Færslur: Meradalir

Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Göngumennirnir eru fundnir
Göngumennirnir tveir sem villtust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld eru fundnir. Þeir mættu hópi björgunarsveitarfólks á ellefta tímanum sem var á leið til leitar að mönnunum.
08.04.2021 - 22:25
Spegillinn
Hraun yfir Suðurstrandarveg í fyrsta lagi á næsta ári
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að ef hraun nái að flæða yfir Suðurstrandarveg verði það ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hann segir líklegt að hafið sé nýtt gosskeið á Reykjanesskaga. Horfur séu á að gosið nú mun standa yfir í langan tíma.
Viðtal
„Það varð einhver feill í pípulögninni“
Aðdragandi þess að ný sprunga opnaðist í eldgosinu á Reykjanesskaga í gær er líklega sá að þrýstingurinn var orðinn svo mikill á upphaflegu eldstöðinni að hraunið fann sér aðra leið út. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að nýja sprungan sé að öllum líkindum framhald á upphaflega gosinu sem hafi fundið sér aðra leið upp á yfirborðið þegar fram liðu stundir.
Talsverð virkni í gosstöðvunum í nótt
Svo virðist sem töluverður gangur hafi verið í gosinu á Reykjanesskaga í nótt, þar sem tvær sprungur opnuðust um hádegisbil í gær norður af Geldingadölum, til viðbótar við gígana tvo sem þar eru. Hraunelfur rennur úr nýju eldstöðinni niður í Meradali og er það mikið sjónarspil, sem horfa má á í gegnum vefstreymi rúv á rúv2 og rúv.is.
06.04.2021 - 07:08
Myndskeið
Gengu í sex tíma frá Krísuvík og var snúið við
Gosstöðvarnar voru rýmdar um leið ljóst var að nýjar sprungur væru að opnast þar í dag. Flestir yfirgáfu þær strax en dæmi var um fólk sem kom að gosstöðvunum frá stöðum lengra í burt þar sem ekki voru formlegar lokanir.
Myndskeið
„Þetta getur gerst án nokkurs fyrirvara“
Nýju sprungurnar norðan við Geldingadali gerðu ekki boð á undan sér. Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur segir að sprungurnar séu þó samkvæmt einni sviðsmyndinni sem Vísindaráð hefur gert ráð fyrir, og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að atburðarásinni sé ekki lokið. Fimm eða sex rúmmetrar af kviku renna úr sprungunum á hverri sekúndu.
05.04.2021 - 16:39