Færslur: #Metoo

Hvernig Björn Bragi snýr aftur
Björn Bragi Arnarsson skemmti fyrir fullu húsi í Gamla bíói um helgina á uppistandssýningu undir nafninu Björn Bragi Djöfulsson, tæpu ári eftir að myndband af honum káfa á 17 ára stúlku fór á kreik. Hvernig snýr svo umdeildur maður aftur, eftir að hafa verið nappaður við kynferðislega áreitni? Björn Bragi er auðvitað ekki sá fyrsti til að gera það.
Setur alþjóðlega #metoo-ráðstefnu í dag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur í dag alþjóðlega ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í Reykjavík næstu þrjá daga.
17.09.2019 - 08:52
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Paltrow lykillinn að afhjúpun Weinstein
Leikkonan Gwyneth Paltrow er sögð hafa verið lykillinn að því að bandaríska blaðinu New York Times tókst að setja saman umfjöllun um kynferðisbrot og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hún var sjálf hrædd við að koma fram undir nafni en vann að því hörðum höndum á bakvið tjöldin að telja kjark í aðrar leikkonur.
10.09.2019 - 22:18
Mál gegn Spacey mögulega fellt niður
Líkur eru á að eitt málanna sem höfðað hefur verið gegn bandaríska leikaranum Kevin Spacey vegna kynferðisbrota verði látið niður falla. Maður sem sakar Spacey um að hafa brotið gegn sér neitar að bera vitni fyrir dómstólum af ótta við að varpa sök á sjálan sig.
09.07.2019 - 05:51
Weinstein semur um háar skaðabótagreiðslur
Kvikmyndaframleiðandinn alræmdi Harvey Weinstein er sagður hafa náð samkomulagi við konur sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal gerðu Weinstein, konurnar,  stjórnarmenn í fyrrverandi kvikmyndaveri hans og skrifstofa ríkissaksóknara í New York samning um 44 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði nærri 5,5 milljarða króna í sakarkostnað og skaðabætur til kvennanna.
Kynferðisleg áreitni óalgeng í ráðuneytum
Skýrsla um #metoo-hreyfinguna og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt ríkisstjórn í gærmorgun. Þar kemur meðal annars fram að kynferðisleg áreitni er ekki mjög algeng innan ráðuneyta hér á landi.
18.05.2019 - 07:30
Alþjóðlegt samstarf nauðsyn í loftslagsmálum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alþjóðlega samvinnu grundvöll að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á í fyrirlestri í London School of Economics í gær.
03.05.2019 - 16:50
Frakkland
447 sektir á 8 mánuðum fyrir kynferðisáreitni
Franskir dómstólar hafa á síðustu átta mánuðum staðfest 447 sektardóma vegna kynferðislegrar áreitni á almannafæri og þar með sektargreiðslur sem nema allt að 750 evrum, jafnvirði ríflega 100.000 króna, fyrir brotin. Ný löggjöf sem ætlað er að hamla gegn kynferðislegri áreitni á götum úti og í almannarými tók gildi í Frakklandi í ágúst í fyrra.
01.05.2019 - 06:25
Ágúst Ólafur snýr aftur á þing
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar, sem verið hefur í leyfi síðan í byrjun desember, snýr aftur til þingstarfa á fimmtudaginn, 2. maí. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að trúnaðarnefnd flokksins áminnti hann. Tilefnið var samskipti við konu í miðborg Reykjavíkur vorið 2018.
30.04.2019 - 14:07
Dómari lokar réttarsalnum í máli Weinstein
Dómari í New York ákvað í dag að málflutningur í máli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein yrði lokaður þar sem Weinstein ætti rétt á réttlátri málsmeðferð og hlutlausum kviðdómi. Bæði saksóknari í málinu og verjandi Weinsteins fóru fram á það að málflutningurinn yrði lokaður.
26.04.2019 - 16:53
Pistill
Sænska þjóðin í uppnámi eftir heimildarmynd
Ég hafði aldrei heyrt um Josefin Nilsson þegar ég ákvað að horfa á heimildarmynd um hana sem sænska ríkissjónvarpið hefur nú í sýningu. Það eina sem ég vissi var að myndin setti af stað einhvers konar atburðarás sem leiddi til þess að leikhússtjóra leikhússins Dramaten í Stokkhólmi var sagt upp.
11.04.2019 - 16:16
Biden sakaður um ósæmilega hegðun
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, var í dag sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart frambjóðanda í ríkisstjórakosningum í Nevada árið 2014. Lucy Flores, sem sóttist eftir embætti vararíkisstjóra fyrir hönd Demókrata í Nevada árið 2014, segir Biden hafa gefið sér óviðeigandi koss fyrir kosningafund.
