Færslur: Menningarnótt 2019

Mynd með færslu
Tónaflóð Rásar 2 í beinni
Bein útsending frá Tónaflóði, árlegum stórtónleikum Rásar 2 á Menningarnótt frá Arnarhóli. Fram koma ClubDub, Auður, GDRN, Vök, Valdimar, Hjaltalín og Stjórnin.
Myndskeið
Maraþonið hafið - búast má við töfum
Miðborginni verður lokað fyrir almennri bílaumferð frá klukkan sjö á laugardagsmorgun og til klukkan eitt eftir miðnætti. Líkt og endranær á Menningarnótt er búist við að það verði fjöldi fólks í miðborginni allan daginn. Þá má búast við töfum þegar Reykjavíkurmaraþonið hefst. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir í tíu kílómetra hlaup og þriggja kílómetra hlaup
24.08.2019 - 07:38
Viðtal
Ófært að heimili borgarstjóra
„Ég kalla þessa svalir aldrei annað en plankann. Húsið er svona eins og stórt sjóræningjaskip og svo er hægt að ganga plankann, enda er þetta frekar heitt sæti sem ég sit í.“ Dagur B. Eggertsson ræddi við Gunnar Hansson og Guðrúnu Gunnars á Ráðhússvölunum í morgun.
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Ellefu ómissandi viðburðir á Menningarnótt
Miðborg Reykjavíkur verður undirlögð af margs konar menningarviðburðum á laugardag og veðurspáin með besta móti. Þá er tilvalið að skilja bílinn eftir, taka strætó í miðbæinn og njóta alls þess sem boðið verður upp á. Dagskráin er afar fjölskrúðug en við mælum hér með ellefu ómissandi viðburðum.