Færslur: Matvæli

Spegillinn
Fæðuöryggi aðkallandi á tímum stríðs og faraldurs
Fæðuöryggi snýst um margt: framboð, verð, hollustu og heilnæmi og svo stöðugleika til lengri tíma og auðlindir, segir Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Segja megi að alvara hafi færst í umræðu um fæðuöryggi hér á landi á árunum 2010-2012 og vaxandi þungi svo eftir hamfarir, faraldur og stríðsrekstur í Úkraínu undanfarna mánuði.
19.05.2022 - 17:04
Sjónvarpsfrétt
Matvæli nýtt sem annars færu í ruslið
Til hvers að henda matvælum í fullkomnu lagi ef einhver annar getur nýtt þau, spyr talsmaður samfélagsverkefnis á Akureyri sem nýverið var hleypt af stokkunum. Það snýst um að sporna gegn matarsóun og á sama tíma aðstoða þá sem vantar mat. 
05.05.2022 - 08:51
MAST fær fleiri tilkynningar um hringorma
Matvælastofnun berast nú fleiri tilkynningar en áður um lifandi hringorma í fiski. Verkefnastjóri segir það líklega tengjast breyttum neysluvenjum, nánast ómögulegt sé að koma í veg fyrir að þessir óboðnu gestir laumist á matardiskinn.
08.02.2022 - 22:18
Óleyfilegar fullyrðingar um heilsubót algengar
Mikið er um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla hérlendis, er fram kemur í nýrri úttekt Matvælastofnunar. Oftast sáust slíkar fullyrðingar í auglýsingabæklingum eða á vefsíðum og sneru þær flestar að því að ákveðin næringarefni hefðu áhrif á vöxt, þroska eða starfsemi líkamans.
01.10.2021 - 21:08
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Viðtal
Segir umsögn Matvælasjóðs lýsa fádæma fordómum
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir umsögn frá Matvælasjóði sem fylgdi höfnun styrkumsóknar er varðaði geitfjárafurðir lýsa fádæma fordómum.
02.03.2021 - 09:15
Íslenskur bógur í Færeyjum ári yngri eftir Spánarferð
Færeyskur heildsali merkti ársgamlan lambabóg sem nýjan, frá þessu greindi færeyska Kringvarpið í gærkvöld. Kjötið er frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Forstöðumaður KS staðfestir að það sé ársgamalt.
22.12.2020 - 11:31
Óttast verðhækkanir á matvælum
Reglum um útboð á tollkvótum vegna innflutnings á búvörum verður breytt til að vernda og aðstoða innlenda matvælaframleiðendur samkvæmt frumvarpi landbúnaðarráðherra. Félag atvinnurekenda óttast að þetta leiði til mikillar hækkunar á matvælaverði.
03.12.2020 - 18:15
Matvælastofnun innkallar Himneskt tahini-mauk
Matvælastofnun í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Himneskt lífrænt, hvítt tahini-mauk frá Aðföngum.
Meiri eftirspurn mætt með auknum innflutningi
Fjölgun ferðamanna á undanförnum árum og breytingar á neysluvenjum hafa orðið til þess að innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist töluvert síðasta áratuginn.
Nýr Matvælasjóður fær hálfan milljarð
Fleiri störf í matvælaframleiðslu, aukin neysla á innlendri matvöru og nýsköpun í matvælaframleiðslu er á meðal þess sem nýjum Matvælasjóði er ætlað að gera. Hann var kynntur í morgun og matvælaframleiðendur geta nú sótt um styrk úr sjóðnum.
Salatfeti verður Salatostur
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem framleiðir ost undir heitinu Salatfeti, hefur ekki verið beðin um að breyta nafni ostsins, eins og MS hyggst gera að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eigandi Örnu ætlar engu að síður að breyta heiti ostsins og mega neytendur eiga von á að sjá hann undir nýju nafni innan skamms.
13.06.2020 - 18:11
Innkalla súkkulaði sem líklega er plast í
Nói Síríus innkallar þrjár tegundir af súkkulaði þar sem ekki er hægt að útiloka að plast sé að finna í súkkulaðiplötunum. Þetta eru tvær stærðir af hreinu Síríus rjómasúkkulaði og ein stærð af Síríus suðusúkkulaði.
13.01.2020 - 10:49
Undirbúningur hafinn fyrir næstu matarhátíð
Nú þegar landsmenn hafa rétt náð að sporðrenna síðustu jólasteikinni er farið að undirbúa næstu matarhátíð. Þar eru hrútspungar og sviðasulta vinsælasti maturinn.
07.01.2020 - 11:50
Máttu fara fram á að brauðið yrði smitvarið
Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands voru sýknuð af kröfum Krónunnar ehf. vegna athugasemda á því hvernig brauði væri stillt fram í verslun Krónunnar á Selfossi. Landsréttur dæmdi í málinu í dag.
Innkalla vinsæla piparsósu sem springur vegna gerjunar
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og verslunin Vietnam Market innkalla Sriracha Hot Chili Sause, vinsæla tegund piparsósu. Varan er innkölluð því flaskan getur sprungið vegna gerjunar.
06.12.2019 - 12:47
Rjómaís í nýjar umbúðir til að draga úr plastnotkun
Emmessís hefur breytt umbúðum utan um rjómaís í því skyni að draga úr plastnotkun. Nýjar umhverfisvænni umbúðir eru að mestu úr hágæðapappa. Þá er ísinn settur í minni umbúðir með það að markmiði að minnka matarsóun. Framkvæmdastjóri Emmessís segir að þau hjá fyrirtækinu vilji mæta kröfum neytenda.
05.12.2019 - 21:33
Innkalla kjúkling vegna salmonellu
Vegna salmonellu hefur Reykjagarður innkallað kjúkling sem seldur er undir vörumerkjunum Holta, Kjörfugl og Krónan. Við reglubundið eftirlit með salmonellu í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að salmonella hafi greinst í tveimur kjúklingahópum Reykjagarðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
14.10.2019 - 11:08
„Við erum búin að þjösnast á vistkerfunum“
Ósjálfbær landnýting og loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi á jörðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingur við landbúnaðarháskóla Íslands segir mikilvægt að breyta neysluháttum. Bætt landnotkun getur aukið viðnámsþol jarðar gagnvart loftslagshamförum af mannavöldum en haldi ósjálfbær nýting áfram, eykur það á vandann.
08.08.2019 - 19:20