Þetta sagði Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðar- og hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna á lokuðum fundi Öryggisráðs samtakanna á þriðjudag. Frakkar báðu um aukafund í Öryggisráðinu til að ræða ástandið í Miðafríkulýðveldinu við O'Brien, sem heimsótti landið nýverið.
23.08.2017 - 04:50