Færslur: Mið-Ameríka

Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.
Átta látin af völdum hitabeltisstorms á Hispaníólu
Fellibyljir tveir fara nú hraðbyri yfir Mexíkó-flóa. Í dag varð Lára, þá með styrk hitabeltisstorms, samtals átta að bana á Haítí og Dómíníska lýðveldinu. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, eða um 150 ára skeið sem tveir fellibyljir geisa samtímis á þessum slóðum.
23.08.2020 - 22:42
Metfjöldi tilfella í Mexíkó
Metfjöldi COVID-19 tilfella á einum sólarhring greindist í Mexíkó í gær. Skráð tilfelli voru tæplega 7000. Sennilega eru þau enn fleiri því lítið er skimað í landinu. Hugo Lopez-Gatell, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneyti Mexíkó, telur að þrátt fyrir fjölgun smita sé að hægjast á faraldrinum.
10.07.2020 - 08:30
Kosta Ríka leyfir hjónabönd samkynhneigðra
Fyrstu samkynhneigðu pörin hafa verið gefin saman í Kosta Ríka. Hjónabönd fólks af sama kyni eru nú þegar leyfð í Argentínu, Brasilíu, Kolumbíu, Ekvador, Úrugvæ og á nokkrum svæðum í Mexíkó. Kosta Ríka er fyrsta Mið-Ameríkuríkið til að veita öllum jafnan rétt til að ganga í hjónaband.
27.05.2020 - 03:39
Fréttaskýring
Feðginin í Rio Grande: Áhrif átakanlegra mynda
„Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt.“ Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Skammt frá borginni rennur stórfljótið Rio Grande og handan þess eru Bandaríkin. Á mánudagsmorgun tók Le Duc átakanlega mynd sem stór hluti þeirra sem fylgjast með heimspressunni hefur líklega séð. En breytir hún einhverju?