Færslur: Menningarnótt

Menningarnótt aflýst
Neyðarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa öllum viðburðum Menningarnætur, sem átti að fara fram 21. ágúst. Þetta er annað árið í röð sem Menningarnótt verður ekki með hefðbundnum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
04.08.2021 - 12:44
Fólk á landsbyggðinni ekki eins smávaxið og talið var
„Ég hafði aldrei séð svona fólk nema á mynd. Ég var búinn að kanna aðeins á Árbæjarsafninu og það virkaði eins og fólk í sveitum væri mikið minna en jafnvel konur voru yfir meðalhæð,“ segir menningarrýnirinn Frímann Gunnarsson sem ferðaðist um landið í fyrsta skipti í sumar.
24.08.2020 - 10:46
Mynd með færslu
Í BEINNI
Menningarnæturgleði heima í stofu
Á venjulegu ári hefði Menningarnótt farið fram með pompi og prakt í dag en vegna kórónuveirunnar var ákveðið að aflýsa hátíðinni. Það verður þó nóg um menningu og gleði á RÚV og Rás 2 í kvöld þar sem þéttpökkuð dagskrá er fram undan.
22.08.2020 - 19:39
Menningarnótt aflýst - Tónaflóð og viðburðir á skjánum
Í fyrsta sinn frá árinu 1996 stendur Reykjavíkurborg ekki fyrir hátíðarhöldum í tilefni af afmæli borgarinnar. Menningarnótt er sá viðburður ársins sem flestir sækja en að jafnaði hafa allt að hundrað þúsund manns safnast saman í miðborginni til að njóta fjölbreyttra listviðburða.
21.08.2020 - 12:43
Menningarnótt aflýst í fyrsta sinn
Reykjavíkurborg hefur aflýst Menningarnótt sem halda átti dagana 13.- 23. ágúst vegna COVID-19. Þetta var ákveðið á fundi neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Menningarnótt er aflýst frá því að hátíðarhöld hófust 1996.
Menningarnótt verður 10 daga hátíð
Hátíðahöld vegna Menningarnætur munu dreifast yfir tíu daga vegna COVID-19 faraldursins. 
19.06.2020 - 14:10
Menningin
Sér flugeldasýningar í hverjum garði
Blómasýning sem er í senn flugelda- og danssýning verður opnuð í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 á þjóðhátíðardaginn.
Hátíðahöld verða ekki með hefðbundnum hætti í sumar
Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ljóst er að fjöldatakmarkanir munu hafa áhrif á hátíðahöld og íþróttaviðburði í sumar.
Mynd með færslu
Tónaflóð Rásar 2 í beinni
Bein útsending frá Tónaflóði, árlegum stórtónleikum Rásar 2 á Menningarnótt frá Arnarhóli. Fram koma ClubDub, Auður, GDRN, Vök, Valdimar, Hjaltalín og Stjórnin.
Viðtal
Ófært að heimili borgarstjóra
„Ég kalla þessa svalir aldrei annað en plankann. Húsið er svona eins og stórt sjóræningjaskip og svo er hægt að ganga plankann, enda er þetta frekar heitt sæti sem ég sit í.“ Dagur B. Eggertsson ræddi við Gunnar Hansson og Guðrúnu Gunnars á Ráðhússvölunum í morgun.
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Myndskeið
Völundarhús, vöfflur og upprisa brauðtertunnar
Menningarnótt verður haldin með pompi og prakt á laugardag. Það er í mörg horn að líta við undirbúning á hátíð sem telur hundruð viðburða.
23.08.2019 - 09:41
Ellefu ómissandi viðburðir á Menningarnótt
Miðborg Reykjavíkur verður undirlögð af margs konar menningarviðburðum á laugardag og veðurspáin með besta móti. Þá er tilvalið að skilja bílinn eftir, taka strætó í miðbæinn og njóta alls þess sem boðið verður upp á. Dagskráin er afar fjölskrúðug en við mælum hér með ellefu ómissandi viðburðum.
Erilsöm menningarnótt hjá lögreglu
Menningarnótt var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls komu yfir 130 mál inn á borð lögreglu frá kvöldmatarleyti í gærkvöldi þar til í morgun. Ekið var á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. Vegfarandinn slasaðist illa, hlaut meðal annars opið beinbrot, og var hann fluttur á slysadeild.
