Færslur: Meradalir

Viðtal
Gosið hafi mögulega áhrif á aðra ferðamannastaði
Áhugi ferðamanna á Íslandi sem áfangastað hefur aukist eftir að eldgos hófst í Meradölum og meiri umferð er á vefsíðum flugfélaganna. Ritstjóri Túrista segir þó hættu á að ferðamenn eyði minna á öðrum stöðum á landinu vegna gossins.
05.08.2022 - 10:21
Sjónvarpsfrétt
Grindvíkingar búa sig undir ferðamannaflóð
Grindvíkingar búa sig undir aukinn fjölda ferðamanna vegna eldgossins í Meradölum og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á Íslandsferðum. Erlendir ferðamenn sem hafa farið að gosstöðvunum segja Ísland vera „tryllt land“, og ungur Grindvíkingur segir gosið gott fyrir bæinn.  
Myndskeið
Myndasyrpa frá gosstöðvunum
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesskaga um klukkan hálftvö í dag. Fréttamenn og tökumenn RÚV voru fljótir á vettvang og hafa verið á svæðinu í allan dag að ræða við viðbragðsaðila og fanga gosið á mynd.
03.08.2022 - 21:05
Sjónvarpsfrétt
Hvassahraun ekki heppilegt í ljósi jarðhræringa
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að umbrot á Reykjanesi hafi áhrif á fýsileika flugvallarstæðis í Hvassahrauni.
03.08.2022 - 19:46
Myndskeið
Tilkomumikið gos þó það sé enn lítið
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður, og Guðmundur Bergkvist, myndatökumaður, eru á gosstöðvunum.
03.08.2022 - 16:07
Hraunpollar byggjast upp í Geldingadölum
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor spáir því að virkni á gosstöðvunum næstu vikur verði mest í Geldingadölum. Þar byggjast nú upp hraunpollar. Því sunnar sem hraunpollarnir eru í Geldingadölum, segir Þorvaldur, þeim mun meiri líkur séu á að hraun flæði út úr Nátthaga. Nátthagi er mjög nálægt Suðurstrandarvegi. Dregið hefur úr óróa. Þorvaldur segir gosið hafa alla tilburði til að vera í gangi í einhver ár.
Sjónvarpsfrétt
Aðeins sex metrar í að hraun flæði úr Meradölum
Hraun tekur að flæða úr Meradölum eftir þrjár vikur ef rennsli heldur áfram á sama hraða. Jarðvísindamenn voru þar við mælingar í dag, og telja sennilegt að brátt fari einnig að gjósa á hafsbotni úti fyrir Reykjanesi.
Sjónvarpsfrétt
Meira en 200 þúsund skoðað eldgosið
Mikil uppbygging hefur átt sér stað við eldstöðvarnar á Fagradalsfjalli til þess að taka við þeim fjölda fólks sem sækir þær heim á degi hverjum. Bílastæði, kamrar og jafnvel veitingasala, enda margir þyrstir og svangir eftir gönguna.
Áfram svipaður taktur í gosinu
Mjög dró úr gosóróa síðdegis í gær en hann hófst svo aftur um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Hálftíma síðar tók hraun að renna í nokkrum straumum niður í Meradali.
Gosið vaknað að nýju eftir tólf tíma kríu
Litlar líkur eru á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sjálft hafi haft hljótt um sig í nótt en vaknaði með morgninum.
Dregur úr kvikumagninu segir Magnús Tumi - enginn órói
Enginn gosórói hefur mælst í eldgosinu á Reykjanesskaga síðan í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að nú verði að bíða og sjá með framhaldið. Hann áætlar að hraunrennslið síðan á laugardag hafi numið 10 rúmmetrum á sekúndu. Hins vegar hafi dregið úr hraunkviku sem upp komi í júlí miðað við maí og júní. 
Hraunstraumur rennur fagurlega niður í Meradali
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að púlsandi virkni hafi verið í eldgosinu í Geldingadölum undanfarinn sólarhring. Hraunið rennur áfram niður í Meradali í fögrum fossi.
