Færslur: Matarmenning

Leiddist vinnan í lundabúð og fluttist til Parísar
Steiney Skúladóttir rappari, sjónvarps- og leikkona er mikil flökkukind. Hún hefur ferðast um Asíu og búið í Ástralíu, Bandaríkjunum og París þar sem hún lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu, þegar hún vann á bar í borginni, að vera rekin úr vinnunni í fyrsta sinn á ævinni. Steiney er tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem er á dagskrá RÚV í kvöld.
Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.
Myndskeið
Stóraukin eftirspurn eftir vegan hátíðarmat
Mun fleiri kjósa að fá sér hnetusteik eða annan vegan hátíðarmat í ár en í fyrra. Eftirspurn eftir slíkum réttum er um helmingi meiri í ár, segja kaupmenn bæði í Krónunni og Nettó. Sumar vörur kláruðust fyrir hátíðirnar, þar á meðal vegan laufabrauð. Kaupmenn sem fréttastofa ræddi við segja sömu sögu. Eftirspurn eftir vegan mat eða grænkerafæði, þar með talið hnetusteikum, buffi, kjötlíki og fleiru sem ekki inniheldur dýraafurðir, eykst stöðugt.
30.12.2018 - 19:28
Framleiða 30.000 dósir á dag þegar mest lætur
Jólaundirbúningurinn byrjar snemma í verksmiðju ORA því þar eru framleiddar þrjátíu þúsund dósir á dag fyrir hátíðirnar, þegar best lætur. Það er margur siðurinn sem tilheyrir jólunum og jólaundirbúningi og margt af því tengist mat. Meðal þess sem fólk neytir í meiri mæli yfir jól og áramót eru niðursoðnar grænar baunir.
21.12.2018 - 16:37
Innlent · Matur · Matarmenning · Jól
Þang - gleymda fæðutegundin
Í dönsku þáttunum Mad magazinet rannsaka þáttarstjórnendur matinn sem við borðum dags daglega. Þeir skyggnast einnig inn í framtíðina og velta fyrir sér hvaða fæða verði á borðum framtíðarfólks. Þang er þar nefnt sem vistvænn og aðgengilegur valkostur sem gæti orðið vinsæll á borðum framtíðarsælkera.
27.11.2018 - 15:16
Leita að þjóðlegum réttum Íslendinga
„Sitt sýnist hverjum þegar verið er að tala um þjóðlega rétti, þannig að við erum að reyna að taka svolítið púlsinn á því hvað þjóðinni í dag finnst vera þjóðlegur réttur,“ segir Brynja Laxdal framkvæmdarstjóri Matarauðs Íslands, verkefnis sem stendur fyrir samkeppni um íslenska þjóðlega rétti.
20.04.2018 - 13:30