Færslur: Menningar- og viðskiptaráðherra

Lilja sagðist aldrei harma ráðninguna
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, viðurkennir að hafa vanmetið þörfina á því að auglýsa stöðu þjóðminjavarðar. Þetta sagði hún í ræðu á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. Lilja segir fullyrðingar um að hún hafi sagst harma ráðninguna rangar.
Vikulokin
Skýrt að auglýsa skuli stöðu þjóðminjavarðar
Störf á borð við stöðu þjóðminjavarðar ber að auglýsa að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ráðherra ekki vita hvers konar hæfileikamanneskju hefði verið hægt að laða í starfið. Eiríkur sagði í Vikulokunum á Rás eitt í morgun að það væri almenn regla og skýr andi laga um ráðningar, að stöðu á borð við þjóðminjavörð beri að auglýsa.
Fornleifafræðingar gagnrýna skipun þjóðminjavarðar
Skipun nýs þjóðminjavarðar var óvönduð og ferlið metnaðarlaust, íslensk menning á betra skilið, segir Gylfi Björn Helgason, formaður félags fornleifafræðinga. Stjórn félagsins gagnrýnir Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur skipað Hörpu Þórsdóttur safnstjóra Listasafns Íslands til að gegna embætti þjóðminjavarðar, án auglýsingar.
Leggur fram fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands
Drög að heildstæðum lögum um tónlist og fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands voru birt á samráðsgátt stjórnvalda í morgun. Menningamálaráðherra segir að aðgerðirnar séu löngu tímabærar fyrir íslenska tónlist.