Færslur: Matvælaframleiðsla

Boða hækkanir á afurðaverði til bænda
Bændur munu fá að minnsta kosti 20% meira fyrir afurðir sínar frá Kjarnafæði - Norðlenska hf þegar ný verðskrá verður gefin út innan tíðar. Forstjóri fyrirtækisins segir að tillögur sprettshóps matvælaráðherra, sem kynntar voru í gær, séu greininni til góðs.
Segir beina styrki betri en hömlur
Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.
Sjónvarpsfrétt
„Fjölbreytt matvæli sem gera lífið skemmtilegra“
Súrdeigsbrauð úr heimamöluðu korni og matvæli úr sjávarþangi frá Vestfjörðum var á meðal þess sem frumkvöðlar í matvælaiðnaði buðu upp á á uppskeruhátið þeirra á Laugarbakka. 
Viðtal
Nýtt upprunamerki matvöru - Íslenskt staðfest
Kjöt, egg, sjávarafurðir, mjólk og fleiri matvörur geta fengið merkinguna Íslenskt staðfest. Þessi nýja upprunamerking matvæla er nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.  
Sjónvarpsfrétt
Þyrfti að bæta merkingar á matvörum
Bæta þyrfti merkingar á matvöru þannig að einstaklingar með sykursýki 1 geti verið fullvissir um sykurinnihald þeirra. Móðir tveggja barna með sykursýki segir íslenska framleiðendur talsvert á eftir framleiðendum í nágrannalöndum okkar.
25.11.2021 - 10:15
Viðtal
Verðhækkun á mat ekki velt út í verðlagið
Ekki stendur til að velta út í verðlag hér miklum verðhækkunum sem orðið hafa á heimsmarkaði með ýmsa hrávöru eins og sykur, hveiti og kaffi. Þetta segir framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber.
Landinn
Blandar nú landakokteila í stað „landa í sprite“
„Við erum búin að taka út þetta skítabragð, sem margir kannast við og er oft í landanum, og margir eru með slæmar minningar um. Og það sem eftir stendur er bara ótrúlega mjúkur spíri sem virkar ótrúlega vel í margt,“ segir Dagrún Sóla Óðinsdóttir, yfirkokkur á Blábjörgum á Borgarfirði eystra.
27.09.2021 - 14:00
Bringubeinsbrot talin algeng í íslenskum varphænum
Bringubeinsbrot vegna of mikillar eggjaframleiðslu, of lítils rýmis þegar hænur fljúga á og jafnvel þegar hænur verpa of stórum eggjum eru talin eitt helsta velferðarvandamál í eggjaframleiðslu .
16.09.2021 - 12:28
Inn­kalla kjúk­ling vegna gruns um salmonellu
Matvælastofnun hefur sent frá sér viðvörun vegna gruns um salmonellu. Nær viðvörunin til einnar framleiðslu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli. Eru neytendur hvattir til að skila kjúklingnum í verslun eða beint til Matfugls í Mosfellsbæ.
23.08.2021 - 15:43
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Leggja til hertar sóttvarnir vegna fuglaflensufaraldurs
Matvælastofnun leggur það til við sjávar- og landbúnaðarráðherra að sóttvarnareglur hjá fuglaeigendum verði hertar frá miðjum febrúar vegna útbreiðslu skæðrar fuglaflensu víða í heiminum, til dæmis í Evrópu.
Myndskeið
Prenta girnilegan mat úr afgöngum og lúnum mat
Starfsfólk hjá MATÍS hefur að undanförnu prentað mat í stórum stíl. Tilgangurinn er meðal annars að finna leiðir til þess að nýta afganga, minnka matarsóun og búa til fallegan og girnilegan mat. Prentarinn hefur verið notaður á Michelin-veitingastað í Barcelona með góðum árangri.
03.01.2021 - 19:22
Ný matvælastefna mikilvægt leiðarljós inn í framtíðina
Ný matvælastefna er mikilvægt leiðarljós til framtíðar, um hvernig auka megi verðmætasköpun með matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur að Ísland búi yfir miklum tækifærum sem matvælaframleiðsluland.
Vilja minna regluverk og meiri sveigjanleika
Minnka þarf regluverk og auka sveigjanleika fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynntu stefnuna.
Gæti tekið allt að þrjá mánuði að brenna hræin
Umhverfisstofnun mælir með því að fé sem á að skera niður í Skagafirði á fjórum bæjum verði flutt í sorpeyðingarstöðina Kölku á Reykjanesi til brennslu. Það gæti tekið allt að þrjá mánuði.
Matvælastofnun nýtt auknar heimildir til dýraverndar
Matvælastofnun hefur frá árinu 2016 beitt dagsektum í 69 málum og vörslusviptingu í 30 málum. Stjórnvaldssektum hefur verið beitt 13 sinnum og 11 málum hefur verið vísað til lögreglu. Einu sinni hefur starfsemi verið stöðvuð vegna brota á velferð dýra.
Erfðabreytt hveiti í Argentínu þolir þurrka
Argentína varð í gær fyrsta ríki heims til þess að samþykkja ræktun erfðabreytts hveitis. Erfðabreytingin gerir hveitinu kleift að vaxa þrátt fyrir þurrka.
Nýr Matvælasjóður fær hálfan milljarð
Fleiri störf í matvælaframleiðslu, aukin neysla á innlendri matvöru og nýsköpun í matvælaframleiðslu er á meðal þess sem nýjum Matvælasjóði er ætlað að gera. Hann var kynntur í morgun og matvælaframleiðendur geta nú sótt um styrk úr sjóðnum.
Kórónuveirusmit í matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
Kórónuveirusmit er komið upp hjá starfsmanni fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu sem flytur inn og dreifir matvælum. Forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að smitið hafi komið upp í byrjun vikunnar í tíu manna deild þar sem vörum er pakkað og þær merktar. Eitt smit til viðbótar hafi greinst hjá starfsmanni í þeirri deild og alls séu því smitin tvö í fyrirtækinu.
Kjarnafæði og Norðlenska sameinast
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu.
06.07.2020 - 13:23
40-50% samdráttur: „Reynum að verja störf okkar fólks“
„Því er ekki að leyna að þetta hægir á starfsemi okkar. En það er ljós í öllu og við getum fyrir vikið sent hluta af starfsfólki heim til að reyna að lágmarka sýkingu milli starfsfólks,“ segir Eggert Árni Gíslason, framkvæmdastjóri Mata, sem selur og dreifir grænmeti og ávöxtum til verslana, veitingastaða og mötuneyta hér á landi. Eggert segir að samkomubannið sem sett var á í gær og COVID-19 faraldurinn allur hafi dregið mjög úr sölu hjá fyrirtækinu, líklega um 40 til 50%.
Myndskeið
Framleiðandi Arla sakaður um dýraníð
Kúabændur í Svíþjóð, sem selja tugi þúsunda mjólkurlítra til stórfyrirtækisins Arla í hverri viku, eru sakaðir um dýraníð. Myndir af mögrum kúm í grútskítugum stíum hafa vakið óhug.
29.01.2020 - 22:38