Færslur: Meistaradeild Evrópu

Myndskeið
Með „brjálaðan metnað“ innan vallar en trúður utan hans
Samherjar og þjálfarar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gegnum tíðina segja árangur hennar ekki koma sér neitt á óvart. Hún sé vel að þessu komin og hafi unnið hart fyrir þessu. Hana einkenni bæði vinnusemi og ákveðin trúðslæti þegar við á.
31.08.2020 - 19:30
„Vissu af hættu Söru en höfðu engar lausnir“
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína fyrir í 3-1 sigri Lyon á fyrrum liðsfélögum hennar í Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Michael Cox, leikgreinandi hjá miðlinum The Athletic, segir Söru hafa stýrt ferðinni í leik gærkvöldsins.
31.08.2020 - 17:30
„Á bak við tjöldin hvað maður leggur mikið á sig“
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og nýkrýndur Evrópumeistari í fótbolta með Lyon, segir að tíu ára draumur hafi orðið að veruleika í gær. Hún þrífist á að vera í krefjandi umhverfi og ýtir sjálfri sér alltaf á staði sem hún hélt að hún kæmist ekki á.
31.08.2020 - 14:09
Myndskeið
Fimm flottustu mörk tímabilsins í Meistaradeildinni
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag hvaða fimm mörk hefðu kjörin þau flottustu á nýliðnu tímabili. Cristiano Ronaldo átti flottasta markið í ár, ekki í fyrsta skipti.
27.08.2020 - 14:35
Sara Björk mætir Wolfsburg í Meistaradeildarúrslitum
Olympique Lyon vann 1-0 sigur á Paris Saint-Germain í frönskum slag í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta á Spáni í kvöld. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn með Lyon og mætir fyrrum félögum sínum í úrslitum.
26.08.2020 - 20:00
Wolfsburg í undanúrslit Meistaradeildarinnar
Wolfsburg vann 1-0 sigur á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta á Anoeta-vellinum á Spáni í kvöld. Liðið mætir öðru hvoru frönsku liðanna Paris Saint-Germain eða Olympique Lyon í úrslitum.
25.08.2020 - 19:50
Ólæti og handtökur í París eftir tap PSG
Meira en 80 voru handtekin í París í kvöld eftir eitt núll sigur Bayern München á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
24.08.2020 - 01:20
Bayern München Evrópumeistari í sjötta sinn
Bayern München vann 1-0 sigur á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Lissabon í kvöld. Bayern fagnar því þrennu í ár þar sem félagið vann bæði þýsku deildina og bikarinn áður en það tryggði sér Evrópusigurinn í kvöld.
23.08.2020 - 21:00
Sjötti titill Bayern eða sá fyrsti hjá PSG?
Þýskalandsmeistarar Bayern München og Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi ljóssins í Lissabon klukkan 19:00 í kvöld. Þeir þýsku geta unnið keppnina í sjötta sinn en Parísarliðið sækist eftir sínum fyrsta titli.
23.08.2020 - 12:45
Bayern München í úrslit í ellefta sinn
Bayern München vann öruggan 3-0 sigur á Olympique Lyon í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Lissabon í kvöld. Liðið mætir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í úrslitum keppninnar á sunnudagskvöld.
19.08.2020 - 20:50
Paris Saint-Germain í úrslit í fyrsta sinn
Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið vann öruggan 3-0 sigur á RB Leipzig frá Þýskalandi.
18.08.2020 - 20:55
Lygilegur sigur Lyon í Lissabon
Olympique Lyonnais er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í annað sinn í sögu félagsins. Liðið vann 3-1 sigur á Manchester City í Lissabon í kvöld.
15.08.2020 - 20:55
„Félagið er rotið inn að kjarna“
Uppstokkun er sögð fram undan hjá spænska stórliðinu Barcelona eftir 8-2 niðurlægingu liðsins fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið hefur aldrei tapað svo stórt í Evrópuleik.
15.08.2020 - 11:55
Neymar gaf hetjunni verðlaunin
Brasilíumaðurinn Neymar var valinn maður leiksins eftir ótrúlegan endurkomusigur liðs hans Paris Saint-Germain á Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Honum þótti liðsfélagi sinn þó verðskulda verðlaunin frekar.
13.08.2020 - 08:30
Strangar sóttvarnarreglur leikmanna í Lissabon
Átta liða úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst annað kvöld í Lissabon. Leikmenn liðanna átta þurfa að fylgja ströngum sóttvarnarreglum til að hefta útbreiðslu COVID-19.
11.08.2020 - 18:30
Keppa í Meistaradeildinni þrátt fyrir tvö smit
Tveir leikmenn spænska fótboltaliðsins Atlético Madrid greindust með COVID-19 um helgina. Þrátt fyrir það ferðast liðið til Portúgals á morgun til að taka þátt í hraðmóti Meistaradeildar Evrópu sem hefst á miðvikudag.
10.08.2020 - 18:00
Bale verður eftir í Madríd
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, mun ekki ferðast með liðinu til Manchester-borgar þar sem það mætir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á föstudag. Það þykir renna stoðum undir að hann sé á förum frá spænsku höfuðborginni.
05.08.2020 - 19:30
Dregið í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar
Dregið var í viðureignir í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu í höfuðstöðvum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, nú í morgun. Úrslitakeppnin fer fram í Lissabon seinni hluta ágústs þar sem hver stórleikurinn verður á fætur öðrum.
10.07.2020 - 10:46
Fréttaskýring
Hvað verður um Meistaradeildina?
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta mun ekki fara fram í Istanbúl í Tyrklandi líkt og stóð til. Ef ekki hefði verið fyrir COVID-19 færi leikurinn þar fram í dag. Knattspyrnusambandi Evrópu liggur snúið verkefni fyrir höndum að klára keppnina.
30.05.2020 - 10:00
Meistaradeildin klárist fyrir 3. ágúst
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta mun fara fram í síðasta lagi 3. ágúst. Þetta segir Aleksander Ceferin, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.
05.04.2020 - 13:15
Atlético henti Evrópumeisturunum úr leik á Anfield
Atlético Madrid komst í kvöld í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir magnaðan 3-2 sigur á Evrópumeisturum Liverpool eftir framlengdan leik á Anfield í Liverpool-borg.
11.03.2020 - 22:35
PSG í 8-liða úrslit
Paris Saint-Germain tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á þýska liðinu Borussia Dortmund í París í kvöld. Framlengja þurfti leik Liverpool og Atlético Madrid í Liverpoolborg.
11.03.2020 - 22:00
Leipzig lék sér að Spurs og Ilicic með fjögur á Spáni
RB Leipzig og Atalanta urðu í kvöld fyrstu liðin til að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.
10.03.2020 - 21:55
Gáfu 40 þúsund evrur til spítalans í Bergamó
Stuðningsmenn ítalska fótboltaliðsins Atalanta fá ekki að styðja lið sitt til sigurs er það mætir Valencia á Spáni í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikið verður fyrir luktum dyrum vegna COVID-19 veirunnar en stuðningsmennirnir létu sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn útbreiðslu hans.
10.03.2020 - 19:00
Flugbann setur Evrópuleiki í uppnám
Spænsk yfirvöld tilkynntu í dag um margvíslegar aðgerðir þar í landi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Flugbann til og frá Ítalíu setur leiki í Evrópukeppnum í fótbolta í uppnám.
10.03.2020 - 17:25