Færslur: Matvæli

Salatfeti verður Salatostur
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem framleiðir ost undir heitinu Salatfeti, hefur ekki verið beðin um að breyta nafni ostsins, eins og MS hyggst gera að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eigandi Örnu ætlar engu að síður að breyta heiti ostsins og mega neytendur eiga von á að sjá hann undir nýju nafni innan skamms.
13.06.2020 - 18:11
Innkalla súkkulaði sem líklega er plast í
Nói Síríus innkallar þrjár tegundir af súkkulaði þar sem ekki er hægt að útiloka að plast sé að finna í súkkulaðiplötunum. Þetta eru tvær stærðir af hreinu Síríus rjómasúkkulaði og ein stærð af Síríus suðusúkkulaði.
13.01.2020 - 10:49
Undirbúningur hafinn fyrir næstu matarhátíð
Nú þegar landsmenn hafa rétt náð að sporðrenna síðustu jólasteikinni er farið að undirbúa næstu matarhátíð. Þar eru hrútspungar og sviðasulta vinsælasti maturinn.
07.01.2020 - 11:50
Máttu fara fram á að brauðið yrði smitvarið
Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands voru sýknuð af kröfum Krónunnar ehf. vegna athugasemda á því hvernig brauði væri stillt fram í verslun Krónunnar á Selfossi. Landsréttur dæmdi í málinu í dag.
Innkalla vinsæla piparsósu sem springur vegna gerjunar
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og verslunin Vietnam Market innkalla Sriracha Hot Chili Sause, vinsæla tegund piparsósu. Varan er innkölluð því flaskan getur sprungið vegna gerjunar.
06.12.2019 - 12:47
Rjómaís í nýjar umbúðir til að draga úr plastnotkun
Emmessís hefur breytt umbúðum utan um rjómaís í því skyni að draga úr plastnotkun. Nýjar umhverfisvænni umbúðir eru að mestu úr hágæðapappa. Þá er ísinn settur í minni umbúðir með það að markmiði að minnka matarsóun. Framkvæmdastjóri Emmessís segir að þau hjá fyrirtækinu vilji mæta kröfum neytenda.
05.12.2019 - 21:33
Innkalla kjúkling vegna salmonellu
Vegna salmonellu hefur Reykjagarður innkallað kjúkling sem seldur er undir vörumerkjunum Holta, Kjörfugl og Krónan. Við reglubundið eftirlit með salmonellu í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að salmonella hafi greinst í tveimur kjúklingahópum Reykjagarðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
14.10.2019 - 11:08
„Við erum búin að þjösnast á vistkerfunum“
Ósjálfbær landnýting og loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi á jörðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingur við landbúnaðarháskóla Íslands segir mikilvægt að breyta neysluháttum. Bætt landnotkun getur aukið viðnámsþol jarðar gagnvart loftslagshamförum af mannavöldum en haldi ósjálfbær nýting áfram, eykur það á vandann.
08.08.2019 - 19:20