Færslur: mið-austurlönd

Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.
18.11.2020 - 02:54
Saeb Erekat sagði stuðning Íslendinga skipta máli
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sem lést í dag sagði í VIðtalinu árið 2008 að stuðningur Íslendinga við málstað Palestínumanna skipti máli. Erekat lést af völdum COVID-19. Erekat var einn þekktasti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991. Hann kom til Íslands árið 2008 í fylgd Mahmoud Abbas, þáverandi og núverandi forseta Palestínu. Hann var gestur Boga Ágústssonar og Karls Sigtryggssonar í lok apríl 2008.
Koma á stjórnmálasambandi milli Ísrael og arabaríkja
Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein undirrituðu samkomulag við Ísrael nú á sjötta tímanum, um að koma á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna. Samningarnir voru undirritaðir í Hvíta húsinu í Washington, undir handleiðslu stjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
15.09.2020 - 18:09
Átta dæmd fyrir morðið á Khashoggi
Átta hafa verið dæmd til sjö til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.
Myndskeið
Friðarsamkomulagið hvorki þýðingarmikið né sögulegt
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum, segir að friðarsamkomulag Ísrels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna komi ekki til með að leiða til friðar. Samkomulagið sé ekki sögulegt og hafi litla þýðingu.
Kallað eftir djúpstæðum umbótum í Líbanon
Rauði krossinn í Líbanon fær eina milljón evra frá þýskum stjórnvöldum. Það jafngildir ríflega 160 milljónum íslenskra króna. Þessu hét Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands í heimsókn sinni til Beirút í dag.
Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér í Líbanon
Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Libanons hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Ghazi Wazni, fjármálaráðherra og Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra, tilkynntu afsögn í morgun. Nú er vitað að meir en 200 fórust í sprenginunum í höfuðborg landsins, Beirút, á þriðjudag í síðustu viku. Mikil reiði ríkir í Líbanon og enn var krafist gagngerra breytinga á stjórnarfari í mótmælum í gær.
10.08.2020 - 13:06
Reiði og vonleysi í Beirút
Nú er vitað um 154 sem létust í sprengingunni miklu í Beirút á þriðjudaginn. Auk heimamanna leita franskar og rússneskar björgunarsveitir áfram í rústum mannvirkja í borginni. Michel Aoun, forseti Líbanons útilokar ekki að flugskeyti eða sprengja hafi valdið valdið hörmungunum.
07.08.2020 - 13:37
Vaxandi reiði meðal almennings í Líbanon
Vaxandi reiði er meðal almennings í Líbanon vegna sprenginganna á þriðjudag sem urðu að minnsta 137 að fjörtjóni. Reiðin beinist gegn stjórnvöldum, sem vissu af því að tæplega 3000 tonn af stórhættulegu ammonium-nítrati væru í vörugeymslu við höfnina, en gerðu ekkert. Auk þeirra sem létust slösuðust að minnsta kosti 5000 manns, margra er enn saknað og leitað er í rústum. 
06.08.2020 - 13:26
Máttu alls ekki við þessu áfalli
Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, bjó um árabil í Beirút og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við áfallinu af sprengingunum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.
05.08.2020 - 13:06
Mikið manntjón í Beirút
Vitað er að meira en 100 létu lífið í tveimur miklum sprengingum við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Líklega hafa mun fleiri látist. Yfir fjögur þúsund særðust í sprengingunni. Margir eru alvarlega sárir.
05.08.2020 - 12:45
Friðarsamningur Ísreala og Jórdana í uppnámi
Áætlanir Ísraelsstjórnar um innlimun landssvæða á vesturbakka Jórdanár gætu stefnt friðarsamningnum við Jórdaníu í hættu. Hluti svæðisins er í Jórdandalnum við landamæri Jórdaníu.
25.06.2020 - 04:22
Tifandi tímasprengja fyrir mörg ríki í Mið-Austurlöndum
Kórónuveirufaraldurinn er tifandi tímasprengja fyrir mörg ríki í Mið-Austurlöndum. Yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir afar brýnt að bregðast við útbreiðslunni með hraði.
05.04.2020 - 13:28
Myndskeið
„Sýnir hvað fólkið er reitt“
Hundruð þúsunda Írana fylgdu hershöfðingjanum Qasem Soleimani til grafar í dag og stjórnvöld í Íran halda áfram að heita hefndum. Framkvæmdastjóri NATO biður stjórnvöld í Íran að hætta ögrunum og ofbeldi til að auka ekki á spennu í Miðausturlöndum.
06.01.2020 - 19:46
Fundu úranagnir við eftirlit í Íran
Úranagnir hafa fundist á svæðum sem ekki hafa verið tilgreind sem kjarnorkusvæði í Íran. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á kjarnorkuáætlun Írans.
11.11.2019 - 16:27
Sádar leyfa konum að ferðast án fylgdarmanns
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hyggjast heimila konum að fá vegabréf og ferðast utan landsteinanna án þess að hafa fylgdarmann með í för. Lög um fylgdarmenn hafa lengi sætt mikilli gagnrýni alþjóðasamfélagsins.
02.08.2019 - 03:15
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann
Palestínskur maður var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum er hann fór frá Gaza til Ísraels og skaut á hermennina. Tveir hermenn særðust.
Draga herlið sitt til baka frá Jemen
Her Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur verið í broddi fylkingar í flestum hernaðaraðgerðum á landi í stríði bandalags undir stjórn Sádi-Araba gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen. Furstadæmin hafa ákveðið að nú sé komið nóg og stóran hluta herliðs síns til baka.
Íranar hefja auðgun úrans í trássi við samning
Útlit er fyrir aukna spennu við Persaflóa, eftir að írönsk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust í dag hefja aftur framleiðslu auðgaðs úrans umfram heimildir kjarnorkusamkomulags frá 2015.
07.07.2019 - 11:34
Myndskeið
París Mið-Austurlanda í Listasafni Íslands
Í Listasafni Íslands stendur nú yfir sýning þar sem sjá má verk eftir fimmtán listamenn sem með einum eða öðrum hætti hverfast í kringum höfuðborg Líbanons, Beirút. Sýningin er norræn og hefur áður verið sýnd í Noregi og Svíþjóð.
26.02.2019 - 14:50
Ísraelsk flugskeyti lenda í Damaskus
Tvö ísraelsk flugskeyti lentu í kvöld nálægt alþjóðaflugvellinum í Damaskus í Sýrlandi. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir sýrlenskum ríkismiðlum. Formaður sýrlensku útlagasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights, sem fá upplýsingar frá heimildarmönnum víðsvegar um Sýrland, segir að flugskeytin hæfðu birgðastöðvar Hezbollah-samtakanna nærri flugvellinum.
26.06.2018 - 01:52
Viðtal
Konur setja börn sín inn í skápa
Aida flóttamannabúðirnar í Palestínu, nánar tiltekið á Vesturbakkanum í Bethlehem, er sá staður í heiminum þar sem mest er notað af táragasi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Berkley háskóla. Lára Jónasdóttir, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir skýrsluna geta vakið athygli þjóða heims á ástandinu á svæðinu.
Viðtal
Stórkostlegt flækjustig hinnar helgu borgar
Láru Jónasdóttur, starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem, leist ekkert á helgu borgina með hið stórkostlega flækjustig, þegar hún flutti þangað vegna vinnu sinnar. Með tímanum hefur hún fundið falda gimsteina í fjölbreytilegu mannlífinu sem á sér fáar hliðstæður í heiminum.
26.04.2018 - 10:06