Færslur: Max Richter

Túlkar verk Virginiu Woolf með tónlist
Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Það er í það minnsta er enginn beygur í þýsk-breska tónskáldinu Max Richter sem fenginn var til þess að semja tónlist fyrir dansverk sem túlkar þrjár skáldsögur Virginiu Woolf, The Waves, Orlando og Mrs Dalloway. Dansinn er eftir Wayne McGregor og ber verkið nafnið Woolf Works. Það var frumsýnt í Konunglegu óperunni í London árið 2015 en tónlist Richters er nú komin út á plötu.
23.07.2017 - 09:40