Færslur: Matvælaöryggi

Sjónvarpsfrétt
Tyrkir reyna að miðla málum um kornútflutning Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funda í Tyrklandi á morgun um mögulegan útflutning á korni um Svartahaf. Úkraína hefur löngum verið kölluð forðabúr heimsins enda er mikið ræktað þar til útflutnings. Mikið af korni er fast í landinu. Ekki er hægt að flytja það út frá hafnarborgum í suðri því þar eru sprengjur og rússnesk herskip.
12.07.2022 - 20:45
Ríkið bætir helming af skakkaföllum bænda
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita tveimur og hálfum milljarði króna til að koma til móts við bændur vegna dýrari aðfanga. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að samfélagið allt verði að standa með bændum.
14.06.2022 - 12:32
Sjónvarpsfrétt
Brýnt að tryggja fæðuöryggi Íslands
Brýnt er að tryggja fæðuöryggi í landinu og er íslenskur landbúnaður þar mikilvægur segir matvælaráðherra. Þriggja manna hópur á að koma með tillögur eftir tíu daga vegna alvarlegrar stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu.  
Varað við hungursneyð vegna þurrka og stríðsátaka
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varar við að hungursneyð geti blasað við milljónum Afgana. Þurrkum og stríðsástandi sé fyrst og fremst um að kenna. Áríðandi sé að styðja við íbúa landsins.
Ný matvælastefna mikilvægt leiðarljós inn í framtíðina
Ný matvælastefna er mikilvægt leiðarljós til framtíðar, um hvernig auka megi verðmætasköpun með matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur að Ísland búi yfir miklum tækifærum sem matvælaframleiðsluland.
Vilja minna regluverk og meiri sveigjanleika
Minnka þarf regluverk og auka sveigjanleika fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynntu stefnuna.
Hungur vex í heiminum
Hungur hrjáir nánast einn af hverjum níu jarðarbúum. Ástandið versnar á þessu ári, ekki síst vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Spegillinn
Innflutningur raskast minna en ætla mætti
Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. 
08.04.2020 - 15:01
Veitingastaðir verða að fylgja reglum um heimsendan mat
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur komið áríðandi upplýsingum til matvælafyrirtækja vegna þess hvað heimsendingarþjónusta veitingahúsa hefur aukist mikið vegna kórónuveirunnar og samkomubanns.
03.04.2020 - 11:43
Aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum
Sjóður sem fjármagnar verkefni í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi var stofnaður í vikunni. 30 milljónir renna í sjóðinn í ár. Fjármagn er tryggt næstu þrjú árin. Ráðherra segir sjóðinn mikilvægan áfanga í að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi.
Gumboro-veiki ekki náð útbreiðslu á Íslandi
Bráðsmitandi Gumboro-veiki hefur ekki náð frekari útbreiðslu, eftir að hafa greinst í fyrsta sinn á Íslandi í Landsveit í sumar. Matvælastofnun hefur rannsakað útbreiðslu veirunnar og útrýmingaraðgerðir standa yfir.
06.11.2019 - 10:48