Færslur: metan

Fréttaskýring
Sorpa situr uppi með afurðirnar
Sorpa hefur enn ekki fundið kaupendur fyrir 3 milljónir rúmmetra af metangasi og 12 þúsund tonn af moltu sem ný gas - og jarðgerðarstöð á Álfsnesi mun framleiða á ári. Það kostaði rúma fimm milljarða að byggja stöðina sem verður tilbúin í lok mánaðar.
22.03.2020 - 19:20
Myndskeið
Ótrúlegt að metanbílar séu ekki vinsælli
Það er ótrúlegt að ekki aki fleiri um á metanbílum en raun ber vitni, segir framkvæmdastjóri Orkuseturs. Ríflega sex þúsund fleiri rafbílar en metanbílar eru hér á landi. Metanbílar séu ódýrari en rafbílar og eldsneytið á þá einnig ódýrara en rafmagn. Stærstur hluti þess metangass sem er framleiddur fer til ónýtis.
01.12.2019 - 20:10
Segir að bensínstöðvum muni fækka á Akureyri
Það eru nærri helmingi fleiri bensínstöðvar á Akureyri en í Reykjavík miðað við íbúafjölda í þessum sveitarfélögum. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir það stefnu bæjarins að jarðefnaeldsneyti víki fyrir nýjum orkugjöfum og þá fækki bensínstöðvum.
12.05.2019 - 11:10
Sóun að hafa svo margar bensínstöðvar
Forsvarsfólk Skeljungs er jákvætt gagnvart þeirri ákvörðun borgarráðs í gær að flýta fækkun bensínstöðva. Aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, Már Erlingsson, segir að það sé sóun að hafa eins margar bensínstöðvar og verið hafa undanfarin ár.
Viðtal
Bensínstöðvar í íbúðahverfum fjarlægðar fyrst
Stjórnendur olíufélaganna hafa tekið vel í að bensínstöðvum verði fækkað í Reykjavík, segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Þar eru 44 bensínstöðvar. Á höfuðborgarsvæðinu er ein bensínstöð á hverja 2.700 íbúa. Til samanburðar er ein bensínstöð á hverja tíu þúsund íbúa í Lundúnum.
Flutningafyrirtækin áhugalaus um metanvæðingu
Þrátt fyrir talsverðan vöxt í sölu metans á Akureyri segist framkvæmdastjóri Norðurorku vilja sjá fleiri metanbíla þar. Það séu vonbrigði hve eigendur flutningabíla séu tregir til að metanvæða bíla sína.
09.05.2019 - 13:31
Kostar 400 mkr. að fjölga metanstrætisvögnum
Strætó þyrfti að ráðast í framkvæmdir fyrir allt að 400 milljónir króna til þess að unnt sé að fjölga metanstrætisvögnum. Sorpa brennir metangasi sem myndi duga til að knýja allt að fimm þúsund smábíla í heilt ár. Framkvæmdastjóri segir að margir óski eftir því að rafmagnsvagnar aki um hverfin í stað metan- eða díselvagna þar sem rafmagnsvagnar eru mum hljóðlátari.
07.05.2019 - 11:41
Myndskeið
Eldsneyti fyrir 5000 bíla fer til spillis
Metangas, sem dugir til að knýja fjögur til fimm þúsund litla fólksbíla í heilt ár, fer til spillis hjá Sorpu vegna lítillar eftirspurnar. Framkvæmdastjóri Sorpu furðar sig á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem eiga Sorpu, skuli ekki nýta gasið í meira mæli á þjónustubíla sína. Aðeins tveir strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu ganga fyrir metani.
Ferðamaðurinn var með sérstakt millistykki
Spænskur ferðamaður, sem tókst að tengja metandælu við gaskút sinn í gær, notaði til þess eigið millistykki. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir atvikið einstakt og nánast engar líkur séu á að þetta geti endurtekið sig. Merkingar á dælunum verði hins vegar bættar.
28.09.2016 - 13:16
Innlent · Slys · metan