Mikill og stöðugur straumur var í Nátthaga frá miðnætti
Mikill og stöðugur hraunflaumur var framan af nóttu yfir vestari varnargarðinn í sunnanverðum Meradölum og niður í Nátthaga. Snemma á sjötta tímanum tók að draga úr flæðinu og nú er allt með kyrrum kjörum. Náttúrvárfræðingur segir alltaf erfitt að spá um hve lengi hraunstraumurinn hegði sér með ákveðnum hætti.
Viðtal
Örfáir metrar í að Geldingadalir fyllist
Aðeins eru örfáir metrar í að Geldingadalir fyllist og það fari að flæða úr þeim. Lengra sé í að Meradalir fyllist en hraunið hafi náð um tíu metra þykkt að jafnaði og þekur þar dalinn allan. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í viðtali við fréttastofu í dag.
Hraunflæði ógnar gönguleiðinni
Gosið í kröftugasta gígnum á Reykjanesskaga er svo öflugt að síðasta hluta aðalgönguleiðarinnar hefur verið lokað. Eldfjallafræðingur segir að það vanti tvo til þrjá metra í að hraun renni yfir skarð á leiðinni. 
Myndskeið
Hraunið skríður fram eins og jarðýtubelti
Hraunbreiðan í Meradölum skríður fram eins og jarðýtubelti. Þegar það hrynur úr jaðrinum efst og þá heyrast sérkennileg hljóð, eiginlega eins og glerbrot, og þannig skriður hraunið áfram.
07.05.2021 - 12:09
Myndskeið
Gígurinn hrökk í fluggírinn og þeytti kviku 50 metra
Öflugt kvikustrókagos hófst í gærkvöld í Fagradalsfjalli í gíg sem byrjaði að gjósa fyrir hálfum mánuði. Kvikustrókarnir ná 40 til 50 metra upp í loftið. Segja má að hann hafi hrokkið í fluggírinn í gærkvöld þegar hann þeytti kvikunni í loft upp.  
Aukin sprengivirkni með 50 metra kvikustrókum
Sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Kvikustrókarnir sem undanfarið hafa verið tíu til fimmtán metra háir ná nú meira en 50 metra upp í loftið, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni, hvort að það sé verið að auka í hvað kvikumagn varðar sem kemur upp í gosinu.“
Spegillinn
Íhuga að stýra hrauninu með varnargörðum
Til greina kemur að reistir verði varnargarðar fyrir ofan Grindavík og við Svartsengi til að verja þessa staði fyrir hraunrennsli ef gýs á fleiri stöðum á Reykjanesskaga. Einnig er í athugun að gera tilraunir með að stýra hraunrennslinu í Meradölum. Allar vinnuvélar á suðvesturhorni landsins hafa verið skráðar til að hægt verði að nota þær í neyðartilfellum.
19.04.2021 - 17:00
Nýtt gosop greindist á mælum áður en það sást
Nýtt gosop myndaðist á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í dag. Gosopið er þétt upp við einn gíganna sem fyrir eru og ekki ýkja stórt. Það er þó það fyrsta þar sem náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar sáu í hvað stefndi á mælitækjum sínum og létu athuga aðstæður á vettvangi.
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Göngumennirnir eru fundnir
Göngumennirnir tveir sem villtust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld eru fundnir. Þeir mættu hópi björgunarsveitarfólks á ellefta tímanum sem var á leið til leitar að mönnunum.
08.04.2021 - 22:25
Spegillinn
Hraun yfir Suðurstrandarveg í fyrsta lagi á næsta ári
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að ef hraun nái að flæða yfir Suðurstrandarveg verði það ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hann segir líklegt að hafið sé nýtt gosskeið á Reykjanesskaga. Horfur séu á að gosið nú mun standa yfir í langan tíma.
Viðtal
„Það varð einhver feill í pípulögninni“
Aðdragandi þess að ný sprunga opnaðist í eldgosinu á Reykjanesskaga í gær er líklega sá að þrýstingurinn var orðinn svo mikill á upphaflegu eldstöðinni að hraunið fann sér aðra leið út. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að nýja sprungan sé að öllum líkindum framhald á upphaflega gosinu sem hafi fundið sér aðra leið upp á yfirborðið þegar fram liðu stundir.