Færslur: menning

Kveikur
Prinsinn og dauðinn
Hinn landsþekkti Svavar Pétur Eysteinsson dýrkar hversdagsleikann með hliðarsjálfi sínu Prins Póló meðan hann glímir við ólæknandi krabbamein á fjórða stigi. Hann hugsar mikið um dauðann en óttast hann ekki.
26.04.2022 - 20:00
Kveikur
Fann Prinsinn aftur
Listamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson segist eiga auðveldara með að fjalla um myrka hluti í sköpun sinni eftir að hann greindist með ólæknandi krabbamein.
26.04.2022 - 08:00
„Við viljum metrann burt“
Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.
Aldrei fór ég suður verði haldin um páskana
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði verður haldin í ár, en það hefur ekki verið mögulegt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkana. Stjórnvöld kynntu í gær afléttingaráætlun og sögðust bjartsýn um að í mars yrði öllum samkomutakmörkunum aflétt.
Dýrið færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna
Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson komst á stuttlistann svokallaða hjá bandarísku kvikmynda akademíunni, sem notaður verður við val á tilnefningum til Óskarsverðlauna. Myndin er í flokknum Alþjóðlegar kvikmyndir, ásamt 14 öðrum kvikmyndum sem sköruðu fram úr á árinu.
21.12.2021 - 23:33
Bubbi fær undanþágu fyrir Þorláksmessutónleika
Bubbi Morthens er fullur þakklætis í kvöld, eftir honum var veitt undanþága til þess að halda sína árvissu Þorláksmessutónleika. „Þetta er mikill léttir, þetta hefur legið í loftinu og núna þegar þetta skellur á með svona litlum fyrirvara er maður þakklátur að hægt sé að klára þetta á þessum forsendum“ segir Bubbi.
21.12.2021 - 19:11
Sjálfstætt starfandi listafólki fækkar í faraldrinum
Fjöldi fólks hefur horfið frá því að starfa sjálfstætt við menningargreinar á tímum heimsfaraldursins. Mesta brottfallið varð á meðal þeirra störfuðu við hljóðupptöku, þar sem starfsfólki fækkaði um rúman helming milli áranna 2019 og 2020, og við tónlistarútgáfu, þar sem fækkaði um þriðjung. Fleiri konur hurfu frá störfum í menningargreinum en karlar.
14.12.2021 - 16:41
Verk Ólafs Elíassonar í hóp með Dalí og Picasso
Íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að myndskreyta vínflöskur fræga framleiðandans Chateau Mouton Rothschild. Ólafur kemst þar með í hóp listamanna líkt og Salvador Dalí, Pablo Picasso og Andy Warhol, sem allir hafa myndskreytt flöskur framleiðandans.
02.12.2021 - 14:51
Spegillinn
„Við höfum eignast menningarráðuneyti“
Formaður Bandalags íslenskra listamanna sér sóknarfæri í því að færa listir og menningu í nýtt ráðuneyti. Fyrst um sinn hafi hugmyndin um samkrull viðskipta, ferðaþjónustu og lista þó strokið mörgum listamönnum öfugt. Listin þurfi að fá að vera til listarinnar vegna, ekki bara sem féþúfa.
Vantar heildstæða nálgun í málefnum skapandi greina
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, segir vanta heildstæða nálgun í málefnum lista og skapandi greina hér á landi. Hún segir samfélagið verða fátækara en ella þegar kraftur er dreginn úr listum og menningu.
05.10.2021 - 14:02
25 prósent færri starfa við menningargreinar nú en 2008
Mikill samdráttur hefur orðið í heildargreiðslum og fjölda starfandi fólks í skapandi greinum hér á landi frá 2008. Um 25 prósent færri starfa nú við menningargreinar en 2008 og á sama tímabili hefur þar orðið 40 prósent samdráttur í heildarlaunagreiðslum. Þetta kemur fram í úttekt Bandalags háskólamanna.
05.10.2021 - 09:21
Sjónvarpsfrétt
Lengsta Bond-myndin til þessa
Aðeins einu sinni áður hafa aðdáendur James Bond þurft að bíða jafn lengi eftir mynd um hann og nú. Nýjasta Bond-myndin, No Time To Die, var frumsýnd í vikunni en hún er sú lengsta til þessa.
03.10.2021 - 18:31
Blæs nýju lífi í Flatus
Vegglistaverkið Flatus Lifir sem prýtt hefur steinsteypuvegg við Esjurætur síðustu áratugi, fer í nýjan búning á næstu dögum. Edda Karólína Ævarsdóttir, vegglistakonan sem fer fyrir verkinu, segist ætla að halda í hefðina og hafa textann eins og var en hafa vegginn þó litríkari en áður.
