Færslur: #Metoo

Vill fá aðra lögmenn sem geta sinnt málunum að fullu
Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður segist nú vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla hans. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var lögmaður Ingólfs, en þeirra samstarfi er nú lokið. Ingólfur segist vilja hafa lögmenn sem geti sinnt málum sínum að fullu, en þau séu orðin of yfirgripsmikil fyrir einn mann að sinna ásamt öðrum verkefnum.
Segir sig frá máli Ingólfs
Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur sagt sig frá máli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar.
Ætla ekki að biðjast afsökunar eða borga miskabætur
Ekkert þeirra þriggja sem hafa fengið kröfubréf frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni ætla að biðjast afsökunar eða greiða miskabætur. Einn þeirra segist hlakka til að mæta Ingólfi í dómsal. Kröfurnar þrjár nema tæpum níu milljónum króna.
Sjónvarpsfrétt
Þingmaður vill aukið tjáningarfrelsi og vernda þolendur
Þingmaður Pírata vill breyta lögum til að vernda þolendur og tjáningarfrelsið. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan kostnað fyrir þau sem Ingólfur Þórarinsson hefur stefnt fyrir dóm. Tónlistarmaðurinn krefst milljóna í bætur frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. 
Einnig tilbúinn að greiða miskabætur
Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða miskabætur fyrir öll þau sem leita til hans í tengslum við mál Ingólfs Þórarinssonar. Áður hafði hann boðist til að greiða lögfræðikostnað fyrir þau sem til hans myndu leita í tengslum við það mál.
Krefst milljóna í bætur og afsökunarbeiðni innan viku
Ingólfur Þórarinsson krefst milljóna í miskabætur og afsökunarbeiðna frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. Að minnsta kosti ein kæra barst rétt fyrir hádegi í dag. Í henni er blaðamanni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni. Auðugur frumkvöðull bauðst í gærkvöld til að greiða málskostnað allra þeirra sem Ingólfur hefur kært.
Myndskeið
Kærir nafnlausar sögur um Ingó veðurguð til lögreglu
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, hefur fyrir hönd skjólstæðings síns kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fimm verið sent kröfubréf vegna ummæla á netinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta meðal annars blaðamenn, áhrifavaldur sem látið hefur til sín taka í seinni #metoo-bylgjunni og fólk sem sakaði Ingólf um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfi fjölmiðla.
Ætla að sannreyna undirskriftir til stuðnings Ingó
Líkt og venjan er verður Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum haldin um verslunarmannahelgina í ár og eflaust margir skemmtanaþyrstir landsmenn sem gleðjast yfir því eftir að hátíðin í fyrra féll niður sökum samkomubanns og heimsfaraldurs. Undanfarna daga hefur skipulag Þjóðhátíðar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að afbóka tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson.
07.07.2021 - 14:28
„Ekki hægt að taka fólk úr umferð án dóms og laga“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að einstaklingar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi telji sig knúna til að fara með vanda sinn til dómstóls götunnar vegna þess að dómskerfið hafi brugðist. Þetta hafi leitt til þess að einstaklingar séu teknir úr umferð án þess að þeir komi fyrir dómstól og svari fyrir þau meintu brot sem þeir eru sagðir hafa framið. „Og mér finnst ekki hægt að taka fólk úr umferð án dóms og laga.“
06.07.2021 - 14:15
Segir ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar hafa komið á óvart
Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, segist vera ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar og að hún hafi komið honum á óvart. Hann segist ætla að ráðfæra sig við fólk í kringum sig hvort hann krefji nefndina um bætur. „Ég þarf að bregðast við á einhvern hátt.“
05.07.2021 - 16:03
Ingó kemur ekki fram á Þjóðhátíð í Eyjum
Ingólfur Þórarinsson mun hvorki stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal né koma fram á hátíðinni í ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd. „Þessi ákvörðun svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.“
05.07.2021 - 11:56
Fjöldi ásakana á hendur Ingó og nefndin svarar engu
Aðgerðarhópurinn Öfgar birti um helgina nafnlausar frásagnir yfir tuttugu kvenna þar sem þær greina frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu þekkts tónlistarmanns. Sá tónlistarmaður er Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Hann er aldrei nafngreindur í frásögnunum. Formenn Þjóðhátíðarnefndar hafa ekki látið ná í sig alla helgina, en Ingólfur á að stjórna brekkusöngnum á næstu þjóðhátíð í Eyjum.
04.07.2021 - 14:45
Yfir 130 konur krefjast þess að Ingó spili ekki í Eyjum
Undirskriftarlisti með yfir 130 nöfnum íslenskra kvenna var sendur til Þjóðhátíðarnefndar ÍBV þar sem því er mótmælt að Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, stjórni brekkusöngnum á Þjóðhátíð. Konurnar krefjast þess að nefndin svari því hvernig það sé réttlætanlegt að ráða „meinta kynferðisbrotamenn” til að spila á Þjóðhátíð. Ingólfur segist vita hver hann er og ætli að halda sínu striki.
02.07.2021 - 16:02
„Í rauninni var Cosby sakfelldur“
Ákvörðun hæstaréttar í Pennsylvaníu um að láta bandaríska leikarann Bill Cosby lausan hefur mætt mikilli reiði í Bandaríkjunum. Lögmaður segir mikilvægt að muna að hann hafi ekki verið sýknaður.
