Færslur: Marshallhúsið

Myndskeið
Ljóðrænt zen í Kling og Bang
Danski listahópurinn A Kassen hefur lagt undir sig Kling og Bang í Marshall-húsinu með Móður og barni, sýningu sem smýgur í gegnum veggi og gólf og snýr jafnvel heiminum á hvolf, ef svo má segja.
31.08.2019 - 15:00
Rökleysan er oft brothættari
„Ég held að ég hafi alltaf fylgt innsæinu og tilfinningum við gerð allra verka,“ segir myndlistarkonan Sara Reil sem opnar nýja sýningu, Sjálfvirk / Automativ, í Kling og Bang í Marshall-húsinu á laugardag. „Ég hef tilhneigingu til að kafa rosalega djúpt í hvert tímabil, en svo klárast það. Þetta eru kannski tímamót til þess að fara fyrir neðan rökhyggjuna og inn í rökleysuna, og hún er oft brothættari og viðkvæmari fyrir mann.“
20.10.2018 - 14:49
Merkingarleysan er jákvæð og skemmtileg
„Mér liggur forvitni á að skoða hvernig hlutir verða til og hvernig þeir virka,“ segir myndlistarmaðurinn Páll Haukur Björnsson sem stendur fyrir sýningunni Dauði hlutarins í Kling og Bang í Marshall-húsinu um þessar mundir.
Hægfara leit að hinu fullkomna augnabliki
Undur sköpunarinnar er í forgrunni á sýningu Heklu Daggar Jónsdóttur, Evolvement, sem sýnd er í Kling Bang í Marshall húsinu þessa dagana. Sýningin er unnin í samstarfi við fjölda listamanna og skálda, sem freista þess að festa sköpunina í form með óvæntum afleiðingum. 
Nýló er hress miðaldra unglingur
Nýló, Nýlistasafn Íslands, er 40 ára í dag en safnið er nú komið í öruggt skjól í Marshallhúsinu nyrst á Grandanum í Reykjavík. Víðsjá á Rás 1 kíkti í morgunkaffi í Nýló í vikunni og ræddi við myndlistarkonurnar Þorgerði Ólafsdóttur og Önnu Líndal sem eiga sæti í stjórn safnsins en því er að fullu haldið úti að listamönnunum sjálfum. Viðtalið má heyra hér fyrir ofan.
05.01.2018 - 09:17
Teygt á tímanum í rúma viku
„Þetta er kvik og fljótandi hátíð,“ segja systurnar Edda Kristín og Ingibjörg Sigurjónsdætur um alþjóðlegu myndlistarhátíðina Sequences sem hefst á morgun. Þær systur eru meðal aðstandenda hátíðarinnar sem fer fram í Marshall húsinu úti á Granda í Reykjavík og víðar um borgina dagana 6.-15. október. Hér má heyra viðtal við þær úr Víðsjá á Rás 1.
05.10.2017 - 14:12
Hamingjusamt fólk í reykmekki listarinnar
Um margt óvenjuleg sýning opnaði laugardaginn var í Nýlistasafninu í Marshall húsinu úti á Granda. Þar stendur til að reykja myndlistina í sérsmíðuðum vatnspípum með vægu og bragðgóðu tóbaki. Sýningin heitir Happy People og er hugarfóstur Arnars Ásgeirssonar. 
27.06.2017 - 13:15
Öskubuskuhúsið úti á Granda
Það var líf og fjör í Marshallhúsinu nyrst á Grandagarði á laugardag þegar húsið var opnað fyrir almenningi. Þar verða til frambúðar Nýlistasafnið, Kling og Bang og Stúdíó Ólafs Elíassonar.
21.03.2017 - 09:57