Færslur: Matvælaframleiðsla

Nýr Matvælasjóður fær hálfan milljarð
Fleiri störf í matvælaframleiðslu, aukin neysla á innlendri matvöru og nýsköpun í matvælaframleiðslu er á meðal þess sem nýjum Matvælasjóði er ætlað að gera. Hann var kynntur í morgun og matvælaframleiðendur geta nú sótt um styrk úr sjóðnum.
Kórónuveirusmit í matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
Kórónuveirusmit er komið upp hjá starfsmanni fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu sem flytur inn og dreifir matvælum. Forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að smitið hafi komið upp í byrjun vikunnar í tíu manna deild þar sem vörum er pakkað og þær merktar. Eitt smit til viðbótar hafi greinst hjá starfsmanni í þeirri deild og alls séu því smitin tvö í fyrirtækinu.
Kjarnafæði og Norðlenska sameinast
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu.
06.07.2020 - 13:23
40-50% samdráttur: „Reynum að verja störf okkar fólks“
„Því er ekki að leyna að þetta hægir á starfsemi okkar. En það er ljós í öllu og við getum fyrir vikið sent hluta af starfsfólki heim til að reyna að lágmarka sýkingu milli starfsfólks,“ segir Eggert Árni Gíslason, framkvæmdastjóri Mata, sem selur og dreifir grænmeti og ávöxtum til verslana, veitingastaða og mötuneyta hér á landi. Eggert segir að samkomubannið sem sett var á í gær og COVID-19 faraldurinn allur hafi dregið mjög úr sölu hjá fyrirtækinu, líklega um 40 til 50%.
Myndskeið
Framleiðandi Arla sakaður um dýraníð
Kúabændur í Svíþjóð, sem selja tugi þúsunda mjólkurlítra til stórfyrirtækisins Arla í hverri viku, eru sakaðir um dýraníð. Myndir af mögrum kúm í grútskítugum stíum hafa vakið óhug.
29.01.2020 - 22:38