Færslur: mengun

FBI leysti upp gengi sem græddi milljónir á hvarfakútum
Bandaríska alríkislögreglan hefur leyst upp glæpahring sem teygði anga sína um allt land. Glæpamennirnir hafa sankað að sér yfir hálfs milljarðs bandaríkjadala virði af hvarfakútum undan bílum.
Önglar í milljarðatali og milljónir kílómetra af línum
Ef allar tegundir af fiskilínum og -netum sem verða eftir í sjónum á ári hverju væru bundnar saman næðu þær 18 sinnum utan um jörðina. Frá þessu er greint í einhverri umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á veiðibúnaði sem verður eftir í sjónum á heimsvísu.
Færeyingar meðal þeirra sem menga mest
Færeyingar eru meðal þeirra jarðarbúa sem hvað mest menga umhverfi sitt. Kolefnislosun á hvern íbúa eyjanna er um það bil þrefalt heimsmeðaltal samkvæmt nýrri rannsókn.
21.09.2022 - 04:35
Mengun hefur aukist með fjölda skemmtiferðaskipa
Árið í ár gæti orðið metár í komu skemmtiferðaskipa til Íslands. Útlit er fyrir að þeim fjölgi um meira en þriðjung næsta sumar, miðað við bókanir sem þegar hafa verið gerðar. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá umhverfisstofnun, segir nauðsynlegt að huga að mótvægisaðgerðum til að lágmarka þá mengun sem koma slíkra skipa hefur í för með sér. 
Fóstur og börn viðkvæm fyrir kolmónoxíði frá gosinu
Sérfræðingur í lungnalækningum segir áhrif þeirra gastegunda sem stíga upp úr kvikunni í Meradölum tvíþætt. Sumar þeirra valdi ertingu í húð, slímhúð og öndunarfærum, en aðrar geti valdið köfnun. Veðurstofan spáir því að gasmengun frá gosinu leggi til norðvesturs í dag og gæti náð til Voga og Reykjanesbæjar.
05.08.2022 - 09:13
Hósti og sviði í augum eru einkenni gasmengunar
Fólk gæti fundið fyrir mjög bráðum einkennum gasmengunar við gosstöðvarnar, en styrkur mengunar í byggð ætti ekki að vera nógu mikill til að þau geri vart við sig. Þetta segir sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.
04.08.2022 - 10:33
Töldu 934 blautklúta á hundrað metra strandlengju
Umhverfisstofnun kallar eftir breyttum venjum landsmanna, vegna mikillar skólpmengunar í fjörum við landið. Í eftirlitsferð stofnunarinnar nýverið fundust 934 blautklútar á aðeins 100 metra langri strandlengju.
16.07.2022 - 05:11
Vilja að tóbaksrisar verði gerðir ábyrgir fyrir mengun
Tóbaksframleiðsla er einn mest mengandi iðnaður heims. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Í skýrslunni er varpað ljósi á skaðsemi tóbaksiðnaðarins og kallað eftir því að tóbaksrisar verði látnir axla ábyrgð á umhverfisáhrifunum.
Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Sjónvarpsfrétt
Telja mengun á herstöð orsaka alvarleg veikindi
Fjöldi fyrrum hermanna fer nú fram á rannsókn á mengun í herstöð í Kaliforníu, sem þá grunar að eigi þátt í veikindum þeirra. Bandaríkjaher hefur ekki viðurkennt að aðstæðum í herstöðinni hafi verið ábótavant.
06.03.2022 - 10:29
55-70 milljónir í að rannsaka spilliefni á Heiðarfjalli
Ráðist verður í rannsóknir á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni á Heiðarfjalli. Þá hyggst umhverfis- og auðlindaráðherra láta gera tímasetta áætlun um kostnað og hreinsun á úrgangs- og spilliefnum á fjallinu. Kostnaður við þessar frumrannsóknir er metinn á 55 til 70 milljónir króna.
04.03.2022 - 15:58
Krefjast aðgerða á Hofsósi innan tveggja vikna
Umhverfisstofnun krefst þess að olíufélagið N1 fari í úrbætur vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Í fyrirmælum sem stofnunin gaf út segir að grafa þurfi skurði og setja niður loftunarrör innan tveggja vikna.
25.11.2021 - 13:16
Neyðarástand vegna mengunar í Nýju Delí
Indverska mengunarvarnarstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýju Delí og hvetur borgarbúa til að halda sig innan dyra. Í morgun mældist loftmengun í borginni tíu sinnum meiri en skilgreind hættumörk Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.
01.09.2021 - 02:12
Óþefur á Ólafsfirði
Um nokkurra ára skeið hafa íbúar Ólafsfjarðar kvartað undan lyktarmengun frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Í sumar hefur óþefurinn verið óvenjuslæmur og óska íbúar eftir lausn á vandamálinu.
30.08.2021 - 13:04
Olíumengun í höfninni á Siglufirði
Olía barst í höfnina á Siglufirði í gær og varð af henni nokkur mengun. Stóran olíuflekk rak inn eftir innsiglingunni og endaði við flotbryggjur í innri höfninni.
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Myndskeið
„Þetta eru mini-móðuharðindi“
Bláleit gosmóða blönduð þokulofti lá yfir suðvesturhluta landsins í dag. Hún innihélt brennisteinssýrudropa og voru viðkvæmir hvattir til að halda sig innandyra.
Slímkennd froða ógnar lífríki við Grikkland
Þykk, slímkennd, brúnleit froða þekur fjörur Marmarahafs við Grikkland. Fyrirbrigðið, sem kallað hefur verið sjávarhor, ógnar lífríki við strendur landsins. 
05.06.2021 - 07:44
20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.
Lögregla áréttar varkárni vegna gasmengunar við gosið
Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að yfirborðsmengun geti verið í jarðvegi við gosstöðvarnar í Geldingadölum, einnig í snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors. Gas getur safnast fyrir í dalnum í hægviðri og þá getur gas yfir hættumörkum lagt langt upp í hlíðar umhverfis gosstöðvarnar.
Segir af og frá að borgin hafi ekki vitað af asbesti
Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi ekki verið kunnugt um að asbest væri í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
20.04.2021 - 09:52
Borginni ókunnugt um asbest í Gufunesi
Borgaryfirvöldum var ekki kunnugt um að asbest væri í byggingu á svæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir við í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu og að brugðist hafi verið við reglum samkvæmt.
19.04.2021 - 13:40
Myndskeið
Gosmengun mæld í plastkössum
Mengun hefur til þessa ekki mælst mikil í þéttbýli af völdum gossins. Fylgst er grannt með og er afar einfaldur búnaður notaður við mælingarnar. 
10.04.2021 - 20:21

Mest lesið