Færslur: Matvælastofnun

Tekið á móti gæludýrum frá Úkraínu á næstu dögum
Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um innflutning gæludýra frá Úkraínu en stefnt er að því að hefja móttöku dýranna nú í byrjun júní. Hrund Hólm, deildarstjóri hjá MAST, segir að undirbúningur hafi gengið þokkalega vel en að verkefnið hafi verið afar umfangsmikið.
07.06.2022 - 10:25
Ekkert lát er á tilfellum fuglaflensu í villtum fuglum
Matvælastofnun berast enn margar tilkynningar um veika og dauða villta fugla. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá stofnunni segir að smit hafi greinst á víð og dreif um landið í mörgum fuglategundum. Ekki verður hægt að aflétta þeim sóttvarnaráðstöfunum sem í gildi eru á næstunni.
26.05.2022 - 12:34
Vara við fæðubótarefnum við ristruflunum og þyngdartapi
Matvælastofnun hefur fengið átta tilkynningar um vörur, svokölluð váboð, í gegnum viðvörunarkerfi Lyfjastofnunar það sem af er ári. Flestar vörurnar eru markaðssettar sem kynörvandi fæðubótarefni eða sem lausn eða hjálp við ristruflunum og fæðubótarefni fyrir þyngdartap, segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.
17.05.2022 - 10:40
Fjöldi tilkynninga á dag um dauða fugla á víðavangi
Enn berst fjöldi tilkynninga á dag til Matvælastofnunar um dauða fugla á víðavangi. Sérgreinadýralæknir segir tilkynningarnar áberandi fleiri nú en í venjulegu árferði, ekki síst vegna aukinnar meðvitundar í samfélaginu um fuglaflensuna.
09.05.2022 - 19:49
Hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt
Áverkar á haus hests sem notaður var til að reisa níðstöng á Kjalarnesi bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt.
03.05.2022 - 07:36
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Fuglaflensa útbreidd í villtum fuglum
Fuglaflensa hefur greinst í fleiri villtum fuglum og ljóst er að veiran er nú orðin útbreidd í villtum fuglum. Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni. Þrjú sýni reyndust jákvæð úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík, þrjú úr súlum á Búðum á Snæfellsnesi, eitt úr grágæs á Akureyri og eitt úr svartbak á Húsavík.
24.04.2022 - 11:34
Morgunútvarpið
Enn óvíst með útbreiðslu fuglaflensunnar hér á landi
Óvenjuleg tilfelli fuglaflensuveirunnar hafa greinst víða um heim að undanförnu, en sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk eigi ekki að þurfa að óttast smit. Þó sé mikilvægt að huga að sóttvörnum þegar dauðir fuglar eru meðhöndlaðir. Enn er óvíst hversu útbreidd veiran er í fuglum hér á landi eftir að hún greindist á dögunum.
22.04.2022 - 09:28
Fjölmargar ábendingar um dauða fugla
Starfsmenn Matvælastofnunar taka næstu daga sýni úr dauðum fuglum á Suðurnesjum og sunnanverðu Snæfellsnesi. Fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni vegna gruns um fuglaflensu. 
19.04.2022 - 12:32
Sjónvarpsfrétt
Margir dauðir fuglar finnast
Tilkynnt hefur verið um fjölda dauðra fugla til Matvælastofnunar allt frá Snæfellsnesi austur á Hornafjörð. Tvo dauða fugla mátti sjá á Garðskaga í dag. 
17.04.2022 - 19:00
MAST gæti þurft að herða sóttvarnir við komu farfugla
Fuglaeigendur þurfa að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum vegna alvarlegrar stöðu fuglaflensufaraldurs í Evrópu. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.
31.01.2022 - 10:04
Sníkjudýr sem veldur niðurgangi í íslenskum ketti
Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn í ketti á Íslandi. Það getur valdið krónískum niðurgangi í köttum. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar Íslands. Ólíklegt er að sú gerð skíkjudýrsins sem lifir í köttum geti valdið sýkingum í öðrum dýrum og það er almennt ekki talið hættulegt fólki.
