Færslur: ;Mexíkó

Rannsókn heitið á lestarslysi í Mexikó
Járnbrautarbrú í Mexíkóborg hrundi í gærkvöld með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 23 létust og tugir slösuðust. Þetta er mannskæðasta slys í jarðlestakerfi borgarinnar í marga áratugi.
04.05.2021 - 15:34
Þúsundir kröfðust afsagnar Mexíkóforseta
Tugir þúsunda þrömmuðu eftir breiðstrætum Mexíkóborgar í gær í einhverjum fjölmennustu mótmælum gegn forseta landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, frá því að hann tók við embætti fyrir tæpum tveimur árum. Veifaði fólk mexíkóska fánanum og krafðist hástöfum afsagnar forsetans.
04.10.2020 - 07:30
Yfir 250.000 hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 250.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku svo vitað sé og nær sex og hálf milljón manna smitast af kórónaveirunni sem veldur sjúkdómnum, samkvæmt samantekt Reuters-fréttstofunnar. Inni í þessum tölum eru öll ríki í því sem kalla má rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og suðurúr. Þar hafa um og yfir 3.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest á degi hverjum að undanförnu.
21.08.2020 - 06:42