01.07.2021 - 22:38
Kastljós
Slaufunarmenning og dómstólar götunnar
„Cancel culture“ eða slaufunarmenning hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við #metoo-bylgjuna. Áhrifin af slíkri slaufun geta verið víðtæk og áhrifarík. Kastljós fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, baráttukonu gegn kynferðislegu ofbeldi, og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði, til að spjalla um þetta eldfima málefni.
Kastljós
24 kynferðisbrotamál þegar umræðan stóð sem hæst
Tilkynnt hefur verið um níu hópnauðganir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári. Í maí, þegar Me too-bylgjan stóð sem hæst bárust 24 mál til neyðarmóttökunnar, mál sem flest voru innan við sólarhringsgömul.
Auður verður ekki á tónleikum Bubba
Bubbi Morthens tilkynnti á Twitter í gærkvöld að tónlistarmaðurinn Auður komi ekki fram á tónleikum hans í næstu viku. Auður átti að vera á meðal þriggja sérstakra gesta, en nafn hans hefur nú verið tekið burt af miðasöluvefnum Tix.is. Þær Bríet og GDRN verða sérstakir gestir á tónleikum Bubba í Hörpu 16. júní.
08.06.2021 - 02:11
Auður viðurkennir að hafa farið yfir mörk konu
Tónlistarmaðurinn Auður segist hafa farið yfir mörk konu án þess að átta sig á því fyrr en á síðari stigum. Hann ætlar ekki að taka þátt í verkefnum á meðan hann leitar sér hjálpar.
07.06.2021 - 19:19
Hugleiða eigin hegðun í ljósi metoo-umfjöllunarinnar
Önnur bylgja #metoo sem hófst hér á landi í síðasta mánuði hefur vakið fólk til umhugsunar um eigin hegðun, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fimmtíu og níu prósent segjast hafa hugleitt eigin hegðun og samskipti í kjölfar umfjöllunarinnar og ekki er marktækur munur milli kynja. 
06.06.2021 - 16:11
Pistill
Ljóðrænn Aziz Ansari eftir ásakanir í #metoo-bylgju
Í byrjun árs 2018 var leikarinn Aziz Ansari sakaður um að fara langt yfir mörkin í samskiptum við ónefnda konu á stefnumóti með þrálátu suði um kynlíf, ýtni og virðingarleysi. Hann dró sig í hlé eftir umdeilda afsökunarbeiðni en sneri aftur rúmu ári síðar með nýtt uppistand. Þriðja serían af þáttum hans Master of None hefur litið dagsins ljós og nú er hans karakter lúserinn í bakgrunni í ástarsögu tveggja sterkra kvenna.
03.06.2021 - 14:19
Viðtal
Segir grátandi karla fá meiri samúð en grátandi konur
Eins og flestir hafa tekið eftir hefur ný #metoo-bylgja hafið innreið sína hér á landi. Þessi nýja bylgja hefur að einhverju leyti sprottið fram sem andóf við gerendameðvirkni og þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að hindra þolendur í að benda á gerendur kynbundins ofbeldis.
24.05.2021 - 10:00
Viðtal
„Þú ert ekkert heimskari fyrir að sýna líkamann þinn“
„Við viljum að viðbrögðin við myndbandinu séu tækluð þannig að #metoo-bylgjan sé að virka,“ segir Edda Falak, áhrifavaldur og viðskiptafræðingur. Umdeilt myndband sem hún gerði fyrir hlaðvarp sitt, Eigin konur, var tekið úr birtingu eftir ábendingu um að tveir þátttakendur í því hefðu farið yfir mörk kvenna. Það hefur nú verið endurbirt án þessara tveggja.
18.05.2021 - 10:48
Sjónvarpsfrétt
Biðlisti hjá Stígamótum þrefaldast á tveimur vikum
Biðlisti eftir aðstoð hjá Stígamótum hafa þrefaldast frá því ný bylgja #metoo hófst - með frásögnum hundraða kvenna af ofbeldi sem þær urðu fyrir. „Þetta höfum við séð gerast margoft áður en kannski ekki með jafn miklum þunga og í þetta skipti,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
16.05.2021 - 22:21
Myndskeið
Segir sýknu ekki þýða að hinn sé að ljúga
Halldóra Þorsteinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, segir reyndina ekki þá að þegar einhver er sýknaður í kynferðisbrotamáli þýði það að hinn sé að ljúga. Hún veltir því upp hvort yfirvöld geti með einhverjum hætti komið til móts við þá sem fara í gegnum allt kerfið með kynferðisbrot sem síðan lýkur með sýknudómi. Það geti verið í formi áfallahjálpar vegna brots sem ekki tekst að sanna og úrvinnslu á því að málið hljóti ekki brautargengi í kerfinu.
16.05.2021 - 16:23
Fær ekki að vera nafnlaus í máli gegn Kevin Spacey
Karlmaður, sem sakar Kevin Spacey um kynferðisbrot, hefur ákveðið að vera ekki hluti af málsókn á hendur leikaranum eftir að dómari sagði hann verða að opinbera nafn sitt. Maðurinn hefur hingað til verið kallaður „C.D.“ en dómari taldi almenning eiga rétt á því að vita hver hann væri, ekki síst þar sem Kevin Spacey væri opinber persóna.
15.05.2021 - 18:48