30.01.2022 - 20:56
Yfir hundrað hundar smitast af óþekktri hóstapest
Yfir hundrað tilvik hafa verið tilkynnt Matvælastofnun um bráðsmitandi öndunarfærasýkingu meðal hunda. Grunur er um talsvert fleiri tilfelli. Matvælastofnun hefur haft pestina til rannsóknar, en niðurstöður úr PCR-greiningum benda til þess að orsökin sé hvorki covid né hundainflúensa. Dýralæknar segja mögulegt að nýjar veirur eða bakteríur, sem ekki hafi greinst í hundum hér á landi áður, valdi veikindunum.
24.01.2022 - 16:47
Engin merki um fuglaflensu í dauðum svartfuglum
Engin merki um fuglaflensu voru í sýnum sem tekin voru úr dauðum svartfuglum sem rekið hafði á land á Austfjörðum fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
19.01.2022 - 17:52
Dauða svartfugla rekur á land á Austfjörðum
Hátt á þriðja hundrað svartfuglar hafa fundist dauðir í fjörum á Austfjörðum. Flestir fuglanna voru mjög horaðir og því talið líklegast að þeir hafi drepist úr hungri.
12.01.2022 - 18:09
Hóstafaraldur herjar á hunda á höfuðborgarsvæðinu
Hóstafaraldur geisar nú hjá hundum á höfuðborgarsvæðinu og tugir tilkynninga hafa borist Matvælastofnun síðustu daga um smitaða hunda.
10.01.2022 - 16:57
Fréttaskýring
Hænurnar þurfa að dúsa í búrunum í ár í viðbót
Yfir hundrað þúsund íslenskar varphænur þurfa að hírast í þröngum búrum allt að ári lengur en til stóð. Þetta ákvað fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Formaður Félags eggjabænda segir að á næsta ári verði klárað að koma öllum hænum í lausagöngu. Dýralæknir hjá Matvælastofnun segir að afnám búranna verði skref í rétta átt, hænum líði þó ekkert endilega vel í lausagöngu. 
Óheimilt að auglýsa gæsabringur á Facebook án leyfis
Matvælastofnun hafa borist margar ábendingar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum. Ekki er heimilt að selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla. Þeim má heldur ekki dreifa án leyfis en slíkt leyfi veitir Matvælastofnun eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæði. Athygli er vakin á að auglýsing á Facebook geti talist til sölu eða dreifingar.
28.12.2021 - 20:04
Bráðsmitandi veiruskita á Norðaustur- og Austurlandi
Svokölluð veiruskita virðist nú komin upp hjá kúm í Þingeyjarsýslum og á Héraði en faraldurinn hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunnar.
20.12.2021 - 13:49
Vilja að öllum laxinum verði slátrað
Landssamband veiðifélaga vill að öllum laxi í sjókvíum í Reyðarfirði verði slátrað nú þegar rökstuddur grunur er kominn upp um að veira sem valdi sjúkdómnum blóðþorra sé í sjókví Laxa fiskeldis. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu.
26.11.2021 - 17:25
Blóðþorri greindist í fyrsta sinn á Íslandi
Rökstuddur grunur er um að veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi sé í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
26.11.2021 - 16:04
Blóðtaka úr merum hefur verið stöðvuð á fimm stöðum
Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku úr merum hefur á undanförnum árum verið stöðvuð og hafa þeir ekki fengið leyfi til að hefja starfsemi að nýju. Þetta segir dýralæknir hjá Matvælastofnun sem jafnframt bendir á að starfsemin sé ekki leyfisskyld samkvæmt lögum. 
23.11.2021 - 12:39
„Bara sorg og maður er forviða“
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.
MAST: Ljóst að vinnubrögð eru óásættanleg
Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir ljóst að myndband frá dýraverndunarsamtökum, sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum, sýni að eftirlit þurfi að vera betra.
22.11.2021 - 16:03
Líta slæma meðferð á hryssum alvarlegum augum
Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndefni frá dýraverndarsamtökunum AWF/TSB, eða Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich, sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum. Þetta segir í tilkynningu frá stofnuninni.
22.11.2021 - 12:47