Færslur: Mexikó

Átta fylki Mexíkó hafa lögleitt þungunarrof
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir þungunarrof á allt að tólftu viku meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá leið.
Minnst 19 fórust í bílslysi í Mexíkó
Að minnsta kosti nítján fórust og þrennt slasaðist í bílslysi í gær á þjóðveginum sem tengir Mexikóborg og borgina Puebla í miðhluta landsins.
07.11.2021 - 06:29
Kamala Harris við ólöglega innflytjendur: Ekki koma
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli sín í ræðu sem hún hélt í Gvatemala í gær sem jafnframt er fyrsta opinbera ræða hennar utan Bandaríkjanna. Í henni biður Harris þá sem hyggja á að koma ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexikó að gera það ekki. Hún segir að þeim verði snúið aftur til síns heima.
08.06.2021 - 22:56
Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Bjóða Julian Assange pólitískt hæli í Mexíkó
Stjórnvöld í Mexíkó ætla að bjóða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, pólitískt hæli þar í landi. Forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, sagði við fréttamenn í dag að hann ætlaði að biðja utanríkisráðherra landsins að ganga frá formsatriðum boðsins.
04.01.2021 - 17:13
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
Kúbanskir flóttamenn fundust í flutningabíl
Lögregla í Gvatemala fann á laugardaginn fimmtán Kúbverja sem höfðu þjappað sér saman í þröngu farmrými flutningabifreiðar.
15.06.2020 - 01:15
Ræddu baráttuna gegn glæpagengjum
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, átti fundi með ráðamönnum í Mexíkó í gær. Þar ræddu þeir leiðir gegn ofbeldisöldu glæpagengja í Mexíkó. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í síðustu viku að setja mexíkósk eiturlyfjagegni á lista yfir hryðjuverkasamtök. 
06.12.2019 - 04:25
Bein loðfíla í gildrum fornmanna
Bein að minnsta kosti fjórtán loðfíla hafa fundist í Mexíkó í gryfjum sem menn grófu fyrir um 15 þúsund árum. Tveir fílapyttir sem fundust í Tultepec norður af Mexíkóborg eru fyrstu loðfílagildrurnar sem fundist hafa. Talið er að menn hafi rekið dýrin ofan í gryfjurnar með kyndlum og pískum. Í þeim fundust um 800 mammútabein og rannsóknir á þeim gætu kollvarpað hugmyndum um veiðiaðferðir fornmanna.
07.11.2019 - 16:22