Færslur: #Metoo

Sjónvarpsfrétt
Valdaójafnvægi þema Druslugöngunnar í ár
Fjöldi fólks kom saman í dag og sýndi þolendum kynferðisofbeldis samstöðu í Druslugöngunni. Hún var haldin í 10. sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Áhersla var lögð á valdaójafnvægi.
Kevin Spacey neitar sök í kynferðisbrotamálum
Bandaríski leikarinn og óskarsverðlaunahafinn Kevin Spacey mætir fyrir breska dómsstóla í dag, fimmtudag. Spacey var ákærður í maí fyrir fjögur kynferðisbrot þar í landi, gegn þremur mönnum. Hann neitar sök í öllum málunum.
Arnar Grant vísar ásökunum um fjárkúgun á bug
Arnar Grant vísar á bug ásökunum um að hann hafi gerst sekur um að beita þrjá áhrifamenn í viðskiptalífinu fjárkúgun. Þetta gerir hann í yfirlýsingu til fréttastofu.
29.06.2022 - 12:41
Kæra Vitalíu og Arnar Grant fyrir kúgunartilraun
Þrír menn á miðjum aldri sem sakaðir voru um kynferðisbrot gegn ungri konu í hlaðvarpsþætti í ársbyrjun eru sagðir hafa kært konuna fyrir tilraun til fjárkúgunar. Líkamsræktarþjálfari mannanna, sem átti í ástarsambandi við konuna, er einnig kærður fyrir aðild að kúgunartilrauninni. Fréttablaðið greinir frá.
6 af hverjum 10 telja #metoo umræðu jákvæða
Þetta eru niðurstöður könnunar um kynin og vinnustaðinn sem birt var í dag. Fjórðungur kvenna og fimmtungur karla telur að ekki hafi verið tekið vel á #metoo-málum á þeirra vinnustað. Hinsegin fólk upplifir oftar erfið samskipti og viðhorf heldur en þau sem eru gagnkynhneigð.
08.06.2022 - 12:37
Frosti gengst við lýsingu á hegðun sinni
Frosti Logason, tónlistar-og dagskrárgerðarmaður, segir í færslu á Facebook í kvöld að hann gangist við þeirri hegðun sem fyrrverandi kærasta hans hafi lýst í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Eigin konur fyrr í dag. Hann taki fulla ábyrgð og rengi ekki upplifun hennar.
16.03.2022 - 21:25
Vill uppræta kynferðislega áreitni á Landspítalanum
Forstjóri Landspítalans áformar að uppræta kynferðislega áreitni og mismunun á spítalanum. Könnun meðal almennra lækna sýndi að 17 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Forstjórinn segir ekki þol fyrir óviðeigandi samskiptum.
07.03.2022 - 12:33
Pétri vikið úr Buff og Dúndurfréttum
Hljómsveitirnar Buff og Dúndurfréttir tilkynntu í dag að Pétur Örn Guðmundsson væri ekki lengur meðlimur hljómsveitanna. Þetta gerðu hljómsveitirnar nokkrum klukkustundum eftir að Elísabet Ormslev söngkona lýsti því í viðtali í Fréttablaðinu hvernig Pétur hefði hafið samband við sig þegar hún var 16 ára en hann 38 ára.
26.02.2022 - 17:48
Innlent · MeToo · #Metoo
Okkar á milli
„Þetta er fyrsta sinn sem ég tala um þetta opinberlega“
„Við vissum eftir því hvernig strákurinn öskraði hvað hann fékk,“ segir Peter Salmon sem var beittur skelfilegu ofbeldi þegar hann var nemandi í kaþólskum skóla á Bretlandi. Hann var áreittur kynferðislega sjö ára gamall og dáist að þeim konum sem stigið hafa fram í #metoo-byltingunni.
10.02.2022 - 10:08
Perú
Ásakanir um heimilisofbeldi felldu forsætisráðherra
Pedro Castillo, forseti Perú, hefur rekið forsætisráherra sinn, aðeins þremur dögum eftir að hann skipaði hann í embættið. Ástæðan er sú að forsætisráðherrann, Héctor Valer, var ásakaður um alvarlegt heimilisofbeldi árið 2016.
05.02.2022 - 06:21
Hættir sem forstjóri Skeljungs í skugga ásakana
Árni Pétur Jónsson tilkynnti í dag að hann hættir sem forstjóri Skeljungs. Hann segir að þetta sé vegna lýsinga konu á samskiptum þeirra fyrir sautján árum, hann hafi þá verið yfirmaður hennar í öðru fyrirtæki. Árni Pétur segir að konan saki sig ekki um ofbeldi, áreiti eða brot gegn lögum heldur snúi málið að valdaójafnvægi og aldursmun.
04.02.2022 - 17:48
Víkur og hótar Vikunni lögsókn
Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur nú vikið úr starfi vegna ásakana barnsmóður hans um andlegt og líkamlegt ofbeldi.
03.02.2022 - 10:45
Spegillinn
Fyrst brýtur gerandinn á þeim og svo réttarkerfið
Þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram undanfarið og greint frá ofbeldi af ýmsum toga. Yfirleitt greina þolendur frá reynslu sinni á samfélagsmiðlum, ýmist nafnlaust eða undir nafni. Lögmaður sem hefur haft fjölda kynferðisbrota til meðferðar segir að þolendur upplifi oft á tíðum að það sé brotið tvisvar á þeim, fyrst af geranda þeirra, og svo af réttarkerfinu.
