Færslur: meirihlutaviðræður

„Bara eins og gott hjónaband sem leysir vandamálin“
Ásthildur Sturludóttir verður bæjarstjóri í nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista sem verið er að mynda á Akureyri. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir allt klappað og klárt. Öll særindi milli flokksins og L-listans hafi gróið um heilt þrátt fyrir að orð eins og svik og hnífstungur hafi fallið eftir að upp úr slitnaði í síðustu viðræðum. Nýr meirihluti verður kynntur í næstu viku.
Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ
Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í kvöld.
Nýr meirihluti væntanlegur á Akureyri
Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir að viðræður á milli fjögurra flokka um meirihlutasamstarf gangi vel. Hann gerir ráð fyrir að meirihluti verði kominn fljótlega upp úr helgi.
Meirihlutaviðræður hafnar í nýjum sveitarfélögum
Á fyrsta sinn var kosið í tveimur nýjum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra á laugardaginn. Í báðum sveitarfélögum eiga B- og D- listar í meirihlutaviðræðum.
B- og D-listi ræða saman í Húnaþingi vestra
Fulltrúar B og D-lista eru komnir vel á veg í formlegum viðræðum um meirihlutasamstarf í Húnaþingi vestra. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra bauð ekki fram í kosningunum 2018.
„Vonbrigði að þau skyldu svíkja okkur“
Fulltrúi L-listans á Akureyri segir mikil vonbrigði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi svikið flokkinn í meirihlutaviðræðum þeirra. Þeir hafi leitað til annarra flokka þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki.
Meirihlutaviðræður á Akureyri á viðkvæmu stigi
Ekki virðist ríkja jafn mikil bjartsýni í viðræðum um myndun nýs meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri og virtist í fyrstu. Formlegar viðræður á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og L-listans hafa staðið yfir frá því á sunnudag, daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar.
Viðræður hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð
Formlegar viðræður eru hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð á milli K-listans og Sjálfstæðisflokks.
Sjónvarpsfrétt
Oddviti Framsóknar segir langt í formlegar viðræður
Oddvitar Framsóknar og Samfylkingar ræddu í dag hugsanlegt samstarf í borginni. Samfylking, Píratar og Viðreisn ætla saman að reyna að mynda meirihluta. Oddviti Framsóknar telur að viðræður getið tekið langan tíma.