Metfjöldi á Menningarnótt
Talið er að vel á annað hundrað þúsund manns hafi komið í miðborg Reykjavíkur til að njóta viðburða á Menningarnótt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar er haft eftir lögreglu að hátíðin hafi gengið afar vel fyrir sig og aðsókn hafi verið jöfn og þétt frá hádegi fram á kvöld.
19.08.2018 - 00:49
Tíst og taggað á Menningarnótt
Tuttugustu og þriðju menningarnótt í Reykjavík lauk með flugeldasýningu rúmlega ellefu í kvöld. Borgin iðaði af lífi og fjöldi viðburða setti svip sinn á svæðið. Veður var gott og fjölmennt í bænum. Það fór ekki framhjá notendum samfélagsmiðla að mikið stæði til en hér er brot af því besta þaðan.
18.08.2018 - 23:44
Tónaflóð Rásar 2
Bein útsending frá stórtónleikum Rásar 2 á Menningarnótt.
18.08.2018 - 19:30
Bubbi á spítala og spilar ekki í kvöld
Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi. Hann kemur því ekki fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í kvöld. Hann greinir frá þessu í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hann undanfarið hafa glímt við kvillann og að ekki hafi tekist að meðhöndla hann fyrir kvöldið.
18.08.2018 - 16:06
Viljaverk og pólitísk ákvörðun
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti Menningarnótt á Hafnartorgi í dag. Í ræðu sinni minnti hann á hvernig Menningarnótt hefði ekki orðið til af sjálfu sér heldur væri hún viljaverk og mjög pólitísk ákvörðun þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
18.08.2018 - 14:53
Miðborgin lokuð: Fólk hvatt til að taka strætó
Vegna Menningarnætur var miðborg Reykjavíkur lokað fyrir almennri bílaumferð klukkan sjö og verður hún lokuð til klukkan tvö í nótt. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða fara með strætisvögnum í bæinn og skutlur verða á vegum Strætós frá bílastæðum í Laugardal og Borgartúni að Hallgrímskirkju frá klukkan 7.30 til eitt í nótt.
18.08.2018 - 08:28
Króli, Eyþór og eftirhermurnar tóku B.O.B.A.
„Þetta var ekki æft, ekki neitt,“ segir Króli gersamlega agndofa yfir útkomunni á flutningi B.O.B.A. þar sem Eyþór Ingi bregður sér í gervi Bubba og Páls Óskars. Eyþór Ingi og Króli eru meðal hinna fjölmörgu listamanna sem troða upp á Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2 á Arnarhóli annað kvöld.
17.08.2018 - 16:45
Tíu ómissandi viðburðir á Menningarnótt
Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á laugardag og veðurspáin er með besta móti. Við mælum með því að fólk hoppi í næsta strætó, skilji bílinn eftir heima og taki þátt í fjörinu. Úr ótal viðburðum er að velja en hverju má ekki missa af?
17.08.2018 - 15:26
Kjarnasamruni Hjálma og Prins Póló
„Þetta verður bara einhver eðlilegur kjarnasamruni,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló um fyrirhugaðan bræðing Prins Póló og Hjálma á Tónaflóðstónleikum Rásar 2 á menningarnótt. Böndin eiga langa sögu af samvinnu en hafa þrátt fyrir það aldrei spilað saman á sviði áður.
17.08.2018 - 11:20
Leiðinlegasta fólk jarðarinnar verður fyndið
Improv Ísland hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem dýrindis skemmtun en spunafélagið var stofnað árið 2015. Eins og áður munu þau bjóða upp á spunamaraþon í Þjóðleikhúskjallaranum á Menningarnótt.
17.08.2018 - 10:33
Hiphop í bland við sígrænt á Tónaflóði 2018
Tónaflóð, árlegir menningarnæturtónleikar Rásar 2 verða í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. Birnir og Flóni, Herra Hnetusmjör, Huginn, Bríet og GDRN hefja leika ásamt Jóa Pé og Króla. Þá mæta Prins Póló og Hjálmar, Írafár í kjölfarið og Todmobile slá svo botninn í kvöldið.
17.08.2018 - 09:58