Færslur: Matvælastofnun

Heilbrigðisskoða kjöt í gegnum netið
Dýralæknar sinna heilbrigðisskoðun á kjöti í gegnum netið í nýju tilraunaverkefni um heimaslátrun. Í verkefninu er leitað leiða til að bændur geti selt og markaðssett kjöt sem þeir slátra heima.
Hefðu jafnvel getað bjargað grindhvölunum
Grindhvalirnir tíu sem strönduðu á Snæfellsnesi um helgina sáust hættulega nálægt landi á fimmtudaginn. Yfirvöldum var hins vegar ekki greint frá þessu fyrr en þremur dögum seinna.
15.09.2020 - 12:39
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar og er seldur heill, í bringum, lundum og bitum.
05.08.2020 - 06:39
Neytendum stafar ekki hætta af smiti í matvælafyrirtæki
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar eru sammála um að neytendum stafi engin hætta af smiti sem greindist í gær hjá starfsmanni fyrirtækis sem flytur inn og dreifir matvælum.   
Kærður fyrir líkamsárás á starfsmann Matvælastofnunar
Maður sem talinn er hafa slegið eftirlitsmann Matvælastofnunar tvisvar með hækju hefur verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi í garð opinbers starfsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar.
18.06.2020 - 15:24
Fæðubótarefni innkallað vegna sæbjúgnadufts
Matvælastofnun hefur innkallað fæðubótarefnið Prótís Liðir vegna sæbjúgnadufts sem það inniheldur.
11.06.2020 - 15:43
Lögregla rannsakar sölu lambakjöts úr heimaslátrun
Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna meintrar ólöglegrar dreifingar afurða á Norðurlandi. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátrun. Meint brot áttu sér stað seinasta vetur og voru vörurnar auglýstar á Facebook.
08.06.2020 - 10:39
Framkvæmdastjórar og dýralæknar meðal umsækjenda
18 umsóknir bárust um starf forstjóra Matvælastofnunar. Umsóknarfresturinn rann út 4. maí. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skipar nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Jón Gíslason, sem gegnt hefur embætti forstjóra síðan 2007, er ekki meðal umsækjenda.
07.05.2020 - 12:57
MAST biður um gögn frá lögreglu vegna hvaladráps
Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra og Landhelgisgæslunni vegna dráps á hval sem festist í veiðarfærum í Skagafirði. Kveikur greindi frá málinu fyrir rúmri viku. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hafa gögn borist frá Landhelgisgæslunni en ekki frá Lögreglunni.
Vilja rannsókn á aðgerðum lögreglu vegna hnúfubaks
Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig sú ákvörðun var tekin að skjóta með riffli og haglabyssu á hnúfubak í Skagafirði í nóvember 2018. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Dýrið var fast í veiðarfærum, talið var að það væri hrefna sem er mun smærra dýr, og skutu lögreglumenn á það í nokkra klukkutíma en tókst ekki að aflífa það. Hnúfubakar eru friðaðir.
08.04.2020 - 18:53
Þrjú göt fundust á sjókví Arnarlax í Arnarfirði
Þrjú göt fundust á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði um mánaðamótin. Matvælastofnun barst tilkynning um atvikið síðastliðinn fimmtudag. Götin uppgötvuðust síðla þess dags þegar verið var að sækja fisk til slátrunar. Á vef Mast kemur fram að nótarpoki hafði verið hífður upp og starfsmenn tekið eftir götunum og gert við þau.
07.04.2020 - 15:38
Skoða hvort illvígar veirur hafi drepið kanínurnar
Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal. Eins og fréttastofa greindi frá í gær voru yfir 50 hræ hirt í dalnum á síðustu dögum. Helstu möguleikar sem er verið að skoða er brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits ef um slíkt er að ræða. 
Rannsaka mikinn kanínudauða í Elliðaárdal
Matvælastofnun barst tilkynning um fjölda dauðra kanína í Elliðaárdal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í morgun. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að einnig hafi á annan tug ábendinga komið frá almenningi. 
