Færslur: Með fulla vasa af grjóti

„Ég lifi í tíu vikna köflum“
Á sunnudaginn er síðasta sýningin á Með fulla vasa af grjóti en hún verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Í verkinu eru einungis tveir leikarar, Stefán Karl og Hilmir Snær, sem leika samtals 15 hlutverk af karl- og kvenkyni. „Það er mun auðveldara að skipta um kyn heldur en búning á sviði,“ segir Stefán Karl sem var föstudagsgestur í Mannlega þættinum.
„Stefán Karl, er þér alvara?“
Tvíleikurinn Með fulla vasa af grjóti, með þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni sló í gegn þegar hann var frumsýndur hér um aldamótin. Verkið gekk fyrir fullu húsi mánuðum saman, en sýningar urðu hátt í 200 talsins þegar upp var staðið. Leikurinn verður endurtekinn á fimmtudag, þegar verkið fer á fjalirnar í þriðja sinn.