Færslur: mennta- og barnamálaráðherra

Viðtal
Býst við að þjóðarhöllin verði risin 2025 eða 2026
Formaður Körfuknattleikssambandsins fagnar því að ríki og borg hafi náð samkomulagi um Þjóðarhöll. Hann vonast til þess að framkvæmdir hefjist í ár og höllin verði tilbúin til notkunar innan fjögurra ára. „Þetta breytir því líka að við eignumst heimili fyrir landsliðin okkar, því að það er ekki bara að þetta sé fyrir einstaka landsleiki. Þetta er einnig til æfinga fyrir yngri landsliðin og karla- og kvennalandsliðin,“ segir Hannes.
Undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll
Menntamálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrita í dag viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skrifað verður undir utandyra í Laugardalnum. Fyrir þremur vikum fór Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðs karla í handbolta, afar hörðum orðum um stjórnvöld og sagði það þjóðarskömm að ekki sé til þjóðarhöll.