Færslur: Menntamálaráðuneytið

Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.
Fundað um skólaupphaf í dag
Kennaraforystan fundar með fulltrúum Menntamálaráðuneytisins í dag en gert er ráð fyrir að fundi ljúki síðdegis. Fundinn sitja fulltrúar Kennarasambands Íslands sem og Menntamálaráðuneytisins. Efni fundarins er skólaupphaf og samkomutakmarkanir en núverandi sóttvarnaaðgerðir eru í gildi, að óbreyttu, til 27.ágúst en skólar hefjast í næstu viku.
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
Myndskeið
Segir staðreyndavillur í skýrslu hæfnisnefndar
Formaður hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, segir kyn ekki hafa haft áhrif á ráðninguna. Kona, sem kærði ráðninguna, segir staðreyndavillur í skýrslu hæfnisnefndar.
Segir kynferði ekki hafa haft áhrif á ráðninguna
Formaður hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, segir kynferði ekki hafa haft áhrif á ráðninguna. Hann gagnrýnir að kærunefnd jafnréttismála, sem aldrei hafi hitt umsækjendur, endurmeti mat hæfnisnefndarinnar. Menntamálaráðherra segir að ekki hafi verið ástæða til að víkja frá niðurstöðunni.
Myndskeið
Menntamálaráðherra: „Við fordæmum allt ofbeldi“
Menntamálaráðherra fordæmir ofbeldi á borð við það sem sást í Borgarholtsskóla í vikunni. Hún segir að til skoðunar sé að auka öryggisgæslu í framhaldsskólum. Formaður Skólameistarafélagsins segir að skólarnir verði að vera undirbúnir undir fleiri slíkar árásir.
„Eins og að vera stödd í kvikmynd eða bók“
Þetta er eins og að vera stödd í kvikmynd eða bók. Þetta segir nemandi í unglingadeild Vatnsendaskóla í Kópavogi. Skólastarf í grunnskólum landsins er nú með breyttu sniði í kjölfar hertra sóttvarnareglna. Skólastjóri segir mikilvægast að geta haldið úti skólastarfi.
Eineltisráð til að taka við erfiðum málum
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að til standi nú að auka áherslu á svokallað eineltisráð innan ráðuneytisins.
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar fá árlegan styrk
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins fá árlegan styrk næstu fimm árin til að efla starfsemi sína.
09.10.2020 - 11:52
Samþykkti að styrkja fjölmiðla um 400 milljónir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Samtals verður 400 milljónum varið til verkefnisins. Alls bárust 26 umsóknir um styrk og 23 þeirra uppfylltu skilyrði um stuðning.
Nemendur vilja betri lausnir en fjarnám
Heppilegra hefði verið að bíða með hækkun skólagjalda fyrir haustönnina, segir Ástríður Jónsdóttir, myndlistarnemi á lokaári, sem stóð ásamt fleirum að undirskriftasöfnun meðal nema við Listaháskóla Íslands. Þess var meðal annars krafist að skólagjöld yrðu lækkuð vegna skertrar þjónustu við nemendur sem samkomutakmarkanir höfðu í för með sér.