Fólk með einkenni ætti ekki að útbúa mat fyrir aðra
Ekki hefur verið staðfest að COVID-19 smit hafi borist með matvælum, segir á vef Matvælastofnunar. Fólki í sóttkví og með einkenni sjúkdómsins er þó ráðlagt að útbúa ekki mat fyrir aðra. Matvælastofnun hefur tekið saman svör við ýmsum spurningum tengdum mat og smiti á COVID-19.
05.03.2020 - 14:56
Fá lögregluaðstoð við að lóga ólöglega innfluttum dýrum
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp þar sem Matvælastofnun er gefin heimild til að lóga dýrum sem hafa verið flutt ólöglega til landsins og fá til þess aðstoð lögreglu, sé þess þörf. Hið sama gildir um innflutt dýr sem sleppa áður en þau hafa lokið fullri sóttkví og fengið vottun.
Riðuveiki greind á þekktu svæði í Skagafirði
Riðuveiki hefur verið staðfest á bæbum Grófargili í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Á bænum eru nú um 100 fjár, en bærinn er í Húna- og Skagahólfi sem er þekkt riðusvæði. 
24.02.2020 - 18:11
Tveir sauðfjárbændur fá miskabætur frá MAST
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Matvælastofnun til að greiða tveimur sauðfjárbændum samtals 3 milljónir í miskabætur. Matvælastofnun svipti þá sauðfé sínu í október 2014 og slátraði því vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu í nóvember sama ár. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi ekki farið að lögum þegar ákvörðunin um að slátra fénu var tekin. Dómurinn segir að sú ákvörðun hafi verið bændunum „mikið persónulegt áfall og til þess fallin að valda þeim álitshnekki.“
ESA gerir athugasemdir við íslenskt eftirlit
Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemdir við eftirlit með framleiðslu mjólkur og kjöts hérlendis. Skerpa þurfi á athugunum í mjólkurvinnslum og sláturhúsum. Eftirlitsaðilar hérlendis vinna að úrbætum.
04.02.2020 - 15:15
Fólk getur farið óttalaust á þorrablót
Ekki er hægt að segja til um uppruna bótúlíneitrunarinnar sem sagt var frá í gær fyrr en niðurstöður úr sýnarannsókn liggja fyrir eftir helgi. Fullorðinn maður er í öndunarvél eftir að hafa smitast af þessari bráðeitruðu bakteríu sem getur lamað fólk algerlega.
Innkalla ostrur vegna nóróveiru
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á ostrum frá fyrirtækinu Wang Korea vegna nóróveiru sem greindist í þeim. Ostrurnar voru seldar í versluninni Dai Phat, sem hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 
21.01.2020 - 16:41
Leita ákaft að uppruna mjög eitraðrar bakteríu
Fullorðinn einstaklingur á Íslandi smitaðist af bótulisma nýverið. Fyrstu einkenni byrjuðu þann 12. janúar og eitrun af völdum bakteríunnar staðfest tæpri viku síðan.
21.01.2020 - 12:40
Fjölga störfum á landsbyggðinni
Fjölga á störfum hjá Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun og Fiskistofu á landsbyggðinni. Í áætlun sem nær til næstu fimm ára er gert ráð fyrir 36 fleiri störfum á landsbyggðinni.
15.01.2020 - 15:46
Innkalla súkkulaði sem líklega er plast í
Nói Síríus innkallar þrjár tegundir af súkkulaði þar sem ekki er hægt að útiloka að plast sé að finna í súkkulaðiplötunum. Þetta eru tvær stærðir af hreinu Síríus rjómasúkkulaði og ein stærð af Síríus suðusúkkulaði.
13.01.2020 - 10:49
Garnaveiki greinist í Húnavatnshreppi
Rétt fyrir jól var garnaveiki staðfest í kind á bænum Reykjum í Húnavatnshreppi að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á tveimur öðrum bæjum í Húna- og Skagahólfi síðastliðin 10 ár. 
08.01.2020 - 12:47
Innkalla vinsæla piparsósu sem springur vegna gerjunar
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og verslunin Vietnam Market innkalla Sriracha Hot Chili Sause, vinsæla tegund piparsósu. Varan er innkölluð því flaskan getur sprungið vegna gerjunar.
06.12.2019 - 12:47