Færslur: mezzoforte

Misskilningur að Sony hafi viljað lagið úr spilun
Talsmaður Sony hér á landi segir að fyrirtækið hafi aldrei farið fram á að lag Auðar og Mezzoforte, Hún veit hvað ég vil, yrði tekið úr spilun. Hann segir að það hafi einfaldlega ekki legið fyrir samkomulag milli Auðar, útgáfufélags hans, Mezzoforte og Hljómskálans um hvernig eiginlegri útgáfu lagsins yrði háttað og það gert aðgengilegt á streymisveitum eins og Spotify. Það hafi einfaldlega verið það sem fyrirtækið hafi viljað passa upp á.
20.02.2020 - 17:27
Tóku lag Auðar og Mezzoforte í spilun
Hún veit hvað ég vil, eitt vinsælasta lag landsins, hefur verið tekið úr spilun á Rás 2. Lagið var samstarfsverkefni Auðar og Mezzoforte fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann og hefur farið með himinskautum á öldum ljósvakans. .
20.02.2020 - 15:25
Hljómskálinn
Auður og Mezzoforte – Hún veit hvað ég vil
Ungpoppstjarnan Auður og fornfrægu fjúsongeggjararnir í Mezzoforte leiddu saman hesta sína og sömdu lagið Hún veit hvað ég vil fyrir fyrsta þáttinn í nýrri seríu af Hljómskálanum.
10.02.2020 - 13:54
Myndskeið
„Það má enginn vita að þeir séu giftir!"
„Það fer enginn í Top of The Pops nema að vera með „hit“-lag,“ segir Steinar Berg útgefandi hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem var fyrsta íslenska hljómsveitin til að „meika það“ utan landsteinanna.
09.01.2019 - 15:30
Íslenska „meikið“, pönkið og erlent sviðsljós
Í sjöunda þætti af Ágætis byrjun verður fjallað um það hvernig athygli umheimsins og áhugi á litla Íslandi spilar inn í íslenskt menningarlíf á árunujm 1978-1987. Næsti þáttur er á dagskrá Rásar 1 á laugardag kl. 17.
16.02.2018 - 16:30
Mezzoforte er fjögur horn
Í síðasta þætti ræddu þeir Eyþór og Gulli um upphafsár Mezzoforte, ævintýrið í London þegar Mezzoforte spilaði fyrst íslenskra hljómsveita í Top of the Pops hjá BBC t.d.
17.09.2017 - 13:06
Garðveisla í 40 ár og enn kemur fólk...
Þeir Gunnlaugur Briem trommari, hljómborðsleikarinn Eyþór Gunnarsson, bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson og gítarleikarinn Friðrik Karlsson voru kornungir þegar þeir byrjuðu að spila saman árið 1977.
10.09.2017 - 09:44
Garden Party flutt í Vikunni með Gísla
Hljómsveitin Mezzoforte fluttu hið víðþekkta lag, Garden Party, í Vikunni með Gísla Marteini þann 24. febrúar
24.02.2017 - 22:06
Garden Party riffið hélt vöku fyrir Eyþóri
Það er líklegt að Garden Party með Mezzoforte eigi eftir að hljóma oftar en oft áður á næsta ári þegar hljómsveitin heldur upp á 40 ára afmæli sitt. Eyþór Gunnarsson sagði frá því í Lögum lífsins í Helgarútgáfunni á Rás 2 á sunnudag hvernig hljómborðsriffið í þessu frægasta lagi Mezzoforte hélt fyrir honum vöku eitt kvöldið þegar hann var að sofna, rétt rúmlega tvítugur. 
03.10.2016 - 15:23