03.09.2021 - 15:22
Viðtal
„Ég segi að þetta sé sál Íslands“
Í dag eru fimmtíu ár liðin síðan Danir skiluðu Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók heim með viðhöfn. Af þessu tilefni verður í dag lagður hornsteinn að nýju húsi íslenskra fræða. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir handritin vera sál Íslands og að mikilvægt að miðla þeim til nýrra kynslóða. 
„Það er einhver að þykjast vera ég“
Borgar Magnason, tónlistamaður, var spenntur fyrir streymistónleikum sem hann sá auglýsta á dögunum. „Ég sá bara á Facebook að Mugison með hljómsveit væri með ókeypis tónleika í Hafnarfirði á laugardagskvöldi. Ég er spurður hvort mig langi að fara og segi já, svo mæti ég og eyði svolitlum tíma í að reyna að finna þetta streymi, þangað til ég fer að spyrjast fyrir og þá reynist þetta bara hafa verið eitthvert svindl,“ segir Borgar.
22.01.2021 - 17:55
 · Innlent · menning · Svindl · Samfélagsmiðlar · Streymi · tónlist · Mugison
Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
„Ég hef svolítið stjórnað þessu hjá okkur“
Snjallsími, ryksuguróbot, ilmolíulampi, rafmagnssög, borðstofustólar, barnaeldhús og blómapottar. Þetta er meðal þess sem þau Eydís Helga Pétursdóttir og Björgvin Logi Sveinsson festu kaup á á fyrstu átta mánuðum ársins 2020. Já og svo slatti af útivistarfötum úr Icewear, starfsmenn sjúkrahússins fengu nefnilega afslátt. 
03.01.2021 - 14:02
„Nú eigum við svo mikið af börnum“
„Ég fór nú að kynna mér þetta loftslagsdæmi vegna þess að nú eigum við svo mikið af börnum. Mér fannst einhvern veginn svolítið skrítið að vera að eignast öll þessi börn og ætla svo bara að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist því við verðum að breyta okkar lifnaðarháttum,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu. Maðurinn hennar, Kristján Rúnar Kristjánsson, vinnur í áhættustýringu hjá Íslandsbanka og fékk aukinn áhuga á loftslagsmálum í gegnum vinnuna.
Myndskeið
Hlakka til að hrífa leikhús- og tónleikagesti á ný
Listafólk Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sendu í kvöld frá sér nýja útgáfu af jólalaginu „Ég hlakka svo til!“. Myndbandið er eins konar saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunarkveðja á tímamótum þegar hillir undir lok baráttunnar við COVID-19. 
Sviðslistir bannaðar: Tónleikum og sýningum frestað
Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti eru sviðslistir óheimilar og aðeins tíu manns mega koma saman. Sinfóníuhljómsveit Íslands aflýsir þrennum streymistónleikum sem voru á dagskrá næstu vikur, Þjóðleikhúsið frestar skólasýningum og Borgarleikhússtjóri segir að nú þurfi allir að leggjast á eitt svo starfsemin geti hafist á ný sem fyrst.
Engin úrræði fyrir tónlistarfólk – mínútuþögn í útvarpi
Mínútuþögn var á stærstu útvarpsstöðvum landsins á níunda tímanum í morgun. Tilgangurinn var að vekja athygli á aðstæðum sjálfstætt starfandi tónlistarfólks í kórónuveirufaraldrinum. Helgi Björnsson, tónlistarmaður og formaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, segir að engin úrræði séu fyrir þennan hóp og margt tónlistarfólk sé orðið verulega illa statt eftir margra mánaða tekjuleysi.
11.09.2020 - 12:29
Sinfóníuhljómsveitin í sýnatöku í dag 
Allir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara í sýnatöku í dag. Fyrsta tónleikavika starfsársins hefst á mánudag og Íslensk erfðagreining hefur fallist á að skima hljóðfæraleikara og annað starfsfólk hljómsveitarinnar í sóttvarnarskyni. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að í framhaldinu verði skoðað hvort starfsfólk verður skimað reglulega.  
Á milli heims og helju
Ferjumaðurinn er ný plata eftir Rúnar Þórisson en þar er m.a. lýst hildi þeirri sem Rúnar háði við sjálfan manninn með ljáinn á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Segir sölu Forlagsins hafa komið öllum í opna skjöldu
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir kaup sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, hafa komið rithöfundum í opna skjöldu enda hafi útgáfuréttur á íslenskum verkum fylgt með. Hún segir ekki tímabært að sambandið bregðist opinberlega við. Stjórnin fundi um málið í fyrramálið.
Gagnrýni
Glúrið tilraunapopp
Önnur plata Skoffín ber nafnið Skoffín hentar íslenskum aðstæðum og hún er skemmtileg. Skoffín á plötu vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.