Færslur: meghan markle

Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Meghan segist hafa íhugað að svipta sig lífi
Meghan hertogaynja af Sussex íhugaði að vinna sjálfri sér mein, svo erfitt reyndist henni lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar. Þetta kom fram í viðtali sem Meghan og Harry Bretaprins veittu Oprah Winfrey og sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Það verður sýnt í Bretlandi í kvöld.
Harry og Meghan eiga von á öðru barni
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á barni. Hjónin eignuðust soninn Archie Harrison Mountbatten-Windsor þann 6. maí 2019 og talsmaður þeirra staðfesti við SkyNews í kvöld að þau væru himinlifandi yfir því að hann yrði brátt stóri bróðir.
14.02.2021 - 19:50
Skiptar skoðanir um bók um Harry og Meghan
Bókar um hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan var víða beðið með talsverðri eftirvæntingu þegar hún kom út í dag. Væntingar voru um að í bókinni yrði hulunni svipt af einkalífi hjónanna og hvað olli því að þau eru nú hornreka í bresku konungsfjölskyldunni. Í breskum fjölmiðlum eru skiptar skoðanir um hvort bókin sé sú opinberun sem vænst var, en þar kemur þó ýmislegt fram um hjónin sem ekki hefur verið greint frá áður.
Harry og Meghan í hart vegna drónamynda af Archie
Harry og Mehgan Markle, hertogahjónin af Sussex, hafa stefnt ónefndum ljósmyndara fyrir dóm í Los Angeles vegna mynda sem hann tók með dróna af syni þeirra, Archie. Stefnan var þingfest á fimmtudag. Hertogahjónin segja myndatökuna hafa verið brot á friðhelgi einkalífs þeirra.
Fréttaskýring
Vonarstjörnurnar sem urðu hornreka
Þau voru kölluð ferskur andblær. Andlit nútíma konungdæmis, táknmynd þess að breska konungsfjölskyldan væri í takt við breyttan tíðaranda. Nú eru þessar fyrrum vonarstjörnur deyjandi heimsveldis hornreka í frægustu fjölskyldu heims. Líf hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, hefur tekið stefnu sem engan hefði órað fyrir þegar brúðkaupsklukkurnar í kapellu heilags Georgs í Windsor hringdu á sólríkum maídegi fyrir sléttum tveimur árum.
Harry opnar sig um Megxit
Harry Bretaprins kveðst dapur yfir aðdraganda þess að hann og eiginkona hans Meghan Markle urðu að gefa eftir konunglega titla sína sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex.
Fréttaskýring
Vanþakklát hjón eða ofsótt hertogaynja?
Thomas Markle, faðir Meghan Markle, segir að hertogahjónin af Sussex séu að breyta bresku krúnunni í Walmart með kórónu og að þau séu týndar sálir. Elísabet Bretadrottning fór hins vegar fögrum orðum um hjónin í yfirlýsingu til breskra fjölmiðla og hrósaði Meghan sérstaklega fyrir það hversu fljótt hún hefði orðið hluti af fjölskyldunni.
19.01.2020 - 17:16
Harry og Meghan missa aðalstitla sína
Harry prins og Meghan Markle hafa misst aðalstitla sína og verða því ekki lengur hans og hennar hátign. Þá eiga þau að endurgreiða upphæðina sem fór í að innrétta Frogmore-setrið áður en þau fluttu þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. Þau munu jafnframt ekki þiggja greiðslur fyrir þau störf sem þau inna af hendi fyrir konungsfjölskylduna.
18.01.2020 - 18:47
Tvöfalt fleiri neikvæðar fréttir um Markle en jákvæðar
Meira en tvöfalt fleiri neikvæðar fréttir hafa birst um Meghan Markle í breskum fjölmiðlum en jákvæðar. Þetta er niðurstaða breska blaðsins Guardian eftir að hafa greint umfjöllun bresku blaðanna um hertogaynjuna af Sussex. Niðurstaðan virðist styðja þá fullyrðingu Markle og Harry prins um að hún hafi ekki notið sannmælis hjá bresku pressunni.
18.01.2020 - 16:53
Harry og Meghan segja sig frá embættisskyldum
Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa tilkynnt að þau ætli sér að segja sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar.