Færslur: Menntamál

Morgunútvarpið
Eru komin með plan A,B,C,D og E
Enn er óvissa um hvernig skólahaldi í framhaldsskólum verður háttað í haust. Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólans, segir mikilvægt að huga sérstaklega að nýnemum. Ekki liggi fyrir hvort brotthvarf frá námi hafi aukist vegna faraldursins.
10.08.2020 - 09:50
Þetta er áskorun, segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Eitt af hverjum tíu ungmennum á Suðurnesjum var hvorki í vinnu né skóla árið 2018 og mældist það hæsta hlutfallið á landinu. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að gripið hafi verið til fjölbreyttra aðgerða til að efla stöðu ungs fólks á svæðinu og er bjartsýnn á árangurinn.
06.08.2020 - 17:41
Meira en tíundi hver 19 ára hvorki í vinnu né skóla
Fleiri íslensk ungmenni voru hvorki í námi né vinnu árið 2018 en árið áður. Mesta aukningin varð hjá 19 ára ungmennum, en meira en tíundi hver á þeim aldri var í þessum hópi. Hæsta hlutfallið var á Suðurnesjum og leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna sambærilegar tölur.
06.08.2020 - 10:40
PISA-könnuninni frestað vegna COVID
PISA-könnuninni, sem leggja átti fyrir 15 ára nemendur víða um heim á næsta vori hefur nú verið frestað um ár, til vorsins 2022. Það er gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta þýðir að þeir nemendur sem hefja nám í 10. bekk hér á landi í haust munu ekki taka þátt í könnuninni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það munu aftur á móti þeir skólafélagar þeirra gera sem eru árinu yngri.
Allir um­sækj­endur með stúdents­próf fá inngöngu í HA
Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að allir umsækjendur með stúdentspróf fái jákvætt svar um skólavist í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem skólinn fær yfir 2.000 umsóknir.
10.07.2020 - 15:29
MR stækkar um 2.600 fermetra á 175 ára afmælinu
Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að byggja 2.600 fermetra viðbyggingu við Menntaskólann í Reykjavík. Elísabet Siemsen rektor skólans segir þetta stórt skref í um 175 ára sögu hans.
Spegillinn
„Við erum ein af ósýnilegu stéttunum“
Tæpur þriðjungur lífeindafræðinga er á 95 ára reglunni og má hætta eftir sextugt, meðalaldur lífendafræðinga er nú tæplega 52 ár. Formaður Félags lífeindafræðinga nefnir ýmsar ástæður fyrir slappri nýliðun, meðal annars að lífeindafræðingar séu ósýnileg stétt sem ekki fái viðurkenningu fyrir rannsóknarþátttöku. 
Spegillinn
„Tókst að bjarga starfinu og lyfta því á hærra plan“
Eftir tuttugu ára baráttu fengu heilbrigðisgagnafræðingar því framgengt að nám þeirra var fært upp á háskólastig. Þeir skiptu líka um starfsheiti enda þótti þeim það gamla engan veginn eiga við lengur. Nýliðun hefur verið ábótavant og farið var að bera á skorti á hæfu fólki en aðsókn í námið stórjókst síðastliðið haust. Formaður Félags heilbrigðisgagnafræðinga lítur svo á að stéttinni hafi verið bjargað í bili. 
Spegillinn
„Ljósmæðrum finnst þær ekki fá að breiða út vængina“
Helmingur ljósmæðra hættir á næstu tíu til fimmtán árum og það er farið að bera á skorti. Hugsanlega er nýliðunin þó aðeins að glæðast. Nú eru 12 tekin inn í meistaranám í ljósmóðurfræði á ári í stað tíu áður. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að ljósmæður hafi ekki nægilega mikil völd innan heilbrigðisstofnana. Spegillinn fjallar næstu daga um fleiri stéttir sem glíma við nýliðunarvanda.
16.06.2020 - 15:55
Spegillinn
„Það er ekkert skrítið að fólk treysti okkur ekki“
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat Hreins Júlíus Ingvarssonar og Unnars Þórs Bjarnasonar, varðsstjóra á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi. Á mánudögum sinna þeir samfélagslöggæslu og hluti af því verkefni er að mynda tengsl við innflytjendur. Báðir fóru þeir á námskeið um fjölmenningu sem opnaði augu þeirra fyrir eigin forréttindum.
Metfjöldi vill í læknisfræði og sjúkraþjálfun
443 hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Aldrei hafa fleiri tekið prófin sem í ár verða haldin 11. og 12. júní.
04.06.2020 - 18:14
Stúdentseinkunnir lækkuðu eftir styttingu náms
Meðaleinkunnir úr stúdentsprófi hafa lækkað eftir að námstími til stúdentsprófs var styttur. Brotthvarf hefur minnkað og fleiri vinna með skóla. Andlegri heilsu stúlkna í framhaldsskólum hefur hrakað. Þetta kemur fram í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um árangur af styttingu námstíma til stúdentsprófs.
