Færslur: #Metoo

Þolendur íþróttamanna ráði för segir samskiptaráðgjafi
Þeir sem saka íþróttafólk um að hafa brotið gegn sér eru hvattir til að leita til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Embættið var sett á stofn í vor. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir gegnir embættinu. Hún segir þá, sem finnist á sér brotið, ráða í hvaða farveg mál þeirra fari. 
Leggur til frávísun vegna formgalla í máli Ronaldo
Dómari í Nevada í Bandaríkjunum tók í gær málstað verjanda portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo. Dómarinn segir lögmann Kathryn Mayorga, sem sakar Ronaldo um nauðgun í Las Vegas árið 2009, nýta stolin gögn máli sínu til stuðnings. Þar sé meðal annars að finna samskipti Ronaldo við lögfræðing sinn, sem hefðu átt að vera með öllu leynileg. 
Fyrrum forsætisráðherra greinir frá áreitni
Helle Thorning-Schmidt, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að umræða um kynferðisbrot gegn konum fjari ekki út. Hún sendi í morgun frá sér bók um #metoo-byltinguna þar sem hún greinir frá því að fyrrum forseti Frakklands, Valéry Giscard d´Estaing, hafi þuklað á henni í kvöldverði.
Lögreglan rannsakar mál tengt tveimur landsliðsmönnum
Tveir fótboltamenn, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og annar fyrrverandi landsliðsmaður, eru tengdir rannsókn kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í tengslum við mál sem gerðist í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Lögreglan hóf rannsókn að nýju í síðustu viku. Brotaþoli óskaði nýverið eftir að málið yrði enduropnað og var það gert. Ströng skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að það gerist.
Leikfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða Atla bætur
Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og 3 milljónir í málskostnað. Atli höfðaði mál á hendur leikfélaginu og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, eftir að honum var sagt upp í tengslum við fyrstu metoo-hreyfinguna.
23.09.2021 - 14:08
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Mikilvægt að uppræta nauðgunarmenningu
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem gagnrýndi á föstudag formann KSÍ fyrir að segja í Kastljósi að engar tilkynningar hefðu borist um kynferðisbrot landsliðsmanna, tók þátt í samstöðufundi fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag. Hún segir mikilvægt að sýna öðrum þolendum stuðning. Hún er bjartsýn á að málin horfi til betri vegar. „Þetta hefur áhrif á alla fótboltamenninguna í landinu okkar og auðvitað viljum við að hún sé góð og hún sé ekki uppfull af einhverri nauðgunarmenningu eða gerandameðvirkni.“
02.09.2021 - 18:19
Viðtal
Klara Bjartmarz segir ekki ástæðu til að segja upp
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að fráfarandi stjórn hafi ekki gert þá kröfu að hún segði upp. Boðað verður til aukaþings og verður það haldið fjórum vikum eftir að boðað er til þess. Stjórnin muni sitja áfram fram að aukaþingi. Klara hefur starfað hjá KSÍ frá 1994 og verið framkvæmdastjóri frá 2015. „Ég klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ segir Klara.
30.08.2021 - 22:41
Innlent · #Metoo · MeToo · KSÍ
Kastljós
Guðni: Engin tilkynning um kynferðisbrot á borð KSÍ
Engar kvartanir eða tilkynningar um kynferðisbrot hafa komið inn á borð Knattspyrnusambands Íslands, að sögn Guðna Bergssonar, formanns sambandsins. Hann segir í Kastljósi að sambandið taki allar ásakanir um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar alvarlega. 
Ron Jeremy á yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsi
Bandaríski klámmyndaleikarinn Ron Jeremy var í vikunni ákærður vegna 34 kynferðisofbeldismála gegn 21 konu. Málin ná yfir rúmlega 20 ára tímabil hefur fréttastofa BBC eftir embætti saksóknara í Los Angeles í Bandaríkjunum.
27.08.2021 - 06:07
Dylan sakaður um brot gegn 12 ára stúlku
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan er sakaður um að hafa misnotað tólf ára stúlku kynferðislega vorið 1965. Kæra á hendur Dylan var lögð fram fyrir dómstól í New York fyrir helgi að sögn AFP fréttastofunnar.
17.08.2021 - 01:36
Fer hörðum orðum um KSÍ vegna hópnauðgunarmáls
Knattspyrnusamband Íslands er harðlega gagnrýnt í grein Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, sem birtist á Vísi í dag.
