Færslur: MDE

Sjónvarpsfrétt
MDE krefst svara frá ríkinu um málsmeðferð 4 kvenna
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur íslenska ríkið svara um hvers vegna kærur fjögurra kvenna vegna kynferðisbrota voru felldar niður og hvort það samræmist mannréttindasáttmálanum. Lögmaður kvennanna segir að í öllum málanna séu sönnunargögn sem hefðu átt að leiða til þess að þau færu fyrir dóm. Ríkislögmaður hefur frest þar til í haust til að svara.
10.06.2021 - 19:25
MDE fjallar um mál Magnúsar Guðmundssonar
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Hann lagði fram kæru vegna mögulegs vanhæfis tveggja dómara sem dæmdu í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða árið 2016.
Myndskeið
Yngsti forseti í sögu MDE: „Gríðarlega mikill heiður“
Róbert Spanó segir heiður að vera kjörinn forseti mannréttindadómstóls Evrópu. Hann er sá yngsti í sögunni til að gegna þessu embætti og sá fyrsti frá Norðurlöndunum. Kórónuveirufaraldurinn tefur fyrir starfi dómsins, sem hefur oft verið gagnrýndur fyrir hægagang. Þegar bíða 60 þúsund mál segir Róbert.
20.04.2020 - 21:27
Dómur MDE ætti að vega þungt í endurupptökumáli
Lögmaður Elínar Sigfúsdóttur segir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem úrskurðaði í morgun að ekki hafi verið gætt að hæfi dómara í máli hennar, auki líkurnar á að mál hennar verði tekið upp að nýju.
Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Elínu Sigfúsdóttur, einum af æðstu stjórnendum Landsbankans fyrir hrunið 2008, andvirði 1,7 milljóna króna í bætur.
MDE er ekki hefðbundinn dómstóll
Hæstiréttur Íslands verður áfram æðsti dómstóll landsins burt séð frá niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fullyrðir að niðurstaðan í málinu kennt við Landsrétt hafi ekki bein réttaráhrif á Íslandi.
Sigríður fylgist með Landsréttarmálinu í Strassborg
Málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu er á morgun.
04.02.2020 - 15:21