Færslur: Menntaskólinn á Akureyri

Engin leið að endurgreiða öllum
Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir því miður enga leið að endurgreiða öllum þeim nemendahópum sem bókað hafa útskriftarferðir hjá fyrirtækinu. „Staða okkar er því miður mjög óljós og er búin að vera síðastliðna þrjá mánuði,“ segir hún. Rætt var við hana í sjöfréttum RÚV.
Morgunútvarpið
Ný námsbraut í sviðslistum í Menntaskólanum á Akureyri
Næsta vetur verður hægt að hefja nám á sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Það hefur hingað til ekki staðið til boða á Norðurlandi að stunda nám tengt sviðslistum. Verkefnisstjóri og brautarstjóri námsins segjast vera að svara ákalli nemenda um að bjóða upp á slíkt nám.
20.02.2020 - 14:53
MR í úrslit eftir nauman sigur á MA
Menntaskólinn í Reykjavík tryggði sér sæti í úrslitum Gettu betur eftir æsispennandi keppni gegn Menntaskólanum á Akureyri í fyrri viðureign undanúrslita sem háð var í Austurbæ í kvöld. Hörkustuð var í salnum og mikil stemning á meðal áhorfenda.
Undanúrslit að hefjast
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram á föstudagskvöld þegar fyrri undanúrslit fara fram en þá eigast við lið MA og MR. Keppnin sem er í beinni útsendingu á RÚV er að þessu sinni send út frá Austurbæ og hefst kl.19.45.
Ekki fræg en samt flott
Gettu betur lið Menntaskólans á Akureyri er að eigin sögn ekki orðið frægt í skólanum en það gæti samt breyst ef þeim gengur vel í keppninni.
28.02.2019 - 12:01