13.08.2021 - 16:49
Biden vill að ríkisstjórinn Cuomo segi af sér
Bandaríkjaforseti segir að ríkisstjóri New York eigi að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um fjölmörg kynferðisbrot hans. 
03.08.2021 - 22:00
Ríkisstjóri sakaður um ósæmilegt athæfi
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, áreitti fjölda kvenna kynferðislega, þar á meðal samstarfskonur sínar. Óháð rannsókn á framferði hans leiddi þetta í ljós. 
03.08.2021 - 16:42
Vill fá aðra lögmenn sem geta sinnt málunum að fullu
Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður segist nú vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla hans. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var lögmaður Ingólfs, en þeirra samstarfi er nú lokið. Ingólfur segist vilja hafa lögmenn sem geti sinnt málum sínum að fullu, en þau séu orðin of yfirgripsmikil fyrir einn mann að sinna ásamt öðrum verkefnum.
Segir sig frá máli Ingólfs
Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur sagt sig frá máli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar.
Ætla ekki að biðjast afsökunar eða borga miskabætur
Ekkert þeirra þriggja sem hafa fengið kröfubréf frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni ætla að biðjast afsökunar eða greiða miskabætur. Einn þeirra segist hlakka til að mæta Ingólfi í dómsal. Kröfurnar þrjár nema tæpum níu milljónum króna.
Sjónvarpsfrétt
Þingmaður vill aukið tjáningarfrelsi og vernda þolendur
Þingmaður Pírata vill breyta lögum til að vernda þolendur og tjáningarfrelsið. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan kostnað fyrir þau sem Ingólfur Þórarinsson hefur stefnt fyrir dóm. Tónlistarmaðurinn krefst milljóna í bætur frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. 
Einnig tilbúinn að greiða miskabætur
Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða miskabætur fyrir öll þau sem leita til hans í tengslum við mál Ingólfs Þórarinssonar. Áður hafði hann boðist til að greiða lögfræðikostnað fyrir þau sem til hans myndu leita í tengslum við það mál.
Krefst milljóna í bætur og afsökunarbeiðni innan viku
Ingólfur Þórarinsson krefst milljóna í miskabætur og afsökunarbeiðna frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. Að minnsta kosti ein kæra barst rétt fyrir hádegi í dag. Í henni er blaðamanni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni. Auðugur frumkvöðull bauðst í gærkvöld til að greiða málskostnað allra þeirra sem Ingólfur hefur kært.
Myndskeið
Kærir nafnlausar sögur um Ingó veðurguð til lögreglu
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, hefur fyrir hönd skjólstæðings síns kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fimm verið sent kröfubréf vegna ummæla á netinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta meðal annars blaðamenn, áhrifavaldur sem látið hefur til sín taka í seinni #metoo-bylgjunni og fólk sem sakaði Ingólf um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfi fjölmiðla.
Ætla að sannreyna undirskriftir til stuðnings Ingó
Líkt og venjan er verður Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum haldin um verslunarmannahelgina í ár og eflaust margir skemmtanaþyrstir landsmenn sem gleðjast yfir því eftir að hátíðin í fyrra féll niður sökum samkomubanns og heimsfaraldurs. Undanfarna daga hefur skipulag Þjóðhátíðar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að afbóka tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson.
07.07.2021 - 14:28
„Ekki hægt að taka fólk úr umferð án dóms og laga“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að einstaklingar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi telji sig knúna til að fara með vanda sinn til dómstóls götunnar vegna þess að dómskerfið hafi brugðist. Þetta hafi leitt til þess að einstaklingar séu teknir úr umferð án þess að þeir komi fyrir dómstól og svari fyrir þau meintu brot sem þeir eru sagðir hafa framið. „Og mér finnst ekki hægt að taka fólk úr umferð án dóms og laga.“
06.07.2021 - 14:15
Segir ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar hafa komið á óvart
Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, segist vera ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar og að hún hafi komið honum á óvart. Hann segist ætla að ráðfæra sig við fólk í kringum sig hvort hann krefji nefndina um bætur. „Ég þarf að bregðast við á einhvern hátt.“
05.07.2021 - 16:03
Ingó kemur ekki fram á Þjóðhátíð í Eyjum
Ingólfur Þórarinsson mun hvorki stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal né koma fram á hátíðinni í ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd. „Þessi ákvörðun svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.“
05.07.2021 - 11:56