Færslur: Meðganga

Hvetur til bólusetningar ófrískra kvenna vegna delta
Ný rannsókn á afleiðingum delta-afbrigðis COVID-19 varð til þess að bresk yfirvöld skoruðu á ófrískar konur að fara í bólusetningu. Rannsóknin leiddi í ljós að samfara því að delta hefur breiðst út í Bretlandi hefur þeim ófrísku konum sem veikjast alvarlega fjölgað mjög.
31.07.2021 - 10:39
Barnshafandi boðaðar í bólusetningu á fimmtudaginn
Heilsugæslan höfuðborgarsvæðisins hefur boðað barnshafandi konur í bólusetningu næsta fimmtudag. Fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar að í ljósi breyttra aðstæðna og vegna þess að ekkert hefur komið fram um hættu af notkun bóluefna Pfizer og Moderna verði mælt með bólusetningu fyrir hópinn.
Mæla ekki með bólusetningu við COVID-19 á meðgöngu
Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við COVID-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, verkefnisstjóri hjá embættinu.
04.06.2021 - 12:37