Færslur: Matarverð

Keyra frá Búðardal í Borgarnes til að versla í matinn
Stór hluti íbúa í Dalabyggð hefur ritað nafn sitt á mótmælalista þar sem því er mótmælt að Krambúðin hafi tekið við af Kjörbúðinni í Búðardal með tilheyrandi verðhækkunum. Margir hafa hætt að versla í heimabyggðinni.
26.08.2020 - 14:45
„76% tollur á franskar er Íslandsmet“
Innfluttar franskar kartöflur bera 76% toll. Þessu hefur Félag atvinnurekenda mótmælt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, segir að lækka mætti verð á frönskum kartöflum um 20-30% með því að fella tollinn niður. Enginn prósentutollur sé jafn hár hér á landi og tollur á innfluttar franskar karftöflur.
07.05.2019 - 14:55
Neytendur ekki einnota
Formaður Neytendasamtakanna vonar að það sé ekki rétt mat framkvæmdastjóra IKEA að veitingamenn líti á íslenska neytendur sem einnota. Samtökin hafa kallað eftir aðgerðum frá þingmönnum í þágu lægra matvöruverðs og fengið mörg loforð. 
14.03.2019 - 16:06