Færslur: #Metoo

Nokkrar konur saka Marilyn Manson um gróft ofbeldi
„Maðurinn sem beitti mig ofbeldi er Brian Warner, einnig þekktur sem Marilyn Manson." Þannig hefst færsla bandarísku leikkonunnar Evan Rachel Wood sem hún birti í gær. Wood hefur áður sagt frá ofbeldisverkum Warners, en án þess að geta nafns hans.
02.02.2021 - 03:23
Viðtal
Eini nándarþjálfinn á Íslandi
„Það vill enginn lenda í óþægilegri stöðu. Það er heldur enginn að reyna það en það getur allt gerst ef það er ekki hugsað út í þessa hluti,“ segir Kristín Lea Sigríðardóttir, sem tekið hefur að sér að leiða unga sem aldna leikara í gegnum viðkvæmustu senurnar á tökustað.
Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum til Landsréttar
Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar tveggja og hálfs árs skilorðsbundnum fangelsisdómi sem hann fékk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta staðfestir Björgvin Jónsson, lögmaður hans, í samtali við fréttastofu. Jón Páll var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í útlöndum sumarið 2008.
01.12.2020 - 22:47
#metoo-listaverk kveikir umræðu um klám og klassík
Sagan af Medúsu hefur verið á allra vörum í New York síðustu daga. Nýtt útilistaverk sem hugsað var sem innlegg í #metoo-umræðuna hefur skapað heitar deilur um gæði listaverka, klám, klassík og skapahár svo eitthvað sé nefnt.
25.10.2020 - 14:16
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér
Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, tilkynnti í morgun að hann segði af sér og hætti þátttöku í stjórnmálum. Jensen hefur viðurkennt að hafa áreitt konur kynferðislega og beðist afsökunar. Tilkynning Jensens kom á óvart því að hans sögn studdi yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnarflokks Jafnaðarmanna hann á fundi í gærkvöld.
Krísufundur hjá Ekstra Bladet eftir bréf 46 kvenna
Krísufundur var hjá danska götublaðinu Ekstra Bladet í kvöld eftir bréf 46 kvenna sem birtist í Politiken Þar lýstu konurnar meðal annars kynbundinni áreitni á ritstjórninni. Þetta væru til að mynda niðurlægjandi brandarar, dónalegir tölvupóstar og kynferðisleg áreitni sem væri oft á mörkum þess að vera árás. „Ég hef bæði verið heyrnarlaus og blindur,“ segir ritstjóri blaðsins.
23.09.2020 - 21:07
Hljóð
Danmörk: Um 700 fjölmiðlakonur fordæma kynjamisrétti
Hundruð kvenna, sem starfa við fjölmiðla í Danmörku, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem kynjamisrétti er fordæmt. Hún er sett fram sem stuðningsyfirlýsing við fjölmiðlakonuna Sofie Linde sem nýlega talaði opinskátt um kynjamisrétti í stéttinni í skemmtiþætti.
12.09.2020 - 12:23
Erlent · Evrópa · Danmörk · #Metoo
Sýnir feðraveldinu og eineltishrottum fingurinn
Fiona Apple var beitt grófu kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 12 ára. Hún hefur glímt við átröskun og geðraskanir og átt í stormasömu ástarsambandi við nafntogaða einstaklinga sem hún vill sem minnst vita af í dag. Á nýjustu plötu tónlistarkonunnar skýtur hún föstum skotum á fortíðina, feðraveldið og ofbeldismenningu og gagnrýnendur halda ekki vatni af hrifningu.
19.05.2020 - 13:33
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.
Lestin
„Ekki vera eins og Dixie Chicks“ 
Þær eru Grýlusagan úr kántríheiminum sem allir vildu forðast. Í dag eru þær meðal áhrifamestu tónlistarmanna Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki gefið út nýtt lag í 14 ár – þar til á fimmtudaginn var.
07.03.2020 - 13:36
Lestin
„Þessi saga er ekki bara um Harvey Weinstein“
Mál kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein varð kveikjan að #metoo-hreyfingunni fyrir rúmlega tveimur árum og nú hefur hann loks verið sakfelldur. Menningarleg úrvinnsla á atburðunum sem bylgjan hrinti af stað er nú í fullum gangi í bókum, kvikmyndum og sjónvarpi.
05.03.2020 - 14:19
Málflutningi að ljúka í réttarhöldum gegn Weinstein
Vonast er til að málflutningi ljúki í réttarhöldunum yfir bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein síðar í þessari viku með lokaorðum verjenda hans og saksóknara. Weinstein hefur ekkert farið í vitnastúkuna í réttarhöldunum, sem hófust 22. janúar. 
