Færslur: Melania Trump

Barron Trump greindist líka með COVID-19
Barron Trump, fjórtán ára sonur bandarísku forsetahjónanna, smitaðist af COVID-19 á sama tíma og foreldrar hans, en hefur náð sér að fullu. Móðir hans, Melania Trump, greindi frá þessu í grein sem hún skrifaði um reynslu sína af COVID-19, og birt var á heimasíðu Hvíta hússins í gær.
Melania Trump kemur forsetanum til varnar
Melania Trump tók til varna fyrir bónda sinn vegna ásakana um að hann hafi lítilsvirt bandaríska hermenn sem fallið eða teknir hafi verið höndum í stríðsátökum.