Færslur: Menntun

Smitsjúkdómalæknir vill afnema nándarmörk í skólum
Fella ætti niður eins metra fjarlægðarreglu í framhalds- og háskólum að mati Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis á Landspítala. Hún telur ávinninginn af því meiri en af núverandi fyrirkomulagi. Það geti valdið vanlíðan og brotthvarfi nemenda.
05.09.2020 - 17:24
Óttast að börn á flótta flosni úr námi
Helmingur allra barna á flótta stundaði ekki skólanám áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Sameinuðu þjóðirnar vara við að faraldurinn minnki enn líkurnar á að milljónir á flótta öðlist menntun.
Spegillinn
Einkunnir í pólitísku fárviðri
Þegar breskir nemendur gátu ekki, vegna veirufaraldursins, tekið prófið, sem samsvarar íslenska stúdentsprófinu áttu kennaraeinkunnir að ráða. Á síðustu stundu var svo ákveðið að nota reikniformúla. Þegar heildardæmið var reiknað kom í ljós að um 40 prósent nemenda hafði fengið lægri einkunnir en kennaraeinkunnirnar. Þegar betur var að gáð, var lækkun ekki sérlega réttlát, fól í sér félagslega mismunun. Málið er orðið meiriháttar álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina.
19.08.2020 - 10:26
 · Erlent · Bretland · Menntun
Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.
04.08.2020 - 02:22
Sigrún verður aðstoðarrektor Kvikmyndaskólans
Sigrún Sigurðardóttir er nýr aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands. Sigrún hefur gengt stöðu lektors við Háskólann á Akureyri að undanförnu og hefur víðtæka reynslu af kennarastörfum og þróun námskeiða. Aðstoðarrektor er ný staða við Kvikmyndaskólann.
Skólum í Hong Kong gert að hlýða
Skólafólk í Hong Kong óttast að nýju öryggislögin ógni því orðspori afburða og fræðilegs frelsis sem skólakerfið þar hefur aflað sér.
15.07.2020 - 04:51
Erlent · Hong Kong · Kína · mótmæli · háskólar · Menntun · Asía
19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
Fjarkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja
Kennsla við Grunnskóla Vestmannaeyja verður í formi fjarkennslu frá og með morgundeginum og þar til annað verður tilkynnt. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem verið er að grípa til í Eyjum til að hefta útbreiðslu COVID-19. Á vef bæjarfélagsins segir að miðað við reglur um fjöldatakmarkanir sé ekki hægt að manna hefðbundna kennslu. Þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman.
22.03.2020 - 18:39
Jóhann Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri Keilis
Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hjálmar Árnason lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf.
20.04.2019 - 11:08
Lægra hlutfall innflytjenda útskrifast
Lægra hlutfall innflytjenda en innfæddra útskrifast úr framhaldsskólum hér á landi, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Skólaárið 2016 til 2017 útskrifuðust 24 prósent fólks á aldrinum 18 til 22 ára með íslenskan bakgrunn. Sé litið til fjölda fólks á þessum aldri sem er fætt erlendis og á eitt erlent foreldri er hlutfall útskrifaðra af mannfjölda 16,5 prósent. Meðal innflytjenda er hlutfallið töluvert lægra, eða 8 prósent.
04.04.2019 - 11:04
Berjast gegn lokun hverfisskóla í Staðahverfi
Foreldrar nemenda í Kelduskóla-Korpu í Staðahverfi í Grafarvogi ætla að berjast gegn hugmyndum borgarinnar um að loka skólanum og hafa safnað á níunda hundrað undirskrifta. Viðmælendur segja að fólk sé orðið langþreytt á óvissu um skólastarf í hverfinu. Fólk vilji miklu frekar að skólinn verði efldur en að láta leggja hann niður.
20.03.2019 - 11:30
Mótmæla mögulegri lokun skóla í Grafarvogi
Rúmlega 800 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn tillögum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að loka Kelduskóla-Korpu í Grafarvogi. Nemendum þar hefur fækkað mikið undanfarin ár og eru þeir nú 61 og til skoðunar er að færa nemendur í annan skóla. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að enn hafi ekkert verið ákveðið varðandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, starfshópur fari yfir mismunandi valkosti og leggi fram tillögur í lok apríl.
