Færslur: Menningarmál

Danir gætu staðið betur við skuldbindingar um handritin
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir að að fleiri handrit Árna Magnússonar ættu að koma heim til Íslands og vill fá þau að láni frá Dönum. Þá segir hún að Danir gætu staðið betur við þær skuldbindingar sem samþykktar voru við skiptingu handritanna á síðustu öld.
14.01.2022 - 07:30
Spegillinn
Áfangasigur fyrir norrænt menningarstarf
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi, stórauka á samvinnu í loftslagsmálum og efla innra samstarf. Svona er framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar og lögð hefur verið fram aðgerðaáætlun sem á að tryggja að sú sýn verði að veruleika. Í aðdraganda Norðurlandaráðs-þings i Kaupmannahöfn sem haldið var nýlega bar nokkuð á gagnrýni vegna þess að skera ætti niður í menningarstarfi á vegum Norðurlandaráðs. 
08.11.2021 - 17:05
15.400 starfa við menningu
Í fyrra störfuðu 15.400 manns, á aldrinum 16 til 74 ára, við menningu. Það er 7,7 prósent af vinnandi fólki, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
13.12.2019 - 21:47
Milla Ósk ráðin aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur
Milla Ósk Magnúsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Hún hefur störf í ráðuneytinu á morgun. Hafþór Eide Hafþórsson, sem gegnt hefur starfinu frá 2017, lætur þá af störfum.
Vilja styrkja samstarf Íslands og Grænlands
Ane Lone Bagger, ráðherra mennta-, menningar- og utanríkismála í grænlensku landsstjórninni, fundaði í dag með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um samstarf, samskipti og tengsl landanna tveggja. Auk þess var rætt um fyrirhugaða vísindaviku sem stendur til að halda á Grænlandi í desember.
12.10.2019 - 15:43
Vill að safnið verði áfram í miðbænum
Fjárlaganefnd hefur samþykkt breytingatillögu sem heimilar sölu á húsakosti Þjóðskjalasafnsins, annað árið í röð. Þjóðskjalavörður er ósáttur við aðferðafræðina, það að sala hafi verið heimiluð án þess að hugur stjórnenda væri kannaður eða fram færi greining á þörfum safnsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, studdi breytingatillöguna, bæði í fyrra og í ár. Hann myndi vilja sjá Listaháskólann í húsnæði safnsins. Það tæki langan tíma að flytja safnið, kæmi til þess.
28.12.2016 - 19:08