Færslur: Matvöruverslanir

Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Nýjar sóttvarnareglur
Tvær verslanakeðjur láta af grímuskyldu
Ekki verður skylt að bera andlitsgrímu í verslunum Bónus og Krónunnar frá og með deginum í dag. Viðskiptavinir verslana eru þó hvattir til að huga að sóttvörnum og halda eins metra nálægðartakmörkum. Nýjar og rýmkaðar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti.
Viðtal
Verðhækkun á mat ekki velt út í verðlagið
Ekki stendur til að velta út í verðlag hér miklum verðhækkunum sem orðið hafa á heimsmarkaði með ýmsa hrávöru eins og sykur, hveiti og kaffi. Þetta segir framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber.
Eftirspurn eftir heimsendingu fylgir faraldrinum
Eftirspurn landsmanna eftir heimsendingarþjónustu matvöruverslana virðist haldast í hendur við stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þónokkrar matvöruverslanir bjóða nú upp á slíka þjónustu. Margir hafa gripið til þess ráðs að panta matvörur heim í kórónuveirufaraldrinum en einstaklingar í sóttkví eða einangrun mega ekki fara sjálfir í matvöruverslanir.
03.08.2021 - 16:15
Danskar verslanir vilja kveðja reiðuféð
Samtök atvinnulífsins í Danmörku vilja að verslunum verði gert heimilt að hætta móttöku reiðufjár. Notkun reiðufjár í viðskiptum hefur dregist saman í Danmörku í faraldrinum og var hún ekki mikil fyrir.
25.07.2021 - 14:41
12 milljónir til verslunar í strjálbýli
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.
Innflutt grænmeti hækkað meira en innlent
Framboð bæði á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum hefur aukist töluvert það sem af er ári. Í flestum tilfellum hefur verð á innfluttum landbúnaðarvörum hækkað meira en á innlendum. Þetta er niðurstaða nýrrar verðkönnunar ASÍ.
Áralöng bið Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samning um deiliskipulag á svokölluðum Hvannavallareit við Tryggvabraut á Akureyri. Þar með er áralöng bið matvörukeðjunnar Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig búðin mun líta út en verkefnið erí mótun og enn á frumstigi.
30.11.2020 - 15:55
Viðtal
„Allt hefur hækkað, bara mismikið“
Matvöruverð hefur hækkað gríðarlega á árinu og verðhækkanir hafa tekið kipp síðan kórónuveirufaraldurinn hófst í mars. Á sama tíma velta matvöruverslanir 20 prósent meira en í fyrra. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir ekki tilefni til svo mikilla verðhækkana, þvert á móti.
19.11.2020 - 19:00
Mikil aukning í netverslun með matvæli
Netverslun með matvæli hefur margfaldast frá því sóttvarnaaðgerðir voru hertar á ný og eiga verslanir fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn.
12.10.2020 - 19:15
„Eiga ekki séns í góða díla hjá heildsölum“
Allt að 140% verðmunur er á milli matvöruverslana á landsbyggðinni. Kaupmaður á Grenivík segir ástæðurnar fyrir því geta verið margar. Litlar verslanir fái vörur hjá heildsölum oft á hærra verði en á stórmörkuðum.
11.09.2020 - 14:39
Myndskeið
Engin ástæða til að óttast vöruskort
Starfsmenn matvöruverslana grípa nú til ráðstafana á borð við þær sem viðskiptavinir máttu venjast í vor. Við innganga standa starfsmenn og telja fjölda þeirra sem koma inn í verslanir og sjálfsafgreiðsluborð eru þrifin milli viðskiptavina. Framkvæmdastjóri Bónus segir ekki bera á því að fólk hamstri vörur, enda sé engin ástæða til að óttast vöruskort.