30.03.2019 - 01:37
Viðtal
Verri staða hjá þolendum kynferðisofbeldis
Þolendur kynferðisbrota hafa mun verri réttarstöðu hér á landi en víðast annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta segir sérfræðingur í réttarfélagsfræði. Það geti verið þolendum mjög þungbært að fá ekki upplýsingar um stöðu rannsóknar á kynferðisbroti.
29.03.2019 - 19:26
Vilja að verjandi Weinsteins verði rekinn
Stúdentar við lagadeild Harvard-háskóla krefjast þess að einn af forsetum lagadeildarinnar verði rekinn eftir að hann tók að sér að verja kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem er ákærður fyrir að beita tvær konur kynferðislegu ofbeldi.
17.03.2019 - 16:35
Sláandi hve margir læknar verða fyrir áreitni
Sláandi er að 7 prósent kvenlækna hér á landi hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni á haustmánuðum, er haft eftir Ölmu Möller, Landlækni, í Læknablaðinu sem kom út í gær.
06.02.2019 - 09:04
Ingibjörg Sólrún vildi ekki Jón í heiðurssæti
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti Jóni Baldvin Hannibalssyni stólinn fyrir dyrnar þegar hann átti að skipa heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar 2007. Ástæðan var ósæmileg bréf sem hann skrifaði kornungri frænku konu sinnar.
04.02.2019 - 20:45
Hafa birt 23 metoo-sögur af Jóni Baldvini
Hópur kvenna hefur birt 23 metoo-sögur af Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Í yfirlýsingu segir að þær vilji gera sögurnar opinberar í anda metoo-bylgjunnar sem hefur farið yfir heiminn.
04.02.2019 - 09:38
Jón Baldvin: Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir sögur kvenna um vítaverða hegðun hans gagnvart kvenþjóðinni ýmist hreinan uppspuna eða þvílíka skrumskælingu á veruleikanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Baldvins sem birt er í Fréttablaðinu í dag.
19.01.2019 - 04:14
Plötusamningi við R. Kelly rift
Bandaríska hljómplötuútgáfan Sony Music hefur rift plötusamningi við tónlistarmanninn R. Kelly. Frá þessu var greint í tímaritunum Variety og Billboard í dag. Þetta gerðist eftir að heimildarþátturinn Surviving R. Kelly var sýndur þar sem hann var sakaður um að hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi.
18.01.2019 - 22:47
Viðtal
Segir Jón hafa misnotað stöðu sína í sendiráði
Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa nýtt bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Með því hafi hann misnotað stöðu sína sem sendiherra til þess að reka persónuleg erindi. Aldís segir frá þessu í samtali í við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun.
17.01.2019 - 08:36
Vill skoða afnám fyrningar kynferðisbrota
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, vill skoða þá hugmynd hvort að breyta eigi lögum þannig að kynferðisbrot fyrnist ekki. Kynferðisbrot fyrnast á tveimur til fimmtán árum og er þá miðað við alvarleika brotsins. Kynferðisbrot gegn börnum fyrnast ekki.
Fleiri konur segja Jón Baldvin hafa áreitt sig
Í dag höfðu tólf konur sagt frá kynferðislegir áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, á lokaðri Facebook síðu. Jón Baldvin tjáir sig ekki um málið. Enn eru að bætast við frásagnir, eftir að Stundin birti umfjöllun um málið á föstudag. 
14.01.2019 - 19:14
Upptaka
300 í #metoo-hópi um Jón Baldvin
Um 300 hafa gengið í #metoo hóp á Facebook þar sem fjallað er um Jón Baldvin Hannibalsson, þolendur, aðstandendur þeirra og stuðningsfólk. Tvær konur sem sagt hafa sögu sína segja að hann sé hættulegur og þær hafi viljað vara við honum. Þær segja að mikil breyting hafi orðið á síðustu árum í umræðu um kynbundið ofbeldi og áreitni sem geri að verkum að þolendum sé trúað frekar en áður var.
14.01.2019 - 09:22
Stofnuðu #metoo hóp á Facebook um Jón Baldvin
Sögur að minnsta kosti átta kvenna hafa verið birtar í nýstofnuðum hópi á Facebook,sem ber nafnið #metoo Jón Baldvin Hannibalsson. Konurnar saka þar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru á unglingsaldri. Nokkrar frásagnirnar í hópnum eru frá þeim tíma þegar Jón Baldvin var skólameistari á Ísafirði á áttunda áratugnum.
12.01.2019 - 19:41