Færslur: melania

Melania gagnrýnir harða innflytjendastefnu
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, kallar eftir því að látið verði af harðri stefnu í garð ólöglegra innflytjenda þar í landi, þar sem börn innflytjendanna eru skilin frá foreldrum sínum. Hún leggur þannig orð í belg í umræðu um harða stefnu eiginmanns síns en á undanförnum sex vikum hafa um tvö þúsund fjölskyldur verið skildar í sundur. Fregnir af börnum innflytjenda sem ekki fá að gista með foreldrum sínum hafa vakið hneyksli í Bandaríkjunum.
18.06.2018 - 00:55
Er Melania Trump í felum?
Margt er enn á huldu um hina nýju forsetafrú Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Lestin rýnir í samfélagsmiðla og veltir fyrir sér hvort þar megi finna vísbendingar um það hver kona Donalds forseta er í raun. Erum við ómeðvitað að senda dulin skilaboð um okkur sjálf í gegnum samfélagsmiðla?
04.05.2017 - 16:44