Liðsmaður Gagnamagnsins gengst við ásökunum um ofbeldi
Stefán Hannesson, liðsmaður Gagnamagnsins sem keppti með Daða Frey í Eurovision á síðasta ári, gengst við því á Twitter-síðu sinni að hafa beitt þáverandi kærustu sína ofbeldi fyrir tæpum níu árum. Hann segir þetta ekki hafa verið í fyrsta skipti sem hann hafi beitt ofbeldi því það hafi einnig átt sér stað í fyrsta sambandi hans. „Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði á hverjum degi,“ skrifar Stefán á Twitter-síðu sinni.
22.01.2022 - 08:30
Spyr hvers vegna listamenn eiga síður að sæta ábyrgð
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur hafið endurskoðun á lögum um heiðurslaun listamanna líkt og stefnt var að. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, sem sæti á í nefndinni, segir tilgang heiðurslauna óljósan.
18.01.2022 - 16:20
Frávísun í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd staðfest
Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku frávísun Landsréttar á máli leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Atli Rafn krafðist þess að fá afhentar upplýsingar frá Leikfélagi Reykjavíkur sem urðu þess valdandi að honum var sagt upp störfum í tengslum við Metoo-byltinguna fyrir nokkrum árum.
17.01.2022 - 11:54
Sjónvarpsfrétt
Aukning til Bjarkarhlíðar — Metoo hafi áhrif á flesta
Á tveimur árum hefur aðsókn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, nær tvöfaldast og allt að mánaðarbið er eftir fyrsta viðtali. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir að það skýrist meðal annars af þolendabylgjum, sem hafi áhrif á flestar konur með sögu um ofbeldi.
12.01.2022 - 21:53
Innlent · #Metoo · MeToo
Kastljós
Segir að fyrirtækin hefðu þurft að bregðast fyrr við
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, segir það hafa skaðað þau fyrirtæki - sem tengjast þeim mönnum sem vikið var úr störfum og stjórnum vegna ásakana um kynferðisbrot og ósæmilega hegðun - að hafa ekki brugðist við fyrr.
12.01.2022 - 20:43
Lestin
Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus
„Maður heyrir fræga karla mála sig sem fórnarlömb umræðunnar,“ segir Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, sem rannsakað hefur orðaforða metoo-byltingarinnar. Hugtökin sem verða til innan innan femíniskra hreyfinga geta orðið grundvöllur breytinga, tól til að tala um óréttlæti og afhjúpa það, en hætta er á að þau verði bitlaus og þeim snúið upp í andhverfu sína.
12.01.2022 - 14:41
Spegillinn
Ekki hægt að þegja af sér málin lengur
Það hefur gustað um atvinnulífið undanfarið eftir að fimm menn sem eru áhrifamenn í stjórnum stórra fyrirtækja og áberandi í þjóðlífinu hrökkluðust frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot. Í málum sem þessum leita fyrirtæki og stjórnendur þeirra gjarnan til almannatengla.
12.01.2022 - 09:05
Margir bændur ósáttir við viðbrögð stjórnar Íseyjar
Skiptar skoðanir eru meðal kúabænda um viðbrögð stjórnar Íseyjar við ásökunum ungrar konu á hendur fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sumum finnst að stjórnin hefði mátt bregðast fyrr við, þar á meðal er Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum við Hrútafjörð. Óskað verði eftir skýringum á næsta aðalfundi Auðhumlu.
11.01.2022 - 13:34
Sjónvarpsfrétt
Kallar eftir stórum og hröðum skrefum í þágu þolenda
Dómsmálaráðherra segir óásættanlegt hvað fá kynferðisafbrotamál komi upp á yfirborðið. Frumvarp með það að markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola verði lagt fram í mánuðinum. Talskona Stígamóta segir að það þurfi að taka stór og hröð skref í þessum efnum, til að réttarkerfið haldi í við Metoo byltinguna.
10.01.2022 - 19:36
Kaupfélag Skagfirðinga hættir samstarfi við Arnar Grant
Kaupfélag Skagfirðinga ákvað að taka próteindrykkinn Teyg úr framleiðslu og sölu. Drykkurinn var framleiddur í samstarfi við Arnar Grant, sem þróaði hugmyndina að drykknum ásamt Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, staðfesti við Stundina í dag að þetta væri vegna frásagnar Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur.
10.01.2022 - 17:16
Viðtal
Erfitt að lesa í lagalega þýðingu tjákna
Engin lagaákvæði eru til um stöðu læksins og erfitt að lesa lagalega í þýðingu tjákna á samfélagsmiðlum að sögn Þóru Hallgrímsdóttur, kennara við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún segir þetta þó tengjast stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga til tjáningar.
10.01.2022 - 16:11
Ara Edwald sagt upp störfum
Ara Edwald hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags samvinnufélagsins Auðhumlu, og hefur uppsögnin þegar tekið gildi. Þetta kemur fram í bréfi frá stjórn fyrirtækisins til bænda og annarra félagsmanna í Auðhumlu.
09.01.2022 - 23:14