11.02.2020 - 20:34
Vitni gegn Weinstein fékk taugaáfall
Gera varð hlé á réttarhöldunum yfir bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein í gær eftir að eitt vitnanna gegn honum fékk taugaáfall í vitnastúku. Vitnið er önnur tveggja kvenna sem höfðuðu mál gegn Weinstein fyrir að hafa brotið á þeim kynferðislega.
Segir Weinstein hafa níðst á varnarlausum konum
Saksóknarar lýstu kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weistein sem skepnu og nauðgara sem misbeitti valdi sínu sem stórlax í kvikmyndabransanum til að níðast á ungum leikkonum. Þetta sögðu þeir í opnunarræðum sínum í réttarhöldunum yfir Weinstein í dag.
22.01.2020 - 20:59
Dómari hafnar beiðni Weinstein og segist ekki vanhæfur
James Burke, dómari á Manhattan, hefur hafnað beiðni Harvey Weinstein um að segja sig frá kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans þar sem hann sé vanhæfur. Burke húðskammaði Weinstein í réttarsal í vikunni fyrir að vera stanslaust í símanum og hótaði að stinga honum í steininn fyrir að virða ekki reglur dómstólsins.
09.01.2020 - 23:11
Orrahríð á fyrsta degi réttarhaldanna yfir Weinstein
Verjendur bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein og saksóknarar í málinu gegn honum létu þung orð falla á fyrsta degi réttarhaldanna sem hófust á Manhattan í dag. Saksóknari lýsti hegðun verjenda Weinsteins sem andstyggilegri. Hún hefði verið auðmýkjandi og niðurlægjandi fyrir þær konur sem sakað hafa Weinstein um kynferðisbrot.
06.01.2020 - 18:18
Weinstein lýsti sjálfum sér sem gleymdum manni
Hópur bandarískra leikkvenna segir að bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann muni gleymast. Hann verði alltaf maðurinn sem misþyrmdi konum en sýndi aldrei neina iðrun. „Við neitum að leyfa kynferðisbrotamanni að endurskrifa sögu sína,“ segir í yfirlýsingu hópsins sem birtist á Twitter-síðu Time's Up-hreyfingarinnar.
16.12.2019 - 14:50
Weinstein samdi um greiðslu 25 milljóna Bandaríkjadala
Harvey Weinstein hefur náð samkomulagi við lögmenn ríflega þrjátíu kvenna sem höfðuðu mál á hendur honum vegna kynferðisbrota. Lögmaður leikkonu í þessum hópi staðfesti þetta í samtali við AFP-fréttastofuna í gær. Samkomulagið kveður á um að Weinstein greiði konunum 25 milljónir Bandaríkjadala, ríflega þrjá milljarða króna, sem þær skipta á milli sín, gegn því að þær felli niður allar kærur á hendur honum.
12.12.2019 - 02:42
Myndskeið
„Ánægður að vera fjandans fógetinn í þessum skítabæ“
Í kringum síðustu aldamót keypti Disney framleiðslufyrirtækið Miramax. Fyrirtækið var þó enn undir stjórn bræðranna Bobs og Harveys Weinstein sem voru gríðarlega valdamiklir. Einhverju sinni tók Harvey slúðurblaðamann hálstaki fyrir framan ótal ljósmyndara en tókst samt að koma í veg fyrir að það færi í fjölmiðla.
13.11.2019 - 14:03
Frönsk kona sakar Polanski um nauðgun
Frönsk kona sakar kvikmyndaleikstjórann Roman Polanski um að hafa nauðgað sér árið 1975, þegar hún var 18 ára gömul. Þessu greinir konan frá í viðtali við franska dagblaðið Le Parisien. 
09.11.2019 - 07:35
Óvissa um skyldur stjórnenda í metoo-málum
Lögmaður Borgarleikhússins segir dóm héraðsdóms í máli Atla Rafns Sigurðarsonar skapa óvissu um skyldur stjórnenda á almennum vinnumarkaði þegar mál af þessu tagi komi upp.
31.10.2019 - 13:59
Myndskeið
Segir tjón Atla meira en það sem dómurinn bæti
Leikfélag Reykjavíkur og Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, með uppsögn hans úr Borgarleikhúsinu árið 2017 og voru í dag dæmd til að greiða honum bætur. Lögmaður Atla segir dóminn ekki geta bætt það tjón sem málið hafi valdið honum.  
Reglur brotnar og vegið að æru Atla Rafns
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur fóru á svig við lög og reglur þegar Atla Rafni Sigurðarsyni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Uppsögnin hafi verið til þess að vega að æru og persónu Atla Rafns.