Færslur: Menntamál

Ráðherra grípur til bráðaaðgerða vegna iðnnáms
Menntamálaráðherra hyggst bregðast við erfiðri stöðu í iðnnámi með bráðaaðgerðum sem koma til framkvæmda í næsta mánuði og segir koma til greina að breyta námsfyrirkomulagi. Skólarnir anna ekki lengur eftirspurn og vísa þarf mörg hundruð umsækjendum frá árlega. 
22.07.2022 - 12:30
Umsóknum fjölgar í HR en fækkar í HÍ milli ára
Umsóknarfrestur um nám á háskólastigi rann út í byrjun júní. Tæplega fjögur þúsund umsóknir bárust Háskólanum í Reykjavík sem er tveggja prósenta aukning frá því í fyrra. Nærri níu þúsund sóttu um nám við Háskóla Íslands sem er töluvert minni aðsókn en síðustu tvö ár þegar metfjöldi umsókna barst skólanum.
Breyttir kennsluhættir hafa jákvæð áhrif á nemendur
Fyrsta ár læsisverkefnisins Kveikjum neistann er afstaðið. Verkefnisstjórinn segir að breyttir kennsluhættir í Grunnskóla Vestmannaeyja hafi haft jákvæð áhrif á námsárangur. 
14.06.2022 - 13:51
Telur ekki þörf á að birta niðurstöður eineltiskannana
Formaður Skólastjórafélags Íslands segir mikilvægast að skólar noti niðurstöður nemendakannana til að bæta skólastarfið. Minna máli skipti að upplýsa foreldra um niðurstöður slíkra kannana. Framkvæmdastjóri Heimils og skóla vill að skólarnir birti niðurstöðurnar opinberlega. 
Orð af orði
Stytting náms hefur áhrif á viðhorf til íslensku
Umræða um tungutak ungmenna er oft á neikvæðum nótum og því ekki skrítið að þau hafi áhyggjur af íslensku og efist um eigin getu í móðurmálinu. Viðhorf framhaldsskólanema til íslensku er þó að mestu leyti jákvætt, að mati íslenskukennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem rætt var við í Orði af orði á Rás 1. Það endurspeglist í því að þau vilja tala íslensku og vilja nota málið á öllum sviðum.
X22 Kastljós
Skólamál taka helming fjármuna sveitarfélaga
Um helmingur útgjalda sveitarfélaganna fer í skólamál en þó er afar misjafnt eftir sveitarfélögum hve hátt hlutfallið er. Kostnaðurinn hefur vaxið mikið enda verkefnin að verða fleiri og flóknari. Um fimmtungur barna hefur nú annað móðurmál en íslensku og sífelld krafa er um að yngri og yngri börn fái leikskólapláss.
7% barna komast á leikskóla að fæðingarorlofi loknu
Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða, það er eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Einungis um sjö prósent barna komast á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi.
Nemendur Fossvogsskóla úr einu mygluðu húsi í annað
Foreldrum nemenda í Fossvogsskóla barst tilkynning í morgun um að raki hefði mælst í Korpuskóla, þar sem börn þeirra hafa stundað nám vegna mygluskemmda á húsnæði Fossvogsskóla. Beðið er eftir niðurstöðum úr ræktun sýnanna, en þá kemur í ljós hvort mygla sé enn í húsinu. Mygla mældist í Korpuskóla snemma á síðasta ári, en talið var að húsnæðið væri orðið öruggt eftir viðgerðir og þrif.
03.01.2022 - 17:22
Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning
Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Þetta segir í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Trans manneskja í fyrsta sinn ráðherra í Svíþjóð
Konur eru í meirihluta nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð sem kynnt var í gær. Þær eru tólf en karlarnir ellefu. Í ríkisstjórninni er einnig fyrsti ráðherrann á Norðurlöndum sem er trans manneskja. Lina Axelsson Kihlblom, sem fór í kynleiðréttingu á tíunda áratug síðustu aldar, er ráðherra skólamála.
02.12.2021 - 10:20
Fréttaskýring
Grafa kínverskar gjafir undan akademísku frelsi?
Breskir háskólar hafa lengi þegið fé og gjafir bæði frá einstaklingum og stofnunum. Nú hafa margir áhyggjur af hvað skólarnir fá mikið af fé frá Kína, bæði beint og óbeint, einnig þar sem kínverskir stúdentar eru stór hópur nemenda. En það eru fleiri gjafir sem menn eru uggandi yfir að hafi áhrif á skoðanaskipti innan háskólanna.
