Færslur: menningin

Persónuleg plata með átjándu aldar ómstríðum
Óvenjulega ómstríður strengjakvartett eftir Mozart, ensk tregaljóð frá endurreisnartímanum og ferðir íslenskra vesturfara til Kanada er meðal þess sem býr að baki nýrri hljómplötu Valgeirs Sigurðssonar, Dissonance, sem kom út undir merkjum útgáfunnar Bedroom Community fyrir skemmstu. Útgáfan, sem Valgeir lýsir sem samfélagi ólíkra en samhentra listamanna, fagnaði 10 ára afmæli fyrr í vetur, og er Dissonance 28. hljómplatan sem hún gefur út.
02.06.2017 - 17:06
Viðtal
Fiðluleikari sem varð frumkvöðull í vídeólist
„Þetta er svolítið skemmtileg sýning,“ segir Steina Vasulka vídeólistakona, en ný sýning á verkum hennar og manns hennar, Woodys Vasulka, var opnuð á dögunum í galleríinu Berg Contemporary í Reykjavík. „Þetta er allt formlegt og í römmum, svona eins og eigi að selja þetta til góðborgara - og við höfum aldrei verið neinir sérstakir góðborgarar. En við erum náttúrulega á leiðinni þangað, ef við erum ekki á leiðinni í gröfina,“ bætir hún við glaðbeitt.
24.05.2017 - 15:28
Pistill
Hinn myrki prins
Dagur Hjartarson flutti pistil í Menningunni og velti fyrir sér arðgreiðslum á mörkum lífs og dauða.
19.05.2017 - 14:31
Pistill
Hefur ofbeldi áhrif á heilsuna?
Ég fór til læknis í gær og hann kvaddi mig með þessum orðum: Hugsaðu vel um sjálfa þig. Ég spurði, fæ ég ekki resept, lyf eða myndatöku? Nei, farðu vel með þig.
04.05.2017 - 12:20
„Ég er fyrst og fremst rómantíker“
Eftir opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur fyrr á árinu, þar sem Danadrottning veitti nokkrum Íslendingum orður fyrir vel unnin störf, var þó einn sem enn átti sinn riddarakross inni, því hann átti ekki heimangengt. Þetta var Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður. Menningin ræddi við Tryggva um líf hans og list og fylgdist með því þegar orðan rataði loksins til hans.
13.04.2017 - 13:00
Málar staði með stöðunum sjálfum
Í aldanna rás hafa ófáir listamenn málað myndir af landslagi. Á sýningu Kristjáns Steingríms í galleríinu Berg Contemporary í Reykjavík má hins vegar sjá málverk sem eru beinlínis máluð með landslaginu - því er bókstaflega smurt á strigann. Við litum inn á sýninguna og kynntum okkur sumar af aðferðum listamannsins, til dæmis hvernig hann vinnur olíuliti úr bergi og jarðvegi mismunandi staða og framkallar þannig litbrigði þeirra í myndum sínum.
06.04.2017 - 11:43
Af froðufellandi málfarslöggum
Þórdís Gísladóttir flutti pistil um íhaldssemi sumra gagnvart íslensku máli.
10.03.2017 - 12:16
Prinsipp að segja aldrei „þetta er ekki hægt“
„Það var hringt í mig, af því að það vantaði málara meðan verið væri að auglýsa eftir málara. Ég fékk bara að vera hér í hálfan mánuð til að fylla upp í þá vinnu sem þyrfti. Svo var ég bara ekkert látinn fara.“ Þannig lýsir Gunnar Baldursson leikmyndahönnuður og nýbakaður heiðursverðlaunahafi Edduverðlaunanna því hvernig hann hóf störf hjá Sjónvarpinu 1971, grunlaus um þann langa feril sem beið hans, og allar þær óteljandi leikmyndir sem hann átti eftir að hanna fyrir kvikmyndir og sjónvarp.
28.02.2017 - 12:07
Bjalla sem felur sig í hjarta fúins trés
Dagur Hjartarson flutti pistil í Menningunni í Kastljósi og rifjaði upp sögu af skáldi á flótta.
23.02.2017 - 17:28
Trúin í túnfiskssalatinu
Elísabet Jökulsdóttir leitaði að trú - og fann hana á óvæntum stöðum.
02.02.2017 - 16:10
Geta ekki talað um annað en SKAM
Norsku sjónvarpsþættirnir SKAM hafa slegið rækilega í gegn, ekki bara í heimalandinu heldur um víða veröld - ekki síst hér á landi. Raunsæisleg nálgun á líf unglinga og söguþráður sem kemur í ljós í rauntíma á samfélagsmiðlum er meðal þess sem gefur norsku sjónvarpsþáttunum Skam sérstöðu. Menningin kynnti sér þetta nýjasta framlag Noregs til heimsmenningarinnar og ræddi við nokkra Skam-sérfræðinga.
19.01.2017 - 11:38
Gott fólk á gráu svæði
„Það sem mér finnst áhugavert eru þessu gráu svæði í samskiptum og í nánum samböndum sem við eigum svo erfitt með að tala um,“ segir Una Þorleifsdóttir, leikstjóri leikritsins Góðs fólks, sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á föstudag.
04.01.2017 - 14:58
„Ég hef engan áhuga á að sýna þetta“
Þýskur expressjónismi, japönsk erótík, grafíkverk eftir Picasso, 300 ára gömul gríma frá Senegal og spænsk leyniskjöl frá því á valdatíma Francos eru meðal þess sem finna má á sýningunni Að safna og hafna í Listasal Mosfellsbæjar. Gripirnir eru allir í eigu Guðbergs Bergssonar, rithöfundar.
06.10.2016 - 11:44
Dulvitund Steingríms Eyfjörð
„Við erum alin upp við dulhyggju. Það er ekkert vandamál að lesa drauma og maður er ekki að rengja fólk sem sér drauga eða nokkuð slíkt," segir Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður. Dulhyggja hefur lengi verið honum hugleikin og þess sést skýrt merki á sýningunni Guli eyrnalokkurinn, sem stendur nú yfir í Gallerí Gamma.
31.03.2016 - 17:15
„Þetta var bara sprengikvöld“
Hlín Agnarsdóttir fjallar um Mávinn eftir Anton Tsjekhov í Menningunni í Kastljósi. Sýningin var frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir helgi.
„Virkilega útpælt, kúl sýning!“
Brynja Þorgeirsdóttir ræðir við Hlín Agnarsdóttur og Arnar Eggert Thoroddsen um nýja sýningu Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company, Í hjarta Hróa hattar þar sem Hrói og liðsmenn hans ræna hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku.