Færslur: #menning

Fréttaskýring
Dularfulla listaverkaránið
Fyrir fjörutíu árum rændu þjófar fimm afar verðmætum listaverkum úr safni í Austur-Þýskalandi. Nú er loks búið að endurheimta verkin, þökk sé borgarstjóranum á staðnum. Margt er þó enn á huldu um þennan stærsta og dularfyllsta listaverkaþjófnað í sögu Austur-Þýskalands.
18.12.2019 - 15:41
Víðsjá
Vanhelg bók um djöfulsins öfugsnúnu furður og stórmerki
Skáldsagan Björn og Sveinn - eða makleg málagjöld - eftir Megas hefur verið endurútgefin en bókin kom fyrst út árið 1994 og er fyrsta og eina skáldsaga Megasar.
15.12.2019 - 15:02
Bilun er mjög góð í listum
Guðbergur Bergsson hefur sent frá sér bókina Skáldið er eitt skrípatól sem hefur að geyma þýðingar hans á ljóðum eftir portúgalska skáldið Fernando Pessoa. Guðbergur hefur einnig skrifað ítarlega ritgerð um ævi og skáldskaparfræði Pessoa sem var eitt merkilegasta ljóðskáld 20. aldar.
16.11.2019 - 09:51
Galdramaðurinn frá Noregi
Norski upptökumaðurinn Jan Erik Kongshaug andaðist á þriðjudag, 75 ára gamall. Kongshaug var einhver merkasti upptökumaður samtímans og stofnaði meðal annars árið 1984 hið fræga Regnboga-hljóðver í Ósló þar sem margar af merkustu djass-plötum samtímans hafa verið hljóðritaðar. Kongshaug var goðsögn í lifanda lífi.
10.11.2019 - 15:30
Þverrandi skilningur Skandinava
 Þegar Norðurlandabúar hittast gera menn að einhverju marki ráð fyrir því að Svíar, Danir og Norðmenn skilji tungumál hverjir annarra. Sá skilningur er þó oft takmarkaður, hvað þá Íslendinganna. Margir Íslendingar kannast við það að hafa setið í blönduðum selskap; við það að bræða úr sér þegar þeir reyna til skiptis að átta sig á sænsku, norsku og dönsku sem þeir þó læra flestir. Ann-Sofie Nielsen Gremaud lektor í dönsku við Háskóla Íslands segir að landar sínir séu ekki alltaf barnanna bestir.
02.11.2019 - 08:21
Morgundýrð á vínekrunni
Í vikunni kom út merkileg bók sem hefur að geyma vatnslitamyndir, teikningar, handskrifaða texta og ljóð eftir kanadísku tónlistarkonuna Joni Mitchell. Bókin varð til árið 1971 þegar Mitchell vantaði jólagjafir fyrir vel valda vini sína. Útkoman var svokölluð Jólabók sem hefur ekki komið fyrir almennings sjónir fyrr en nú.
25.10.2019 - 16:54
Viðtal
Eyðileggur verkið og límir svo saman aftur
Jólasýning Borgarleikhússins að þessu sinni er leikritið Vanja frændi eftir rússneska rithöfundinn Anton Tsjekhov. Leikstjóri verksins er Brynhildur Guðjónsdóttir en ný íslensk þýðing, sú þriðja, hefur nú verið gerð á verkinu. Hana gerði Gunnar Þorri Pétursson, sem nam bókmenntir í Pétursborg og starfar sem fræðimaður og þýðandi.
08.10.2019 - 11:27
Konungshöllin fyrir almenning
Sex hæðir verða byggðar ofan á Buckingham höll í Lundúnum sem verður heimili fyrir fimmtíu þúsund manns. Þetta er ein tíu tillagna sem þóttu skara fram úr í hönnunarsamkeppni hins þýska Der Spiegel og Bauhaus. Markmið tillögunnar er að skapa höll fyrir almenning á viðráðanlegu verði með nýstárlegum og hugmyndaríkum hætti.
06.10.2019 - 09:25
Fréttaskýring
Tyrkneska Hollywood
Tyrkneskir sjónvarpsþættir fara sigurför um heiminn og eru orðnir ein helsta útflutningsvara landsins. Vinsældir draumasmiðjunnar í Tyrklandi á heimsvísu nálgast nú ört Hollywood sem í áratugi hefur verið allsráðandi á markaðnum.
29.09.2019 - 10:00
Viðtal
Fyllist sorg þegar hún horfir á Vatnajökul
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands í vetur, þar sem hún mun einbeita sér að ljóðlist. Í október er væntanleg ný ljóðabók eftir Steinunni sem ber heitið Dimmumót. Þar yrkir hún meðal annars um Vatnajökul og hvarf hans.
28.09.2019 - 11:00
Heiðra Vilborgu Dagbjartsdóttur á nýju torgi
Fyrstu línur ljóðsins Vetur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur voru afhjúpaðar á nýju torgi við steinbryggjuna í miðbæ Reykjavíkur í dag.  
