Færslur: mið-austurlönd

Mikið manntjón í Beirút
Vitað er að meira en 100 létu lífið í tveimur miklum sprengingum við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Líklega hafa mun fleiri látist. Yfir fjögur þúsund særðust í sprengingunni. Margir eru alvarlega sárir.
05.08.2020 - 12:45
Viðtal
„Ótal skilaboð þar sem fólk spyr um ástvini sína“
Íbúi í Beirút segir stöðugt sírenuvæl hafa ómað síðan í borginni allt frá því öflugar sprengjur sprungu við höfnina síðdegis í dag. Fjöldi fólks leita í örvætingu að ástvinum sínum og spítalar noti samfélagsmiðla til þesa að biðla til fólks um að gefa blóð.
04.08.2020 - 23:12
Hundruð særð eftir gríðarlega öfluga sprenginu í Beirút
Öflug sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrir skömmu. Þykkur reykmökkur er yfir borginni og fréttaritari Al Jazeera í Beirút segir að fólk sé skelfingu lostið. Heilbriðisráðherra landsins segir að hundruð séu særð og eyðilegging mikil.
04.08.2020 - 16:18
Johnson biður Ísraela að hætta við innlimun
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biður Ísraela að hætta við að innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld ætluðu að hefja innlimun á hluta Vesturbakkans í dag.
01.07.2020 - 12:09
Friðarsamningur Ísreala og Jórdana í uppnámi
Áætlanir Ísraelsstjórnar um innlimun landssvæða á vesturbakka Jórdanár gætu stefnt friðarsamningnum við Jórdaníu í hættu. Hluti svæðisins er í Jórdandalnum við landamæri Jórdaníu.
25.06.2020 - 04:22
Heimskviður
Hvernig hófst ein versta mannúðarkrísa heims?
Milljónir Jemena eru á barmi hungurdauða eftir fimm ára stríðsátök sem ekki sér fyrir endann á. En hvernig hófst þetta hörmulega stríð og hvers vegna? Eiga vesturlönd jafnvel sinn þátt í því að átökin halda stöðugt áfram þrátt fyrir að þar geisi ein versta mannúðarkrísa heims?
07.06.2020 - 07:30
Myndskeið
Sendu Eid-kveðjur frá Malasíu með Daða-dansi
Nærri tveir milljarðar fagna einni stærstu hátíð múslima sem gekk í garð í dag. Hátíðahöldin voru þó með óhefbundnu sniði hjá mörgum líkt og við var að búast í skugga heimsfaraldurs. Fjölskylda í Malasíu sendi Eid-kveðjur á Twitter með dansi undir ljúfum tónum Daða og gagnamagnsins.
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Heimskviður
Ákærðir fyrir að hafa framið stríðsglæpi í Sýrlandi
Á dögunum hófust réttarhöld í Þýskalandi yfir tveimur mönnum frá Sýrlandi. Ákæruskjalið telur hundrað blaðsíður og eru mennirnir meðal annars ákærðir fyrir að pynta almenna borgara sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þetta er fyrsta sinn sem réttað er yfir fulltrúum sýrlenskra stjórnvalda sem hafa margoft verið sökuð um stríðsglæpi. 
11.05.2020 - 07:00
Réttarhöld hafin um framtíð Benjamíns Netanjahú
Hæstiréttur Ísraels ræðir nú framtíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra í ríkisstjórn landsins. Þess er krafist að honum sé meinað að sitja í ríkisstjórn á meðan hann sætir ákæru fyrir mútur og fjársvik.
03.05.2020 - 12:23
Tifandi tímasprengja fyrir mörg ríki í Mið-Austurlöndum
Kórónuveirufaraldurinn er tifandi tímasprengja fyrir mörg ríki í Mið-Austurlöndum. Yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir afar brýnt að bregðast við útbreiðslunni með hraði.
05.04.2020 - 13:28
Allt að 75.000 gætu verið smituð í einni borg í Ísrael
Allt að 40 prósent íbúa í ísraelsku borginni Bnei Brak gætu verið smituð af COVID-19. Um tvö hundruð þúsund búa í borginni.
03.04.2020 - 20:30
Heimskviður
Ólga og olíuverðstríð í Sádi-Arabíu
Tveir af hæst settu mönnum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru handteknir á dögunum. Báðir eiga þeir tilkall til krúnunnar samkvæmt hefðum og annar þeirra er bróðir sjálfs Salmans konungs. Og á sama tíma eiga Sádar í olíuverðstríði við Rússa, ríkin eru í eins konar störukeppni sem gæti haft víðtækar afleiðingar.
