Færslur: menningarsaga

Heimsminjaskráin aðeins toppur ísjaka
„Mér fannst, þá sérstaklega í auðnunum og þegar ég sá til fjalla, að ég væri komin heim,“ segir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir um þá tilfinningu að ferðast um Íran. Hún þekkir vel til sögu Mið-Austurlanda og Íraks og Írans en þar eru einhver elstu menningarsamfélög veraldar. Hótanir Bandaríkjaforseta um að ráðast á menningarlega mikilvæga staði í Íran vöktu mikla athygli í vikunni, þó svo að aðrir fulltrúar stjórnvalda þar vestra hafi dregið úr hótuninni. 
11.01.2020 - 09:08
Forboðið rokk og furðuleg framúrstefna
Í útvarpsþáttunum Ágætis byrjun á Rás 1 er glefsað í menningarsögu fullveldisins Íslands. Nú er komið að 5. þætti sem fjallar um árin 1958-1967. Þetta er tími rokksins, bítlaæðisins, Musica Nova og Súm-hópsins svo eitthvað sé nefnt.
Hreinir fletir og framúrstefna
Menningaráhrif erlendis frá, til dæmis frá myndlistinni í París, og útgáfa tímaritsins Birtings höfðu mikil áhrif á menningu eftirstríðsáranna á Íslandi. Um þetta er fjallað í fjórða þætti af Ágætis byrjun, útvarpsþáttum þar sem menningarsaga fullveldisins Íslands er skoðuð.
26.01.2018 - 14:41
Átök og kaupmáttur fylgja hernáminu
„Með hernáminu flæddu peningar inn í landið og fólk hafði nóg fjárráð til að kaupa menningu. Þá kom mikil uppsveifla í útgáfu. Margar „þungar“ bækur voru gefnar út, stórar og miklar,“ segir Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur. Dagný er meðal viðmælenda í þriðja þætti af Ágætis byrjun þar sem fjallað er um menningu fullveldisins Íslands á árunum 1938-1947. Hér má heyra brot úr þættinum sem á dagskrá á laugardag kl. 17. Umsjón hefur Guðni Tómasson.