28.05.2020 - 16:22
„Á að skilja ungt fólk eftir enn eina ferðina?“
„Atvinnuleysisbætur eru neyðarúrræði. Við eigum að skapa störf fyrir námsmenn, eins mörg og við mögulega getum. Það er það sem ríkisstjórnin ætlar að gera.“ Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, í svari við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
11.05.2020 - 17:15
Ekkert háskólanám átta árum eftir afgerandi skýrslu
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir því að námi í kvikmyndagerð á háskólastigi verði komið á hér á landi. Átta ár eru síðan stjórnvöld létu vinna skýrslu þar sem lögð var áhersla á að slíku námi yrði komið á og þrjú ár síðan 40 manna hópur sem komið hefur að kvikmyndagerð hér á landi sendi menntamálaráðherra áskorun þess efnis. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður ný kvikmyndastefna kynnt á næstunni, þar sem meðal annars verður fjallað um menntun.
Mikilvægt að nemendur fái að klára sitt nám
Stefnt er að því að nemendur í verknámi fái að ljúka sveinsprófi í lok yfirstandandi annar eða síðar á þessu ári. Samkomubannið hefur haft mikil áhrif á kennsluna en menntamálaráðherra segir mikilvægt að nemendur fái að klára nám sitt.
05.04.2020 - 19:35
Árétting: Fjarkennsla í framhaldsskólum og háskólum
Í Kastljósi á RÚV í gær var sagt að engin kennsla færi nú fram í framhaldsskólum og háskólum á landinu, vegna COVID-19 faraldursins. Vegna þessara ummæla skal áréttað að þótt engin kennsla fari fram í skólabyggingunum sjálfum er stuðst við fjarkennslu í flestum eða öllum skólum. Beðist er velvirðingar á þessu.
20.03.2020 - 11:28
Myndskeið
Helmingur barna í heiminum kemst ekki í skólann
Um 850 milljónir, eða um helmingur allra skólabarna í heiminum, geta ekki sótt skóla vegna útbreiðslu COVID-19. Takmarkanir stjórnvalda víða um heim hafa margvísleg áhrif.
18.03.2020 - 20:15
Grunnskólanum á Hvammstanga lokað vegna Covid-19
Starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga hefur greinst með Covid-19 smit. Skólahald fellur því niður um óákveðinn tíma.
18.03.2020 - 08:28
Óska eftir undanþágu fyrir fjölmörg börn
„Við erum búin að gefa út lista sem er í stöðugri enduskoðun, þar sem við óskum eftir forgangi í leikskóla og grunnskólastarfi,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Seinni partinn í gær var hafist handa við að taka saman lista yfir börn starfsmanna hinna ýmsu stofnana, sem óskað er eftir að fái forgang inn í leik- og grunnskóla, til þess að sem minnst röskun verði á starfsemi viðkomandi stofnunar á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.
Viðtal
Hreint og óhreint svæði í leikfangageymslunni
Helmingur barnanna mætir í skólann í einu og skólinn lokar fyrr en venjulega til þess að starfsmenn hafi tíma til að þrífa og gera hinar ýmsu sóttvarnarráðstafanir. Svona verður málum háttað í leikskólanum Stakkaborg í Hlíðahverfi í Reykjavík, næstu vikurnar. Leikskólastjórinn, Jónína Einarsdóttir, segir að börnin eigi eftir að verða breytinganna vör í fyrramálið, vináttubangsarnir séu komnir í geymslu ásamt stórum hluta leikfanga í skólanum.
16.03.2020 - 18:36
Myndskeið
Sum börn í skóla annan hvern dag - önnur fá hálfa daga
Mjög misjafnt er hvernig einstakir grunn- og leikskólar skipuleggja skólastarfið á næstu dögum, til þess að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna COVID-19 veirunnar. Sumir skólar bjóða börnum til dæmis að koma annan hvern dag, í öðrum skólum fá börnin að koma á hverjum degi en þá bara í hálfan dag og í enn öðrum fá börn að koma annan hvern dag í hálfan dag. Skipulagið í hverjum skóla fyrir sig á nú að liggja fyrir.
16.03.2020 - 18:25
Meira álag á Innu „en við höfum áður upplifað“
Gríðarlegt álag hefur verið á náms- og kennslukerfinu Innu það sem af er degi, og notendur kerfisins hafa fundið fyrir töluverðum truflunum. Samkvæmt upplýsingum frá Advania, sem rekur kerfið, hafa allir framhaldsskólar á landinu vísað nemendum sínum á Innu svo þeir geti sótt sér upplýsingar um fyrirkomulag náms á næstu dögum og vikum.
Til skoðunar að börn mæti í skóla annan hvern dag
Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum hefur heilbrigðisráðherra virkjað heimild sóttvarnalaga til að banna samkomur. Bannið gildir í fjórar vikur og hefur áhrif á allt samfélagið; vinnustaði og skóla, fermingar og jarðarfarir, verslanir og samkomuhús. Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst reyna að styðja við þá nemendur sem þurfa á stuðningi að halda næstu vikur. Sveitarfélög og skólastjórnendur nýta helgina og mánudag til að útfæra kennslu næstu vikur.
13.03.2020 - 17:27
Hvorki grunnskóli né leikskóli á mánudaginn
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að starfsdagur verði í öllum grunnskólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn, til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkun á skólastarfi nær til. Þetta þýðir að grunn- og leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu verða ekki í skólanum á mánudaginn. Frístundastarf fellur einnig niður.
13.03.2020 - 15:17
Framkvæmdir að hefjast við Grunnskóla Húnaþings vestra
Fyrr í þessari viku var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra sem einnig mun hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar og áætluð verklok, haustið 2022.
06.03.2020 - 14:03