Færslur: MeToo

Fyrrum forsætisráðherra greinir frá áreitni
Helle Thorning-Schmidt, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að umræða um kynferðisbrot gegn konum fjari ekki út. Hún sendi í morgun frá sér bók um #metoo-byltinguna þar sem hún greinir frá því að fyrrum forseti Frakklands, Valéry Giscard d´Estaing, hafi þuklað á henni í kvöldverði.
Viðtal
Klara Bjartmarz segir ekki ástæðu til að segja upp
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að fráfarandi stjórn hafi ekki gert þá kröfu að hún segði upp. Boðað verður til aukaþings og verður það haldið fjórum vikum eftir að boðað er til þess. Stjórnin muni sitja áfram fram að aukaþingi. Klara hefur starfað hjá KSÍ frá 1994 og verið framkvæmdastjóri frá 2015. „Ég klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ segir Klara.
30.08.2021 - 22:41
Innlent · #Metoo · MeToo · KSÍ
Kastljós
Ekki mannréttindi að vera í sjónvarpi
Það eru forréttindi en ekki mannréttindi að vera í sjónvarpi eða starfa sem tónlistarmaður, sagði Edda Falak, fjármálafræðingur, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjóri, í Kastljósi í kvöld. Hún sagði að það væri ekki útskúfun þótt svo einstaklingar sem brytu gegn öðrum störfuðu ekki áfram á opinberum vettvangi, gerendur gætu fundið sér önnur störf þar sem þeir stuðuðu þolendur sína ekki.
17.08.2021 - 20:46
Ríkisstjóri sakaður um ósæmilegt athæfi
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, áreitti fjölda kvenna kynferðislega, þar á meðal samstarfskonur sínar. Óháð rannsókn á framferði hans leiddi þetta í ljós. 
03.08.2021 - 16:42
Morgunútvarpið
Réttarkerfið vanmáttugt en hefur þó batnað
Það sem einkum einkennir aðra bylgju MeToo-byltingarinnar er það að konur sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti eru að koma fram og nefna gerendur, nokkuð sem ekki hefur sést áður.
07.07.2021 - 09:12
Sjónvarpsfrétt
Biðlisti hjá Stígamótum þrefaldast á tveimur vikum
Biðlisti eftir aðstoð hjá Stígamótum hafa þrefaldast frá því ný bylgja #metoo hófst - með frásögnum hundraða kvenna af ofbeldi sem þær urðu fyrir. „Þetta höfum við séð gerast margoft áður en kannski ekki með jafn miklum þunga og í þetta skipti,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
16.05.2021 - 22:21
Ákvörðun Kolbeins kom Bjarkeyju á óvart
Ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna um að draga framboð sitt til baka, var hans ákvörðun og fer í ferli innan þingflokks Vinstri grænna, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
12.05.2021 - 08:33
Sjötta ásökunin gegn Cuomo birtist í gær
Alvarlegasta ásökunin til þessa í garð Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York í Bandaríkjunum, birtist í blaðinu The Times Union of Albany í gær. Haft er eftir konu, sem vill ekki láta nafns síns getið, að Cuomo hafi lokað að þeim, fært hendur sínar inn undir bolinn hennar og byrjað að fitla við hana. Þetta er sjötta konan sem ásakar Cuomo um kynferðislega áreitni.
11.03.2021 - 06:45
Þriðja konan sakar Cuomo um kynferðislega áreitni
Þriðja konan gaf sig fram í gær og greindi frá kynferðislegri áreitni Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, gegn sér. Anna Ruch segist hafa hitt Cuomo í brúðkaupsveislu haustið 2019. Þar snerti Cuomo bert mjóbak hennar og bað um að fá að kyssa hana. Ruch segist hafa ýtt ríkisstjóranum frá sér.
02.03.2021 - 16:27
Önnur kona sakar Cuomo um kynferðislega áreitni
Charlotte Bennett kom fram í bandarískum fjölmiðlum í gær og greindi frá kynferðislegri áreitni Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, í hennar garð. Bennett var aðstoðarkona Cuomos. Hún segir hann hafa áreitt sig í fyrravor.
28.02.2021 - 04:18
Borgarstjóri krefst rannsóknar á ríkisstjóra
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, bættist í hóp þeirra sem krefjast ítarlegrar rannsóknar á ásökunum í garð ríkisstjórans Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, fyrrverandi aðstoðarkona Cuomos, sakar hann um fjölda brota á meðan hún vann fyrir hann frá árinu 2015 til 2018.
26.02.2021 - 07:02
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Heimskviður
Ræðan sem ýtti af stað annarri #metoo-bylgju
Önnur #metoo-bylgja ríður nú yfir Danmörku. Á annað þúsund konur í fjölmiðlum þar í landi lýsa yfir stuningi við nýlega frásögn Sofie Linde af áreitni og misrétti í starfi sínu. Allir virðast sammála um að kynbundið misrétti og áreitni eigi ekki að viðgangast í Danmörku en það virðist hægara sagt en gert að uppræta það.
22.09.2020 - 07:00
Segir Weinstein hafa níðst á varnarlausum konum
Saksóknarar lýstu kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weistein sem skepnu og nauðgara sem misbeitti valdi sínu sem stórlax í kvikmyndabransanum til að níðast á ungum leikkonum. Þetta sögðu þeir í opnunarræðum sínum í réttarhöldunum yfir Weinstein í dag.
22.01.2020 - 20:59