05.09.2019 - 21:05
Ragnar Kjartansson hlýtur virt finnsk verðlaun
Ragnar Kjartansson hlýtur finnsku verðlaunin Ars Fennica við hátíðlega athöfn í Amos Rex safninu í Helsinki í dag.  Aðeins einn Íslendingur hefur áður hlotið verðlaunin. Þetta kemur fram á Facebook síðu íslenska sendiráðsins í Helsinki. 
21.08.2019 - 14:06
Brjálað stuð á Borðeyri
Tónlistarhátíðin Hátíðni verður haldin á Borðeyri við Hrútafjörð fyrstu helgina í júlí. Þar koma fram tónlistarmenn og hljómsveitir sem hafa verið að hasla sér völl á íslensku tónlistarsenunni að undanförnu. Það er listasamlagið og útgáfufélagið Post-dreifing sem stendur að viðburðinum.
18.05.2019 - 09:00
Viðtal
Með heiminn á herðum sér
Atlas, fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Marteins Sindra Jónssonar, kemur út í stafrænum miðlum 16. maí og á vínylplötu um miðjan september samhliða útgáfutónleikum í Iðnó.
05.05.2019 - 16:29
Myndband
Ungir sem aldnir kváðu rímur á Svalbarðseyri
Fólk á ýmsum aldri kom saman á Landsmóti kvæðamanna á Svalbarðseyri um síðustu helgi. Að mótinu stóðu átta kvæðamannafélög víðs vegar af landinu, saman kalla þau sig Stemmu.
01.05.2019 - 14:30
„Þú mátt vera mjög viðkvæmur og bleikur“
„Ég fór inn þarna frekar melankólísk með flensu og ég fór bara næstum að gráta,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur um sýninguna Allt fínt eftir Örnu Óttarsdóttur sem nú er í Nýlistasafninu.
Japanska bylgjan sem reið yfir heimsbyggðina
Bíódagar sem helgaðir eru japanska kvikmyndaleikstjóranum Yasujiro Ozu standa nú yfir í Bíó Paradís þar sem eru sýndar fjórar kvikmyndir eftir þennan mikla meistara japanskrar kvikmyndagerðar.
30.03.2019 - 12:00
Einstakur listamaður kveður
Enski tónlistarmaðurinn Marks Hollis andaðist í síðustu viku, mánudaginn 25. mars, 64ra ára að aldri. Hollis var forsprakki hljómsveitarinnar Talk Talk sem naut mikilla vinsælda og virðingar á níunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var starfrækt í tíu ár og gaf á ferli sínum út fimm plötur. Á þeim tíma þróaðist tónlistin frá aðgengilegu synta-poppi til tilraunakenndrar tónlistar þar sem saman komu áhrif úr ýmsum áttum, meðal annars frá jazztónlist og klassískri tónlist.
04.03.2019 - 08:47
Berglindi Festival er kalt
Það er kalt úti og Berglind Festival var að sjálfsögðu send á vettvang að kanna málið nánar.
01.02.2019 - 21:58
Leikið á hrosskjálka og vatnsbrúsa
„Við byrjuðum á þessu þegar strákarnir okkar voru litlir. Þá vorum við spurð í leikskólanum hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir krakkana," segir Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari en hún og maður hennar Steef van Oosterhout slagverksleikari eru Dúó stemma.
01.02.2019 - 14:00
Lifandi hefðir
„Með því að setja þennan vef á laggirnar erum við að uppfylla samning við UNESCO um varðveislu óáþreifanlegs menningararfs," segir Vilhelmína Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Árnastofun. Stofnunin sér um vefinn lifandihefdir.is fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
31.01.2019 - 07:30
Aðventa lesin á aðventunni
„Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu, það getur gerst á margan máta. Benedikt hafði sinn hátt á því sem öðru.“ Svona hljómar upphafið á Aðventu, einni vinsælustu sögu rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar.
03.01.2019 - 07:30
Tónlistarskólinn ekki hús heldur fólk
Tónlistarskólinn á Ísafirði fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. „Fyrst um sinn var þetta náttúrlega bara kennsla inn á heimilum fólks. Og ofsalega mikið grasrótarstarf í kringum skólann,“ segir Dagný Arnalds, starfandi skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.
02.01.2019 - 14:30
Margir eiga föst sæti á Eyjakvöldum
Fyrsta föstudag hvers mánaðar stendur hljómsveitin Blítt og létt fyrir Eyjakvöldum í Vestmannaeyjum. Þá hittast eyjamenn og syngja lögin sín í þeim tilgangi að viðhalda menningararfinum. Hljómsveitin sem er að sjálfsögðu skipuð Vestmannaeyingum er að hefja sitt tíunda starfsár og allt snýst þetta um að hafa gaman.
02.01.2019 - 09:28
Viðtal
Frá Bítlum og Brunaliði til Bagdad
Íslenska hljómsveitin Bagdad brothers hefur vakið töluverða athygli að undanförnu og fékk meðal annars Kraumsverðlaunin á dögunum fyrir plötuna Jæja sem kom út fyrr á þessu ári.
15.12.2018 - 14:53