22.03.2020 - 07:00
Myndskeið
„Núna er ég í skjóli á meðan þau eru berskjölduð“
Níu hundruð þúsund manns, mest konur og börn, hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember. Mahmoud Albakour, sýrlenskur blaðamaður, sem komst til Tyrklands óttast um andlega heilsu sína, það sé erfitt að vera sjálfur í skjóli á meðan fjölskyldan er berskjölduð fyrir sprengjuárásum.
17.02.2020 - 22:12
Heimskviður
Deila Bandaríkjanna og Írans: Er hætta á heimsstyrjöld?
Hvers vegna sauð upp úr á milli Bandaríkjanna og Írans í upphafi árs? Er enn hætta á því að stríð brjótist út á milli ríkjanna? Það er gömul saga og ný að samband þessara ríkja sé stormasamt. Atburðarás síðustu vikna hefur verið afar hröð og á köflum hættuleg. 
19.01.2020 - 07:00
Ekkert vopnahlé í Líbíu
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar er farinn frá Moskvu eftir margra klukkustunda samningaviðræður um vopnahlé án þess að tekist hafi að komast að samkomulagi. Vonir stóðu til að viðræðurnar í dag yrðu til þess að binda enda margra ára átök í Líbíu.
14.01.2020 - 08:18
Myndskeið
„Sýnir hvað fólkið er reitt“
Hundruð þúsunda Írana fylgdu hershöfðingjanum Qasem Soleimani til grafar í dag og stjórnvöld í Íran halda áfram að heita hefndum. Framkvæmdastjóri NATO biður stjórnvöld í Íran að hætta ögrunum og ofbeldi til að auka ekki á spennu í Miðausturlöndum.
06.01.2020 - 19:46
Íranar hætta að hlíta reglum kjarnorkusamningsins
Stjórnvöld í Íran ætla ekki lengur að fara eftir neinum af takmörkunum sem þeim eru sett samkvæmt kjarnorkusamningnum við stórveldin sem var gerður 2015. Þetta var tilkynnt eftir ríkisstjórnarfund fyrir skömmu.
05.01.2020 - 19:09
„Við erum lang stærstir og bestir í heimi“
Bandaríkjaforseti segir að stærsta og besta her heims verði hiklaust beitt af mikilli hörku ef Íranir ráðast á bandarísk skotmörk. Evrópusambandið hefur boðið utanríkisráðherra Írans til fundar í Brussel.
05.01.2020 - 12:27
Segir loftárás Bandaríkjahers í nótt hryðjuverk
Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árás Bandaríkjahers sem grandaði Qaseem Soleimani, hæst setta hershöfðingja Írans, hryðjuverk. Bandaríkin beri ábyrgð á afleiðingum árásarinnar.
03.01.2020 - 05:40
Íranskur herforingi drepinn í loftárás Bandaríkjahers
Qaseem Soleimani, herforingi í sérsveit byltingarvarðaliðs Írans, er á meðal þeirra sem féllu í loftárás Bandaríkjahers við flugvöllinn í Bagdad höfuðborg Íraks í nótt. Minnst sjö féllu í árásinni sem beindist að tveimur bifreiðum PMF, sem er vopnuð fylking með náin tengsl við Íran.
03.01.2020 - 03:35
Benjamín Netanjahú óskar eftir friðhelgi
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að sækjast eftir því að ísraelska þingið veiti honum friðhelgi frá málsókn. Netanjahú tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Jerúsalem í dag.
02.01.2020 - 00:27
Senda 750 bandaríska hermenn til Mið-Austurlanda
Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að senda 750 hermenn til Mið-Austurlanda samkvæmt tilkynning frá varnarmálaráðuneytinu.
01.01.2020 - 03:56
Yfirvöld í Sádi-Arabíu draga úr útgjöldum ríkisins
Yfirvöld í Sádi-Arabíu ætla að draga úr útgjöldum ríkisins vegna aukins halla á ríkissjóði. Konungur Sádi-Arabíu segir að með þessu séu hægt að tryggja fjármagn fyrir framtíðarsýn konungsveldisins sem krónprinsinn Mohammed bin-Salman stendur fyrir.
10.12.2019 - 03:05
Myndskeið
Minnst 20 drepin í áhlaupi grímuklæddra manna í Bagdad
Grímuklæddir menn drápu minnst tuttugu mótmælendur í Írak í gærkvöld og nótt. Á fimmta hundrað hafa látist í mótmælunum síðan þau hófust fyrsta október.
07.12.2019 - 19:58