19.03.2019 - 10:41
Undirskriftasöfnun nú alfarið í höndum nemenda
Undirskriftasöfnun nemenda við Hagaskóla, gegn brottvísun afganskrar fjölskyldu til Grikklands, var stöðvuð í síðustu viku vegna formsatriða, að sögn Ingibjargar Jósefsdóttur, skólastjóra. Söfnunin er hafin á ný og segir skólastjórinn framtak nemendanna lofsvert.
18.03.2019 - 11:52
Viðtal
Hafa sofið á verðinum varðandi málefni kennara
Stjórnvöld hér á landi hafa sofið á verðinum þegar kemur að tryggja sem best starfsumhverfi kennara. Þetta er mat Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. „Lykilforsendan að því að Ísland verði með fremsta menntakerfi í veröldinni, sem er markmiðið, er að starfsumhverfi kennara verði framúrskarandi,“ sagði ráðherrann í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
21.12.2018 - 09:50
Vandi einkarekinna skóla mögulega til nefndar
Í nýlegu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám er kveðið á um að samráðsnefnd fylgist með framkvæmd þess og fjalli um álitaefni sem tengist því. Vandi einkarekinna tónlistarskóla gæti flokkast sem slíkt álitaefni. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytis við fyrirspurn fréttastofu.
19.12.2018 - 14:45
Viðtal
Óttast að þurfa að loka söngskóla
Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, óttast að þurfa að loka honum á næstunni þar sem fjárframlög ríkisins undanfarin ár hafi ekki fylgt launahækkunum. Hann telur að nýlegt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám gagnist ekki einkareknum tónlistarskólum.
16.12.2018 - 21:01
Pistill
Hættum að líta á fegurð sem lúxus
„Fegurð er það sem við upplifum þegar við skynjum bara til að skynja; lítum til himins til að dást að honum en ekki til að gá til veðurs, eða horfum á fossinn til að leyfa honum að fanga okkur en ekki til þess að reikna út hversu stóra virkjun þyrfti til að fanga aflið í honum.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um fagurfræði og samfélagslegt gildi fegurðar.
19.10.2018 - 11:46
Skólastjórar vilja fá framhaldsmenntun metna
Ársfundur Skólastjórafélags Íslands mótmælir því í ályktun að framhaldsmenntun skólastjórnenda skuli ekki vera metin til jafns við undirmenn þeirra. Ársfundurinn fór fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í morgun.
13.10.2018 - 17:14
Hækkandi meðalaldur kennara mikið áhyggjuefni
Meðalaldur leikskólakennara hér á landi hefur hækkað hratt síðasta áratuginn. Formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, segir þróunina í sömu átt meðal grunn- og framhaldsskólakennara, nýliðun sé ekki nægjanleg.
05.09.2018 - 12:17
Fleiri án kennsluréttinda í grunnskólum
Starfsfólki án réttinda við kennslu í grunnskólum landsins hefur fjölgað undanfarin ár. Hlutfallið er þó ekki eins hátt núna og á árunum fyrir efnahagshrunið, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.
06.07.2018 - 09:31
Nýnemum í starfsnámi fjölgaði um rúm 9%
Nýnemum á framhaldsskólastigi, sem velja starfsnám, voru 9,4 prósentum fleiri haustið 2017 en árið á undan. Stúlkum fjölgaði meira en drengjum, eða um 19.2 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
05.07.2018 - 10:54
Ekki náttúran sem virkjar sköpunarkraftinn
„Við vildum einfaldlega skilja hvað væri í gangi á Íslandi, með það í huga að mögulega nýta niðurstöðurnar og læra af Íslendingum,“ segir Barbara Kerr, sálfræðiprófessor við Háskólann í Kansas, sem fer fyrir rannsókn á sköpunargáfu Íslendinga.
Hin praktíska markaðsvæðing menntunar
Sóla Þorsteinsdóttir fjallar í dag um markaðsvæðingu menntunar og áherslu okkar á að velja „praktískt“ nám. Hvaða áherslur viljum við hafa í íslensku menntakerfi í dag, og hvað meinum við þegar við segjum „praktískt“? Er það virkilega svo praktískt að láta hugvísindin mæta afgangi? Sóla ræðir stöðu hugvísindinna, myglusvepp í Listaháskólanum og menningu Sama, svo fáeitt sé nefnt.
29.03.2017 - 15:47