Færslur: maurar

„Við værum ekki hér ef ekki væri fyrir skordýrin“
Skordýrafræðingur segir menn varla geta þrifist á jörðinni án skordýra. Þau séu yfirleitt frekar til gagns þótt undantekningar megi finna á því. Hann segir Íslendinga mjög lánsama með sína skordýrafánu. Kalt og þurrt vorið hefur haft áhrif á viðgang einhvers hluta þeirra skordýra sem hafa aðsetur á Íslandi.  
04.06.2021 - 19:36
Landinn
„Andskotinn, ég sakna maura!“
„Þegar ég flutti hingað varð ég ástfanginn af landinu og hugsaði að þetta yrði minn staður að eilífu. En ég hugsaði líka; andskotinn: ég sakna maura! Ég vildi ekki gefast upp og vildi ekki trúa því að það væru engir maurar hér af því þeir eru eiginlega alls staðar. Þannig ég fór að hugsa leiðir hvernig ég gæti komist að því hvort það væru maurar eða ekki og hafði samband við meindýraeyði," segir líffræðineminn ítalski Marco Mancini.
11.04.2021 - 10:09
Fimm tegundir maura þrífast á Íslandi
Fimm mismunandi tegundir maura hafa fundist á Íslandi, fjórar þeirra þrífast innanhúss vegna hita og raka en ein lifir í görðum utandyra. Það er svokallaður blökkumaur sem hafa fundist á fáum stöðum.
27.02.2021 - 13:00