Færslur: mengun

Rekja eitt af hverjum átta dauðsföllum til umhverfisins
Eitt af hverjum átta dauðsföllum í Evrópu árið 2012 mátti rekja til umhverfisáhrifa, til dæmis mengunar og lítilla vatnsgæða. Þetta kemur fram í skýrslu sem umhverfisstofnun Evrópusambandsins birti í dag. Þar segir að með því að bæta loftgæði hefði mátt koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Olíumengun í Siglufjarðarhöfn
Nokkur olíumengun er í Siglufjarðarhöfn og fjörum í kringum bæinn.
30.08.2020 - 13:15
Grunur um E.coli í neysluvatni á Kirkjubæjarklaustri
Vatnsveitan á Kirkjubæjarklaustri hefur tilkynnt að hugsanlega sé E.coli-baktería í sýni sem tekið var úr vatnsveitukerfi bæjarins á þriðjudag. Niðurstöður forræktunar sýndu fram á að bakteríuna væri að finna í vatninu. Endanlegar niðurstöður liggja fyrir í dag.
28.08.2020 - 08:51
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Laxveiði reynd í Andakílsá að nýju
Í vikunni hófust tilraunaveiðar í Andakílsá í Borgarfirði.
18.07.2020 - 04:39
Blautklútar stór hluti af öllu rusli í fjörum landsins
Hreinlætisvörur eru stór hluti eða tæp tuttugu og þrjú prósent af því rusli sem tínt var upp í íslenskum fjörum á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2019. Mest er af blautklútum sem íbúar landsins henda í klósettið. Hreinsibúnaður nær ekki að sía klútana út.
18.06.2020 - 16:38
Myndskeið
Þrjátíu bílhlöss af mengun
Þrjátíu bílfarmar af olíumenguðum jarðvegi reyndust vera við Elliðaárnar í Reykjavík. Talið er að sökudólgurinn sé olíutankur, sem rifinn var fyrir þrjátíu árum. Heilbrigðisfulltrúi segir vanta stað fyrir úrgang af þessu tagi. 
18.05.2020 - 19:37
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Staðfest að fuglarnir voru ataðir í svartolíu
Niðurstöður bárust í dag úr greiningu á fjöðrum olíublautra fugla sem fundust á Suðurlandi í febrúar. „Sýnin staðfesta að þetta er svartolía,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Við erum því miður engu nær um hver er uppruni olíunnar.“
08.04.2020 - 22:50
Olíublautir fuglar en óljóst hvað veldur
Nokkrir tugir olíublautra sjófugla hafa fundist í Vestmannaeyjum undanfarna daga og vikur. Ekki er ljóst hvaðan mengunin kemur, segir í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar.
28.02.2020 - 09:35
Vill tafarlausar aðgerðir vegna olíuleka á Hofsósi
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur veitt N1 frest til tíunda febrúar til að skila niðurstöðum úr rannsókn á olíumengun frá bensínstöð fyrirtækisins á Hofsósi. Formaður byggðarráðs Skagafjarðar segir það alvarlegt ef jarðvegur á Hofsósi sé olíumengaður.
23.01.2020 - 12:31
Skipað að loka fjölda verksmiðja vegna mengunar
Dómstóll í Bangladess hefur fyrirskipað að 231 verksmiðju skuli lokað vegna mengunar í ánni Buriganga. Hún rennur um suðvesturhluta höfuðborgarinnar Dhaka og er orðin ein af menguðustu ám í heimi.
21.01.2020 - 15:33
Hafa ekki getað flutt aftur í húsið sitt á Hofsósi
Fjölskylda á Hofsósi sem flutti úr húsinu sínu vegna olíulyktar í byrjun desember, hefur enn ekki getað flutt heim. Bensín lak úr tanki afgreiðslustöðvar N1 handan götunnar en fyrirtækið viðurkennir ekki það sé ástæða lyktarinnar í íbúðarhúsinu.
21.01.2020 - 12:11
Myndskeið
Varar við takmörkun á notkun flugelda
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að takmörkun á notkun flugelda hefði neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og þau verðmæti sem hún skapar. Starfshópur umhverfisráðherra um flugeldamál hefur enn ekki skilað skýrslu sem átti að skila fyrir tíu mánuðum.
26.12.2019 - 19:55
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
Ástandið eins og var fyrir tíma malbiks
Íbúar á Akureyri héldu um helgina fund um aðgerðir bæjarins til að sporna við svifryksmengun. Þeir vilja að leitað sé annarra lausna en að bera salt á göturnar.
25.11.2019 - 14:08
Halda að saurgerlum sé dreift yfir bæinn
Akureyringar hafa áhyggjur af því að sjór sem úðað er yfir götur bæjarins sé tekinn við frárennsli frá skolplögn bæjarins. Framkvæmdastjóri segir að umræður um saltnotkun í bænum séu á villigötum.
22.11.2019 - 15:07
Saltið leggst misvel í Akureyringa
Mikið svifryk undanfarið og mögulegar aðgerðir gegn því hafa skapað heitar umræður á Akureyri. Facebook-hópur þar sem barist er gegn saltnotkun hefur farið á flug og gerður hefur verið undirskriftarlisti þar sem lagst er gegn saltnotkun á götum.
20.11.2019 - 14:42
Bílum fjölgar og mengun eykst
Fjöldi bíla á skrá hér á landi hefur nær tvöfaldast frá aldarmótum og heildarlosun frá bílaumferð hefur aldrei verið meiri. Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að draga úr notkun einkabílsins til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
19.11.2019 - 13:08
E. coli-mengun á Reykhólum í þrjár vikur
Viðvarandi e. coli-mengun hefur verið í drykkjarvatni á Reykhólum við norðanverðan Breiðafjörð frá sýnatöku 17. september. Íbúar hafa því þurft að sjóða allt neysluvatn í þrjár vikur. Ræktað hefur verið tvisvar úr sýnum frá því mengunin greindist fyrst.
07.10.2019 - 15:24
Ólafsfirðingar margir ósáttir við ólykt
Íbúar á Ólafsfirði eru margir hverjir ósáttir vegna ólyktar frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Eigandinn viðurkennir að lykt frá vinnslunni geti valdið óþægindum en vonar að nýlegar endurbætur á útblásturskerfi hafi sitt að segja.
08.09.2019 - 15:10
Balí bannar einnota plast
Bann við einnota plasti tók gildi á indónesísku eynni Balí á sunnudag en það er í fyrsta sinn sem slíkar vörur eru bannaðar í landinu.
26.06.2019 - 17:15
Erlent · Asía · Umhverfismál · Indónesía · Plast · mengun
Farþegar skemmtiferðaskips hreinsuðu rusl
Farþegar og skipverjar norska skemmtiferðaskipsins Spitsbergen hreinsuðu rusl í Reykjafirði á Ströndum í gær eftir. Þeir fylltu fjölmarga poka af plastrusli að því er segir á Facebook-síðu skipsins.
14.06.2019 - 13:36