Færslur: menningararfur

Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Myndskeið
Þarf aðeins einn neista svo að menningararfur glatist
Það má ekki mikið útaf bregða til að stórkostleg menningarverðmæti fari í súginn, miðað við í hvernig aðstæðum þau eru varðveitt. Þetta segir forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
09.10.2020 - 13:32