Færslur: Menntamálaráðuneytið
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
27.03.2021 - 10:12
Segir staðreyndavillur í skýrslu hæfnisnefndar
Formaður hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, segir kyn ekki hafa haft áhrif á ráðninguna. Kona, sem kærði ráðninguna, segir staðreyndavillur í skýrslu hæfnisnefndar.
27.01.2021 - 19:43
Segir kynferði ekki hafa haft áhrif á ráðninguna
Formaður hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, segir kynferði ekki hafa haft áhrif á ráðninguna. Hann gagnrýnir að kærunefnd jafnréttismála, sem aldrei hafi hitt umsækjendur, endurmeti mat hæfnisnefndarinnar. Menntamálaráðherra segir að ekki hafi verið ástæða til að víkja frá niðurstöðunni.
27.01.2021 - 13:05
Menntamálaráðherra: „Við fordæmum allt ofbeldi“
Menntamálaráðherra fordæmir ofbeldi á borð við það sem sást í Borgarholtsskóla í vikunni. Hún segir að til skoðunar sé að auka öryggisgæslu í framhaldsskólum. Formaður Skólameistarafélagsins segir að skólarnir verði að vera undirbúnir undir fleiri slíkar árásir.
15.01.2021 - 19:21
„Eins og að vera stödd í kvikmynd eða bók“
Þetta er eins og að vera stödd í kvikmynd eða bók. Þetta segir nemandi í unglingadeild Vatnsendaskóla í Kópavogi. Skólastarf í grunnskólum landsins er nú með breyttu sniði í kjölfar hertra sóttvarnareglna. Skólastjóri segir mikilvægast að geta haldið úti skólastarfi.
03.11.2020 - 12:48
Eineltisráð til að taka við erfiðum málum
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að til standi nú að auka áherslu á svokallað eineltisráð innan ráðuneytisins.
26.10.2020 - 05:08
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar fá árlegan styrk
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins fá árlegan styrk næstu fimm árin til að efla starfsemi sína.
09.10.2020 - 11:52
Samþykkti að styrkja fjölmiðla um 400 milljónir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Samtals verður 400 milljónum varið til verkefnisins. Alls bárust 26 umsóknir um styrk og 23 þeirra uppfylltu skilyrði um stuðning.
01.09.2020 - 16:57
Nemendur vilja betri lausnir en fjarnám
Heppilegra hefði verið að bíða með hækkun skólagjalda fyrir haustönnina, segir Ástríður Jónsdóttir, myndlistarnemi á lokaári, sem stóð ásamt fleirum að undirskriftasöfnun meðal nema við Listaháskóla Íslands. Þess var meðal annars krafist að skólagjöld yrðu lækkuð vegna skertrar þjónustu við nemendur sem samkomutakmarkanir höfðu í för með sér.
21.08.2020 - 16:37