Færslur: #menning

Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00
Ætla að styðja betur við menninguna
Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlíf landsins en segir að enn þá sé ekki ljóst hvernig stuðningurinn verður útfærður. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram.
2,5% af opinberum útgjöldum fóru til menningarmála
Opinber útgjöld til menningarmála hér á landi námu 2,5% af heildarútgjöldum ársins 2018 og 0,5% heildarútgjalda var varið til fjölmiðla. Langstærsti útgjaldaliður ríkisins til fjölmiðlunar rann til Ríkisútvarpsins. Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd í Evrópu sem verja mestu til menningar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Rax tilnefndur fyrir sleðahundamyndir
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, Rax, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu ljósmyndaverðlaunanna Leica Oskar Barnack Awards fyrir myndaröð sína af grænlenskum sleðahundum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1979 og í ár eru tólf ljósmyndarar víðs vegar að úr heiminum tilnefndir til þeirra. 
15.07.2020 - 20:48
Frumútgáfur bóka Laxness boðnar upp
Frumútgáfur af nokkrum verkum Halldórs Laxness, þar á meðal fyrstu bók hans Barn náttúrunnar sem kom út árið 1919, eru nú boðnar upp á vegum Foldar uppboðshúss. Uppboðshaldari segir að talsverð eftirspurn sé eftir bókum sem þessum.
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Ragnheiður Elín sagði upp ári eftir ráðningu
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur sagt lausu starfi verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020. Tilkynnt var um ráðningu Ragnheiðar Elínar í starfið í byrjun júlí í fyrra.
Víðsjá
„Þú feikar ekki einlægni“
Þann 18. maí voru fjörutíu ár síðan breski tónlistarmaðurinn Ian Curtis andaðist sviplega, tuttugu og þriggja ára að aldri, á heimili sínu í Macclesfield á Englandi.
24.05.2020 - 12:43
Víðsjá
Meistari fáránleikans
Rússneski rithöfundurinn Danííl Kharms er í seinni tíð talinn einn merkasti höfundur absúrdbókmennta í hinum vestræna heimi. Í verkum sínum tókst hann á við fáránleika tilverunnar í sögum sem einkennast af grimmum húmor, kaldhæðni, ósamkvæmni og rökleysu. Gamlar konur detta út um glugga er heiti á nýrri bók sem hefur að geyma örsögur eftir Kharms, í þýðingu þeirra Áslaugar Agnarsdóttur og Óskars Árna Óskarssonar.
17.05.2020 - 13:19
Víðsjá
Funheitur Whitehead
Bandaríski rithöfundurinn Colson Whitehead hlaut á mánudag hin virtu bandarísku Pulitzer-verðlaun, ein virtustu blaðamennsku- og bókmenntaverðlaun vestan hafs, fyrir skáldsöguna The Nickel Boys sem kom út í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Whitehead fær Pulitzer-verðlaunin í flokki bókmennta, það hafa einungis þrír rithöfundar afrekað áður, bandarísku rithöfundarnir Booth Tarkington, William Faulkner og John Updike.
09.05.2020 - 14:42
Landinn
Setja upp endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi
„Við brennum fyrir því að minnka neyslu og hugsa um náttúruna. Okkur finnst stundum alveg galið hvernig við höfum verið að haga okkur, við kaupum endalaust nýtt og hendum og kaupum svo meira nýtt. Við viljum lengja líftíma hlutanna,“ segir Solveig Pétursdóttir á Hofsósi.
04.05.2020 - 15:58
 · Innlent · mannlíf · Umhverfismál · #menning
Landinn
Trommar, flýgur og klifrar í möstrum
„Eins og margir ungir menn eyddi ég nokkrum árum sitjandi fyrir framan tölvuna. Svo bara urðu ákveðnar lífstílsbreytingar hjá mér og ég fékk ógeð af því og reyni núna að lifa eftir því að vera ekki að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Sverrisson sem er með mörg járn í eldinum.
29.04.2020 - 09:36
Landinn
Gamaldags gardína getur orðið flottur gjafapoki
„Margir tengja við það að kannski mamma þeirra eða amma hafi gert nákvæmlega þetta. Að sauma til dæmis úr gardínum ný föt. Þannig að við erum að mörgu leyti að fara „back to the basics,“ - nýta það sem til er," segir Marta Sif Ólafsdóttir sem hannar vörur undir merkjum Litlu Sifjar á Ísafirði.
27.04.2020 - 17:14
Víðsjá
Verra en nokkurt stríð
Skáldsagan Litla land eftir rithöfundinn og tónlistarmanninn Gaël Faye kom út á frönsku árið 2016 og sló algerlega í gegn. Bókin hefur selst í 800 þúsund eintökum í Frakklandi og verið þýdd á þrjátíu tungumál. Faye hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir verkið, sem gerist í Búrúndí og Rúanda í Afríku í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, á tímum borgarastríðs og þjóðarmorðs. Verkið er komið út hjá forlaginu Angústúru í íslenskri þýðingu Rannveigar Sigurgeirsdóttur.
