Færslur: Menntamálaráðuneyti

Spyr hvort verið sé að velja að fara illa með almannafé
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti því upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag, hvort verið að velja að fara illa með almannafé með því að setja auknar byrðar á Ríkisútvarpið og skylda félagið til að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur þess án þess að nauðsyn bæri til.
28.11.2019 - 12:08
Páll Magnússon nýr ráðuneytisstjóri
Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu til fimm ára. Þrettán sóttu um starfið og mat hæfisnefnd fjóra þeirra mjög hæfa til þess að gegna því. Var það svo mat Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að Páll „væri hæfastur umsækjenda til að stýra ráðuneytinu næstu fimm árin og leiða það umbótastarf sem er í farvatninu.“
01.11.2019 - 17:12
35 milljónir á ári í fimm ár til rannsókna
Ríkisstjórnin veitir 35 milljónum króna á ári næstu fimm ár í rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í Reykholti í Borgarfirði í dag. Undir hana skrifa fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu, sem leiðir rannsóknirnar. Skrifað er undir yfirlýsinguna í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis á Íslandi.
13 vilja stýra menntamálaráðuneytinu
Þrettán umsóknir bárust um stöðu ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis. Umsóknarfresturinn rann út síðasta mánudag. Fimm konur og átta karlar sóttu um stöðuna, sem áætlað er að skipað verði í frá 1. desember.
11.07.2019 - 10:35
Ráðuneyti harmar framkvæmd samræmdra prófa
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Tekur undir kröfur um fræðslu um áreitni
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra tekur heilshugar undir það að konur, hvar sem þær starfa, eigi að geta unnið sína vinnu án áreitni, ofbeldis og mismununar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Fréttaskýring
„Enginn hvati til að gefa út nýjar námsbækur“
Nemendur framhaldsskóla verja tugum þúsunda í bækur á hverri önn. Fulltrúi KÍ segir að það vanti tilfinnanlega bækur í mörgum námsgreinum í framhaldsskólum. Framkvæmdastjóri Iðnú segir að kerfið sé ónýtt, það sé enginn hvati til að gefa út nýjar bækur og yfirvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu. 
18.08.2017 - 19:31
Íslenskir grunnskólanemar aldrei staðið verr
Íslenskir grunnskólanemar hafa aldrei staðið verr. Námsárangur þeirra er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum og undir meðaltali OECD-ríkja. Afburðanemum fækkar en þeim fjölgar sem ekki ná lágmarksviðmiðum. Lesskilningur barna af erlendum uppruna hefur hrapað frá aldamótum. 
  •