Færslur: Matvælastofnun

Vilja að öllum laxinum verði slátrað
Landssamband veiðifélaga vill að öllum laxi í sjókvíum í Reyðarfirði verði slátrað nú þegar rökstuddur grunur er kominn upp um að veira sem valdi sjúkdómnum blóðþorra sé í sjókví Laxa fiskeldis. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu.
26.11.2021 - 17:25
Blóðþorri greindist í fyrsta sinn á Íslandi
Rökstuddur grunur er um að veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi sé í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
26.11.2021 - 16:04
Blóðtaka úr merum hefur verið stöðvuð á fimm stöðum
Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku úr merum hefur á undanförnum árum verið stöðvuð og hafa þeir ekki fengið leyfi til að hefja starfsemi að nýju. Þetta segir dýralæknir hjá Matvælastofnun sem jafnframt bendir á að starfsemin sé ekki leyfisskyld samkvæmt lögum. 
23.11.2021 - 12:39
„Bara sorg og maður er forviða“
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.
MAST: Ljóst að vinnubrögð eru óásættanleg
Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir ljóst að myndband frá dýraverndunarsamtökum, sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum, sýni að eftirlit þurfi að vera betra.
22.11.2021 - 16:03
Líta slæma meðferð á hryssum alvarlegum augum
Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndefni frá dýraverndarsamtökunum AWF/TSB, eða Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich, sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum. Þetta segir í tilkynningu frá stofnuninni.
22.11.2021 - 12:47
Innkalla Nóa konfekt sem gæti innihaldið málmagnir
Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum tegundum af fylltu konfekti frá Nóa Siríus, en við gæðaeftirlit kom í ljós að málmagnir hafi mögulega dreifst við framleiðslu. Sala á konfektinu hefur verið stöðvuð og þær vörutegundir sem talið er að innihaldi málmagnir hafa verið innkallaðar.
15.11.2021 - 14:12
Lax slapp úr kví við Haganes í ágúst
Lax sem veiddist í net við Haganes í Arnarfirði mánudaginn 30. ágúst síðastliðinn var strokulax úr kví Arnarlax. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Tveir fiskar komu í net sem lögð voru út eftir að um fjögurra fermetra gat myndaðist á kví númer 11.
08.11.2021 - 13:33
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði þar sem þörungaeitur hefur greinst vel yfir viðmiðunarmörkum. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir eitrið mælast á hverju sumri en sé farið að teygja sig lengra inn á haustið.
18.10.2021 - 11:30
Óleyfilegar fullyrðingar um heilsubót algengar
Mikið er um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla hérlendis, er fram kemur í nýrri úttekt Matvælastofnunar. Oftast sáust slíkar fullyrðingar í auglýsingabæklingum eða á vefsíðum og sneru þær flestar að því að ákveðin næringarefni hefðu áhrif á vöxt, þroska eða starfsemi líkamans.
01.10.2021 - 21:08
MAST óskar eftir lögreglurannsókn vegna lakkaða mávsins
Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu vegna ungs hettumávs sem fannst þakinn litsterku lakki á Borgarfirði eystra þann 17.ágúst síðastliðinn. MAST vísaði því beiðninni til lögreglunnar á Austurlandi og óskaði eftir rannsókninni þann 20.ágúst síðastliðinn.
30.08.2021 - 15:22
Bæta þremur hundategundum við bannlista
Þrjár hundategundir munu bætast við á bannlista þann sem finna má í reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta. Fyrir eru á listanum fjórar aðrar hundategundir sem óheimilt er að flytja hingað til lands. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú fyrir drög að reglugerð um breytingu á áðurnefndri reglugerð um innflutning hunda og katta. Drögin voru birt í samráðsgáttinni í dag og er umsagnarfrestur til og með 29. júní næstkomandi.
16.06.2021 - 07:57
Viðbúnaðarstig lækkað vegna hættu á fuglaflensu
Viðbúnaðarstig vegna hættu á fuglaflensu hefur verið lækkað. Matvælastofnun metur smithættu nú litla. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt úr gildi varúðarráðstafanir gegn fuglaflensu.
Leyfi fyrir laxeldi fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi með 10 þúsund tonna hámarkslífmassa í Reyðarfirði.
Hætta á fuglaflensu þó hún hafi ekki greinst innanlands
Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hvetur fólk til að tilkynna tafarlaust um dauða fugla. Viðbúnaðrstig vegna fuglaflensu er enn í gildi þó að hún hafi ekki greinst í villtum fuglum hér á landi í vor.
20.05.2021 - 13:43
Viðtal
Sumir sjá ekki aðra lausn en að drepa kettina
„Auðvitað vonum við að allir vilji hjálpast að en svo eru alltaf einhverjir inn á milli sem ekki sjá aðra lausn en að drepa kettina.“ Þetta kom fram í viðtali við Jóhönnu Ásu Evensen rekstrarstjóra Kattholts í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Fyrir kemur að eitrað er fyrir köttum sem ganga lausir í borg og bæjum.
18.05.2021 - 08:44
Tvö salmonellutilfelli hérlendis af sömu gerð og danska
Tvö tilfelli salmonellu sem greinst hafa hérlendis á árinu eru sömu gerðar og þau tilfelli í Danmörku sem tengdust neyslu á fæðubótarefninu Husk og þrír létust af. Raðgreina á íslensku sýnin til að rekja upprunann. 
Innkalla kjúkling frá Matfugli
Matvælastofnun segir í tilkynningu að varað sé við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf vegna framleiðslugalla. Matfugl hefur innkallað vöruna.
18.03.2021 - 17:45
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Myndskeið
Útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hrossin
Sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir að útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hross ef rétt er að málum staðið. Það sé stöðugt verkefni að fylgjast með velferð hrossa, en þar hafi hún ekki mestar áhyggjur af útigangi.
09.02.2021 - 22:38
Leggja til hertar sóttvarnir vegna fuglaflensufaraldurs
Matvælastofnun leggur það til við sjávar- og landbúnaðarráðherra að sóttvarnareglur hjá fuglaeigendum verði hertar frá miðjum febrúar vegna útbreiðslu skæðrar fuglaflensu víða í heiminum, til dæmis í Evrópu.
„Vissulega langur tími fyrir dýraeigendur"
Matvælastofnun hvetur fólk til að bíða með að skjóta upp flugeldum þangað til á gamlárskvöld. Sölustaðir flugelda voru opnaðir um allt land í gær og þegar hafa borist tilkynningar um sprengingar í öllum hverfum í höfuðborginni.
29.12.2020 - 11:18
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Innkalla fæðubótarefni vegna of hás magns B6
Fæðubótarefni The True Original - Animal pak dietary supplement sem flutt er inn af fyrirtækinu Prótín.is hefur verið innkallað af Matvælastofnun. Magn B6 vítamíns í efninu er yfir ráðlögðum dagskammti.
04.12.2020 - 17:00
Matvælastofnun innkallar Himneskt tahini-mauk
Matvælastofnun í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Himneskt lífrænt, hvítt tahini-mauk frá Aðföngum.