25.04.2020 - 08:00
Víðsjá
„Þjóðin ber hlýhug í garð Vigdísar“
Vigdís Finnbogadóttir fagnaði níræðisafmæli sínu þann 15. apríl. Vigdís var forseti Íslands í sextán ár. Kjör hennar árið 1980 vakti heimsathygli en hún var fyrst kvenna í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegri kosningu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að við eigum öll góðar minningar frá forsetatíð Vigdísar, hún hafi verið farsæll forseti.
18.04.2020 - 12:59
Samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur
Reykjavíkurborg hefur efnt til samkeppni um gerð útilistaverks í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkeppnin er haldin í kjölfar íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020. Á meðal þess sem Vesturbæingar kusu var að halda samkeppni um gerð útilistaverks í hverfinu. 
04.04.2020 - 09:33
Víðsjá
Rammgöldrótt lýsing á heimi á heljarþröm
Í skáldsögunni Sælir eru einfaldir lýsir Gunnar Gunnarsson heimi á heljarþröm. Sagan kom út árið 1920 og gerist í Reykjavík árið 1918 á tímum spænsku veikinnar og Kötlugoss. Þar lýsir Gunnar glímu við stórar, tilvistarlegar spurningar í skugga drepsóttar og náttúruhamfara. „Þetta er verk sem ég held að við getum séð á nýjan hátt í hvert skipti sem við lesum það,“ segir ævisagnaritari Gunnars, Jón Yngvi Jóhannsson. Sagan var rifjuð upp að gefnu tilefni í Víðsjá.
Víðsjá
Nornaseiður Miles Davis fagnar fimmtíu ára afmæli
Í mars verða fimmtíu ár liðin síðan hljómplatan Bitches Brew með bandaríska tónlistarmanninum og trompetleikaranum Miles Davis kom út. Platan kom út þann 30. mars árið 1970 og markaði tímamót á löngum ferli Davis og raunar í gjörvallri sögu djasstónlistar. Þeir sem hlustuðu á Bitches Brew hugsuðu með sjálfum sér: Svona hljómar framtíðin.
29.02.2020 - 10:04
Landinn
Vísindaverkefni sem gat af sér listsýningu
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun þannig að fyrir mér eru raunvísindi og list svo sem ekki svo andstæðir pólar,“ segir Dr. Lilja Jóhannesdóttir sem nýverið setti upp ljósmyndasýninguna Tjarnarsýn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
13.02.2020 - 08:30
Spegillinn
Einlífi í Japan
Japanar voru lengst af miklar hópsálir en nú eru einstæðingar orðnir normið. Karókí fyrir einn hefur slegið rækilega í gegn, knæpur og veitingahús gera ráð fyrir einstæðingum í stríðum straumum og þeim fjölgar stöðugt sem búa einir og kjósa að lifa í samræmi við það.
31.01.2020 - 10:18
Víðsjá
Henti handritinu frá sér við fyrsta lestur
Borgarleikhúsið frumsýndi á föstudag nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson. Verkið nefnist Helgi Þór rofnar og gerist í líkbrennslu og bakaríi í Kópavogi. Þetta er fimmta verkið sem Borgarleikhúsið tekur til sýninga eftir Tyrfing, sem fæddist árið 1987, og hefur vakið mikla athygli fyrir frumleg og nýstárleg verk á undanförnum árum.
19.01.2020 - 12:28
Fréttaskýring
Ljótleikinn er dyggð, fegurðin þrældómur
Ljótleikinn hefur verið lofsunginn í ítalska smábænum Piobbico í 140 ár. Bærinn er þekktur sem höfuðborg ljótleikans og síðustu misseri hefur fegurð hugsjónarinnar um ljótleikann breiðst út um allan heim.
18.12.2019 - 15:53
Fréttaskýring
Dularfulla listaverkaránið
Fyrir fjörutíu árum rændu þjófar fimm afar verðmætum listaverkum úr safni í Austur-Þýskalandi. Nú er loks búið að endurheimta verkin, þökk sé borgarstjóranum á staðnum. Margt er þó enn á huldu um þennan stærsta og dularfyllsta listaverkaþjófnað í sögu Austur-Þýskalands.
18.12.2019 - 15:41
Víðsjá
Vanhelg bók um djöfulsins öfugsnúnu furður og stórmerki
Skáldsagan Björn og Sveinn - eða makleg málagjöld - eftir Megas hefur verið endurútgefin en bókin kom fyrst út árið 1994 og er fyrsta og eina skáldsaga Megasar.
15.12.2019 - 15:02
Bilun er mjög góð í listum
Guðbergur Bergsson hefur sent frá sér bókina Skáldið er eitt skrípatól sem hefur að geyma þýðingar hans á ljóðum eftir portúgalska skáldið Fernando Pessoa. Guðbergur hefur einnig skrifað ítarlega ritgerð um ævi og skáldskaparfræði Pessoa sem var eitt merkilegasta ljóðskáld 20. aldar.
16.11.2019 - 09:51