17.11.2021 - 17:40
 · Erlent · Bretland · styrkir · Menntamál · Stjórnmál · háskólar
Lilja: Málefni Menntamálastofnunar í algjörum forgangi
Tilviljanakennd stjórnun og skaðlegur starfsandi ríkir á Menntamálastofnun og það ógnar öryggi og heilsu starfsfólks sem ber lítið traust til stjórnenda. Helmingur starfsfólksins hefur ýmist upplifað eða orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi á vinnustaðnum. Menntamálaráðherra segir að málið sé í algjörum forgangi innan ráðuneytisins.
Sjötíu nemendur þurftu fyrr heim úr ungmennabúðum
Sjötíu nemendur í níunda bekk voru sendir heim úr ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands í gær eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum þeirra. Nemendurnir komu í búðirnar á mánudag og hefðu að óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna, segir í tilkynningu frá Ungmennafélaginu. Þá fer allt starfsfólk í smitgát og PCR-próf.
22.10.2021 - 09:09
 · Innlent · Menntamál · UMFÍ · COVID-19
Fréttaskýring
„Alvarleiki stöðunnar er öllum ljós“
Forstjóri Menntamálastofnunar segir að bregðast þurfi harðar við niðurstöðum PISA-kannana en gert hefur verið. Sviðstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að alvarleiki stöðunnar sé öllum ljós. Koma þurfi á gæðastöðlum í grunn- og framhaldsskólum til að tryggja gæði menntunar um allt land. Fréttastofa fer yfir verkefni í menntamálum á komandi kjörtímabili.
Skynjar ekki óróa vegna upphafs skólastarfs
Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segist ekki skynja óróa meðal starfsmanna vegna upphafs skólastarfs. Langstærstur hluti kennarahópsins var bólusettur með bóluefni Pfizer og þarf því ekki örvunarskammt.
04.08.2021 - 15:24
„Það langar engan að endurtaka síðastliðið ár”
Formaður Skólastjórafélags Íslands segir flesta kennara og skólastjórnendur nokkuð bjartsýna á komandi skólaár. Hann kallar eftir reglum og leiðbeiningum frá stjórnvöldum um verklag innan skólanna ef, og þegar, smit greinast.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Hafnarfjörður verður heimabær Tækniskólans
Í gær undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans viljayfirlýsingu um að reisa framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur undanfarin ár starfað í nokkrum byggingum sem dreifast víða um höfuðborgarsvæðið en í nýrri skólabyggingu gæti öll starfsemi skólans verið undir sama þaki.
Kastljós
Endurskoða þarf verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu
„Það má alltaf gera betur, eitt af því sem þarf að skoða er verkaskipting í heilbrigðiskerfinu og tilfærsla verkefna milli fagstétta,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en að ekki sé að ástæðulausu að hjúkrunarfræðingar sinni ýmsum stjórnunarstörfum.
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Segir vandann hljóta að felast í námslánakerfinu
Forseti Stúdentaráðs segir fjárhagsstöðu stúdenta mikið áhyggjuefni og telur lausnina felast í varanlegri hækkun á grunnframfærslu. Fyrr í dag var greint frá því að um þriðjungur íslenskra háskólanema teldi sig glíma við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum könnunar, sem var gerð árið 2019, á högum háskólanema í 26 Evrópulöndum.
21.05.2021 - 12:32
Lýsir yfir áhyggjum af stöðu grunnskólanema
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins spurði á Alþingi í dag hvort stefnan um skóla án aðgreiningar væri of dýru verði keypt. Árangur grunnskólanemenda í PISA könnunum væri skelfilegur og lesskilningur í frjálsu falli.
20.04.2021 - 17:38
„Óþægilegt“ að fá hópsmit í hverfið
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa og Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu en að hann vildi sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. 
Skiluðu inn 20 blaðsíðum af athugasemdum til Gæðaráðs
Það hefði átt að gera sterkari faglegan ramma í kring um lögreglunámið í Háskólanum á Akureyri, segir rektor, en undirstrikar að skýrsla Gæðaráðs háskólanna segi ekki alla söguna þar sem skólinn hafi enn ekki skilað úrbótatillögum. Til greina kom að gera formlega athugasemd við úttektina. Gæðaráð íslenskra háskóla segir í skýrslu sinni að víða sé pottur brotinn í framkvæmd lögreglunámsins við HA og takmarkað traust (e. limited cofidence) sé borið til skólans til þess að sinna því.
27.03.2021 - 17:03
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.